Höfum við efni á þessu Stríðsbrölti? Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar 1. október 2024 11:03 Það eru stríð út um allan heim þó stríðið í Úkraínu og þjóðarmorðið á GASA sé mest í umræðunni, fjölda stríða í Afríku, ólgan í mið austurlöndum er áþreifanlega þessa daga svo er Kína og Bandaríkin alltaf með núning að ógleymdri púðurtunnunni Norður-Kóreu sem getur sprungið hvenær sem er. Ég þakka fyrir að búa á litla friðsama Íslandinu okkar fjarri þessu öllu en ég, og ekki þið heldur, get lokað augunum fyrir þessu öllu, við getum og megum ekki horfa undan og láta eins og þetta komi okkur ekki við bara af því að við höfum það gott. Fórnirnar eru miklar og er mannfall þar stærsti þátturinn, eyðilegging á landi og allir dýrmætu málmarnir sem þarf í stríðstól, kolefnissporið er mjög stórt bæði við framleiðslu stríðstóla og við notkun þeirra, allur tíminn, orkan og peningarnir sem fara í þessi tilgangslausu stríð sem bitna verst á saklausum borgurum og enginn græðir á nema vopnaframleiðendur kannski. En hvað EF? ef ekki þyrfti að eyða tíma og peningum í að finna upp fullkomnari vopn væri þá kannski búið að finna upp lækningu við mænuskaða, Alzheimer eða krabbameini? hefði ekki peningunum verið betur varið í það en drápstól? Hvað EF? Sá sem fyndi lækningu við krabbameini lægi undir rústum á GASA núna. Hvað EF? Í Sýrlandi lægi næsti „Albert Einstein“ í blóði sínu. Hvað EF? Úkraínumaðurinn sem kæmi okkur til fjarlægra stjarna hafi fallið núna um daginn. Hvað EF? Að sá sem hefði komið á alheimsfriði hafi verið myrtur í Súdan. Hvað EF? búið sé að drepa Rússann sem kæmi með hugmynd að orkugjafa framtíðar svo ekki þyrfti að virkja öll vötnin okkar, reisa þessar risastóru vindmyllur eða taka stór landsvæði undir Sólarsellur? Hvað EF? við jarðarbúar gætum haldið friðinn verið vinir og umburðarlynd, réttlát og umhyggjusöm, hugsið ykkur allt sem við gætum áorkað saman, fundið lausnir og lækningar, fundið vináttu og ást þvert á lönd og trúarbrögð. Hvað EF? já hugleiðum það aðeins. Við höfum ekki efni á að missa allt þetta fólk langt fyrir aldur fram og allir þeir sem hírast í flóttamannabúðum eða börnin á GASA sem fá enga menntun fá varla læknisþjónustu hvað þá mat, eiga ekki mikla von né bjarta framtíð að horfa til. Samhljómur menningarheima í samvinnu við fjölmörg félagasamtök og einstaklinga mun standa fyrir friðargjörningi sem felur í sér myndun mannlegs friðarmerkis á Klambratúni miðvikudaginn 2. október næstkomandi kl. 20.00 á fæðingardegi Mahatma Ghandi og jafnframt degi Sameinuðu þjóðanna fyrir tilveru án ofbeldis (Day of Non-Violence). Ég hef verið að hlusta og lesa Flækjusögur eftir Illuga á Heimildinni, margar þeirra eru svo kallaðar Hvað ef sögur eða „hjásögur“ sú sem ég hlustaði á í gær fjallar um Vandala og EF ákveðin atburður hefði ekki gerst með þeim hætti sem hann gerði hefur Vandalar ríkt í Afríku og héldu friðinn í Evrópu í margar aldir því þeir voru svo víðsýnir og skynsamir að leyfa fólki að lifa sýnu lífi í friði að engin gerði uppreisn og engin stríð urðu í mörg hundruð ár og tækni og vísindum fleygt fram mun hraðar en gerðist í raun því það fóru engir peningar í stríð og ungt og efnilegt fólk lést ekki á vígvellinum heldur gat einbeitt sér að námi og við komist til tunglsins 400 árum fyrr en við gerðum. Eða þannig. Hvað ef saga eða „hjásaga“ Illugi sótti námskeið um Ef-sögu við Sagnfræði- og heimspekideild hjá Guðna Th. Jóhannessyni í Háskóla Íslands. Margar Flækjusögurnar hans eru innblásnar af þessum námskeiðum. Flækjusaga sem birtist á Heimildinni 9. febrúar 2022 15:17 · í umsjón: Illugi Jökulsson Hefðu Vandalar getað lent á tunglinu? Illugi Jökulsson telur að Gelimer konungur hefði kannski ekki átt að syrgja bróður sinn. Fyrir þá sem vilja frekar lesa þá birtist hún í Fréttablaðið 07.12.2013 Höfundur er friðarsinni og hernaðarandstæðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmunda G. Guðmundsdóttir Mest lesið Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Það eru stríð út um allan heim þó stríðið í Úkraínu og þjóðarmorðið á GASA sé mest í umræðunni, fjölda stríða í Afríku, ólgan í mið austurlöndum er áþreifanlega þessa daga svo er Kína og Bandaríkin alltaf með núning að ógleymdri púðurtunnunni Norður-Kóreu sem getur sprungið hvenær sem er. Ég þakka fyrir að búa á litla friðsama Íslandinu okkar fjarri þessu öllu en ég, og ekki þið heldur, get lokað augunum fyrir þessu öllu, við getum og megum ekki horfa undan og láta eins og þetta komi okkur ekki við bara af því að við höfum það gott. Fórnirnar eru miklar og er mannfall þar stærsti þátturinn, eyðilegging á landi og allir dýrmætu málmarnir sem þarf í stríðstól, kolefnissporið er mjög stórt bæði við framleiðslu stríðstóla og við notkun þeirra, allur tíminn, orkan og peningarnir sem fara í þessi tilgangslausu stríð sem bitna verst á saklausum borgurum og enginn græðir á nema vopnaframleiðendur kannski. En hvað EF? ef ekki þyrfti að eyða tíma og peningum í að finna upp fullkomnari vopn væri þá kannski búið að finna upp lækningu við mænuskaða, Alzheimer eða krabbameini? hefði ekki peningunum verið betur varið í það en drápstól? Hvað EF? Sá sem fyndi lækningu við krabbameini lægi undir rústum á GASA núna. Hvað EF? Í Sýrlandi lægi næsti „Albert Einstein“ í blóði sínu. Hvað EF? Úkraínumaðurinn sem kæmi okkur til fjarlægra stjarna hafi fallið núna um daginn. Hvað EF? Að sá sem hefði komið á alheimsfriði hafi verið myrtur í Súdan. Hvað EF? búið sé að drepa Rússann sem kæmi með hugmynd að orkugjafa framtíðar svo ekki þyrfti að virkja öll vötnin okkar, reisa þessar risastóru vindmyllur eða taka stór landsvæði undir Sólarsellur? Hvað EF? við jarðarbúar gætum haldið friðinn verið vinir og umburðarlynd, réttlát og umhyggjusöm, hugsið ykkur allt sem við gætum áorkað saman, fundið lausnir og lækningar, fundið vináttu og ást þvert á lönd og trúarbrögð. Hvað EF? já hugleiðum það aðeins. Við höfum ekki efni á að missa allt þetta fólk langt fyrir aldur fram og allir þeir sem hírast í flóttamannabúðum eða börnin á GASA sem fá enga menntun fá varla læknisþjónustu hvað þá mat, eiga ekki mikla von né bjarta framtíð að horfa til. Samhljómur menningarheima í samvinnu við fjölmörg félagasamtök og einstaklinga mun standa fyrir friðargjörningi sem felur í sér myndun mannlegs friðarmerkis á Klambratúni miðvikudaginn 2. október næstkomandi kl. 20.00 á fæðingardegi Mahatma Ghandi og jafnframt degi Sameinuðu þjóðanna fyrir tilveru án ofbeldis (Day of Non-Violence). Ég hef verið að hlusta og lesa Flækjusögur eftir Illuga á Heimildinni, margar þeirra eru svo kallaðar Hvað ef sögur eða „hjásögur“ sú sem ég hlustaði á í gær fjallar um Vandala og EF ákveðin atburður hefði ekki gerst með þeim hætti sem hann gerði hefur Vandalar ríkt í Afríku og héldu friðinn í Evrópu í margar aldir því þeir voru svo víðsýnir og skynsamir að leyfa fólki að lifa sýnu lífi í friði að engin gerði uppreisn og engin stríð urðu í mörg hundruð ár og tækni og vísindum fleygt fram mun hraðar en gerðist í raun því það fóru engir peningar í stríð og ungt og efnilegt fólk lést ekki á vígvellinum heldur gat einbeitt sér að námi og við komist til tunglsins 400 árum fyrr en við gerðum. Eða þannig. Hvað ef saga eða „hjásaga“ Illugi sótti námskeið um Ef-sögu við Sagnfræði- og heimspekideild hjá Guðna Th. Jóhannessyni í Háskóla Íslands. Margar Flækjusögurnar hans eru innblásnar af þessum námskeiðum. Flækjusaga sem birtist á Heimildinni 9. febrúar 2022 15:17 · í umsjón: Illugi Jökulsson Hefðu Vandalar getað lent á tunglinu? Illugi Jökulsson telur að Gelimer konungur hefði kannski ekki átt að syrgja bróður sinn. Fyrir þá sem vilja frekar lesa þá birtist hún í Fréttablaðið 07.12.2013 Höfundur er friðarsinni og hernaðarandstæðingur.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar