Sprengingar við ísraelska sendiráðið í Kaupmannahöfn Kjartan Kjartansson skrifar 2. október 2024 08:38 Vopnaðir lögreglumenn standa vörð við ísraelska sendiráðið í Kaupmannahöfn eftir sprengingarnar í morgun. Vísir/EPA Engan sakað í sprengingum við ísraelska sendiráðið í Kaupmannahöfn í nótt. Vopnaðir lögreglumenn gættu sendiráðsins eftir sprengingarnar á meðan rannsakendur leituðu að sönnunargögnum á vettvangi. Öryggisverðir sendiráðsins heyrðu tvær sprengingar um klukkan 3:20 að staðartíma í nótt, um 1:20 að íslenskum tíma, samkvæmt upplýsingum lögreglunnar í Kaupmannahöfn. Sendiráðið er staðsett í norðanverðri borginni ásamt fleiri sendiráðum erlendra ríkja. Lögreglan treystir sér enn ekki til að segja hversu stórar sprengingarnar voru. Þær séu meðal annars rannsakaðar út frá þeirri staðreynd að þær áttu sér stað rétt við ísraelska sendiráðið. Stórt svæði í kringum vettvanginn hefur verið girt af, að sögn danska ríkisútvarpsins. Mikil spenna er nú fyrir botni Miðjarðarhafs vegna hernaðaraðgerða 'Ísraela á Gasaströndinni og í Líbanon. Írönsk flugskeyti hæfðu Ísrael í gærkvöldi og nótt en fregnir af mögulegum manntjóni þar hafa enn ekki borist. Ísraelsk stjórnvöld hafa heitið hefndum. Peter Hummelgaard, dómsmálaráðherra Danmerkur, segir of snemmt að segja nokkuð til um tilefni sprenginganna en stjórnvöld taki þær grafalvarlega. Öryggisviðbúnaður við stofnanir gyðinga í Danmerkur hafi verið aukinn eftir þær. Starfsfólkið slegið Í yfirlýsingu frá ísraelska sendiráðinu í Danmerku segir að starfsfólk þess sé slegið vegna sprenginganna. Það hafi fulla trú á rannsókn dönsku lögreglunnar á þeim. Gyðingaskólinn Karólínuskólinn sem er í næsta nágrenni sendiráðsins verður lokaður í dag vegna sprenginganna í nótt. Sprengingarnar í Kaupmannahöfn koma beint í kjölfar frétta af skothríð við ísraelska sendiráðið í Stokkhólmi í gær. Meiriháttar lögregluaðgerð fór þar í gang eftir að tilkynnt var um að skotum hefði verið hleypt af þar. Lögreglumenn fundu skotvopn og tóm skothylki við sendiráðið, að sögn sænsku sjónvarpsstöðvarinnar TV4. Sprengjusveit sænsku lögreglunnar aftengdi það sem var lýst sem hættulegum hlut fyrir utan ísraelska sendiráðið í janúar, að sögn Reuters. Danmörk Ísrael Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Sjá meira
Öryggisverðir sendiráðsins heyrðu tvær sprengingar um klukkan 3:20 að staðartíma í nótt, um 1:20 að íslenskum tíma, samkvæmt upplýsingum lögreglunnar í Kaupmannahöfn. Sendiráðið er staðsett í norðanverðri borginni ásamt fleiri sendiráðum erlendra ríkja. Lögreglan treystir sér enn ekki til að segja hversu stórar sprengingarnar voru. Þær séu meðal annars rannsakaðar út frá þeirri staðreynd að þær áttu sér stað rétt við ísraelska sendiráðið. Stórt svæði í kringum vettvanginn hefur verið girt af, að sögn danska ríkisútvarpsins. Mikil spenna er nú fyrir botni Miðjarðarhafs vegna hernaðaraðgerða 'Ísraela á Gasaströndinni og í Líbanon. Írönsk flugskeyti hæfðu Ísrael í gærkvöldi og nótt en fregnir af mögulegum manntjóni þar hafa enn ekki borist. Ísraelsk stjórnvöld hafa heitið hefndum. Peter Hummelgaard, dómsmálaráðherra Danmerkur, segir of snemmt að segja nokkuð til um tilefni sprenginganna en stjórnvöld taki þær grafalvarlega. Öryggisviðbúnaður við stofnanir gyðinga í Danmerkur hafi verið aukinn eftir þær. Starfsfólkið slegið Í yfirlýsingu frá ísraelska sendiráðinu í Danmerku segir að starfsfólk þess sé slegið vegna sprenginganna. Það hafi fulla trú á rannsókn dönsku lögreglunnar á þeim. Gyðingaskólinn Karólínuskólinn sem er í næsta nágrenni sendiráðsins verður lokaður í dag vegna sprenginganna í nótt. Sprengingarnar í Kaupmannahöfn koma beint í kjölfar frétta af skothríð við ísraelska sendiráðið í Stokkhólmi í gær. Meiriháttar lögregluaðgerð fór þar í gang eftir að tilkynnt var um að skotum hefði verið hleypt af þar. Lögreglumenn fundu skotvopn og tóm skothylki við sendiráðið, að sögn sænsku sjónvarpsstöðvarinnar TV4. Sprengjusveit sænsku lögreglunnar aftengdi það sem var lýst sem hættulegum hlut fyrir utan ísraelska sendiráðið í janúar, að sögn Reuters.
Danmörk Ísrael Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Sjá meira