Efast um dugnað og hugarfar Rashford Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. september 2024 15:47 Marcus Rashford er vinsælt skotmark þessa dagana. getty/Robbie Jay Barratt Jimmy Floyd Hasselbaink, sem var í þjálfarateymi enska karlalandsliðsins í fótbolta, segir að fótboltinn sé ekki forgangsatriði hjá Marcus Rashford, framherja Manchester United. Rashford átti afar erfitt uppdráttar á síðasta tímabili og var ekki valinn í EM-hóp Englands. Hann hefur hins vegar litið aðeins betur út í byrjun þessa tímabils og er kominn með þrjú mörk fyrir United. Hasselbaink er hrifinn af Rashford sem leikmanni en setur spurningarmerki við hugarfar hans. „Þegar þú horfir á Marcus Rashford og líkamstjáningu hans - og ég er ekki að segja að þetta sé satt - þá lítur út fyrir að fótboltinn sé ekki í forgangi hjá honum,“ sagði Hasselbaink. „Vitum við að hann getur spilað fótbolta? Klárlega. Þegar hann er á vinstri og upp á sitt besta er hann virkilega, virkilega góður leikmaður. Þegar hann var uppi á sitt besta hljóp hann svo mikið og stakk sér inn fyrir varnir andstæðinganna. Hann var svo duglegur að hlaupa á varnarmennina. Þannig er hann upp á sitt besta en ég sé það ekki lengur.“ Hasselbaink segir að Rashford sé ekki nógu harður af sér og viljugur til að spila þótt hann glími við einhver meiðsli. „Fyrir leikmann eins og Rashford, þegar einn þinn stærsti eiginleiki er hraðinn, verðurðu að þjást. Þú verður að vera tilbúinn til að leggja jafn hart að þér með og án boltans og það þýðir að standa af sér smá sársauka því það krefst mikils af þér að gera þetta í hverjum einasta leik. Mér finnst hann ekki jafn tilbúinn að gera það og áður,“ sagði Hasselbaink sem segir að það sé undir Rashford sjálfum komið að ná því besta fram hjá sjálfum sér. Það komi ekki bara frá knattspyrnustjóranum Erik ten Hag. „Það er ekki bara á ábyrgð Ten Hags að Rashford bæti sig. Leikmaðurinn verður að þrá það. Það er engin spurning að Marcus Rashford hefur hæfileikana. Þetta er eitthvað andlegt. Hann sjálfur verður að bæta sig.“ Rashford og félagar hans í United taka á móti Tottenham í 6. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á sunnudaginn. Enski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Liverpool með fullt hús stiga Enski boltinn Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Í beinni: Breiðablik - Þór/KA | Þurfa að vinna meistarana og kannski er það ekki nóg Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Fótbolti Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Younghoe sparkað burt Sport Í beinni: Fram - Valur | Lífróður hjá heimakonum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Liverpool með fullt hús stiga Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Potter undir mikilli pressu Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjá meira
Rashford átti afar erfitt uppdráttar á síðasta tímabili og var ekki valinn í EM-hóp Englands. Hann hefur hins vegar litið aðeins betur út í byrjun þessa tímabils og er kominn með þrjú mörk fyrir United. Hasselbaink er hrifinn af Rashford sem leikmanni en setur spurningarmerki við hugarfar hans. „Þegar þú horfir á Marcus Rashford og líkamstjáningu hans - og ég er ekki að segja að þetta sé satt - þá lítur út fyrir að fótboltinn sé ekki í forgangi hjá honum,“ sagði Hasselbaink. „Vitum við að hann getur spilað fótbolta? Klárlega. Þegar hann er á vinstri og upp á sitt besta er hann virkilega, virkilega góður leikmaður. Þegar hann var uppi á sitt besta hljóp hann svo mikið og stakk sér inn fyrir varnir andstæðinganna. Hann var svo duglegur að hlaupa á varnarmennina. Þannig er hann upp á sitt besta en ég sé það ekki lengur.“ Hasselbaink segir að Rashford sé ekki nógu harður af sér og viljugur til að spila þótt hann glími við einhver meiðsli. „Fyrir leikmann eins og Rashford, þegar einn þinn stærsti eiginleiki er hraðinn, verðurðu að þjást. Þú verður að vera tilbúinn til að leggja jafn hart að þér með og án boltans og það þýðir að standa af sér smá sársauka því það krefst mikils af þér að gera þetta í hverjum einasta leik. Mér finnst hann ekki jafn tilbúinn að gera það og áður,“ sagði Hasselbaink sem segir að það sé undir Rashford sjálfum komið að ná því besta fram hjá sjálfum sér. Það komi ekki bara frá knattspyrnustjóranum Erik ten Hag. „Það er ekki bara á ábyrgð Ten Hags að Rashford bæti sig. Leikmaðurinn verður að þrá það. Það er engin spurning að Marcus Rashford hefur hæfileikana. Þetta er eitthvað andlegt. Hann sjálfur verður að bæta sig.“ Rashford og félagar hans í United taka á móti Tottenham í 6. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á sunnudaginn.
Enski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Liverpool með fullt hús stiga Enski boltinn Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Í beinni: Breiðablik - Þór/KA | Þurfa að vinna meistarana og kannski er það ekki nóg Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Fótbolti Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Younghoe sparkað burt Sport Í beinni: Fram - Valur | Lífróður hjá heimakonum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Liverpool með fullt hús stiga Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Potter undir mikilli pressu Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjá meira
Í beinni: Breiðablik - Þór/KA | Þurfa að vinna meistarana og kannski er það ekki nóg Íslenski boltinn
Í beinni: Breiðablik - Þór/KA | Þurfa að vinna meistarana og kannski er það ekki nóg Íslenski boltinn