Scholes brjálaður: De Ligt geti ekkert og ten Hag þjálfi liðið varla Valur Páll Eiríksson skrifar 1. október 2024 13:02 Paul Scholes í leik með Manchester United á árum áður. Nordic Photos / Getty Images Paul Scholes, goðsögn hjá Manchester United, vandar Erik ten Hag, þjálfara liðsins, ekki kveðjurnar. Hann segir United-liðið óþjálfað og leikmannakaupin ekki góð. Hollenski varnarmaðurinn Matthijs de Ligt var keyptur til United fyrir 43 milljónir punda í sumar en hefur ekki farið frábærlega af stað. Scholes segir hann engu bæta við United-liðið. „Þegar þú kaupir leikmenn býstu við því að þeir séu töluvert betri en þeir sem þú ert með fyrir. Ég sé enga leikmenn sem bæta miklu við þetta lið,“ segir Scholes um kaup sumarsins en Joshua Zirkzee, Noussair Mazraoui og Manuel Ugarte voru einnig keyptir til Manchester. De Ligt geri ekkert fyrir liðið, sem Harry Maguire, sem var hjá United fyrir, geti ekki gert. „De Ligt hefur komið inn fyrir Maguire, en það er enginn munur þarna á,“ segir Scholes. Aðspurður um það hvort De Ligt væri þó betri en Maguire, segir Scholes: „Nei, alls ekki.“ United tapaði 3-0 fyrir Tottenham um helgina, sem var þriðji leikurinn í röð án sigurs. United á leik við Porto í Evrópudeildinni á fimmtudag og sækir liðið svo Aston Villa heim á sunnudaginn kemur. „Þú veist ekkert hvernig þetta lið ætlar að spila,“ segir Scholes. „Þú hefur ekki hugmynd um hvernig menn nálgast leiki, hvort þeir ætli að sækja hratt, liggja neðarlega eða reyna að halda í boltann. Við höfum enga hugmynd. Þetta lítur út eins og óþjálfað fótboltalið,“ segir Scholes sem virðist kenna ten Hag um ófarirnar. Mikil pressa hefur myndast í kringum hollenska þjálfarann en stjórn Manchester United er sögð standa við bak hans, enn sem komið er. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn NFL-stjarna dæmd fyrir þátt í hundaati Sport Fleiri fréttir Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Sjá meira
Hollenski varnarmaðurinn Matthijs de Ligt var keyptur til United fyrir 43 milljónir punda í sumar en hefur ekki farið frábærlega af stað. Scholes segir hann engu bæta við United-liðið. „Þegar þú kaupir leikmenn býstu við því að þeir séu töluvert betri en þeir sem þú ert með fyrir. Ég sé enga leikmenn sem bæta miklu við þetta lið,“ segir Scholes um kaup sumarsins en Joshua Zirkzee, Noussair Mazraoui og Manuel Ugarte voru einnig keyptir til Manchester. De Ligt geri ekkert fyrir liðið, sem Harry Maguire, sem var hjá United fyrir, geti ekki gert. „De Ligt hefur komið inn fyrir Maguire, en það er enginn munur þarna á,“ segir Scholes. Aðspurður um það hvort De Ligt væri þó betri en Maguire, segir Scholes: „Nei, alls ekki.“ United tapaði 3-0 fyrir Tottenham um helgina, sem var þriðji leikurinn í röð án sigurs. United á leik við Porto í Evrópudeildinni á fimmtudag og sækir liðið svo Aston Villa heim á sunnudaginn kemur. „Þú veist ekkert hvernig þetta lið ætlar að spila,“ segir Scholes. „Þú hefur ekki hugmynd um hvernig menn nálgast leiki, hvort þeir ætli að sækja hratt, liggja neðarlega eða reyna að halda í boltann. Við höfum enga hugmynd. Þetta lítur út eins og óþjálfað fótboltalið,“ segir Scholes sem virðist kenna ten Hag um ófarirnar. Mikil pressa hefur myndast í kringum hollenska þjálfarann en stjórn Manchester United er sögð standa við bak hans, enn sem komið er.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn NFL-stjarna dæmd fyrir þátt í hundaati Sport Fleiri fréttir Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Sjá meira