Venus skellti Skagamönnum á botninn Þórarinn Þórarinsson skrifar 2. október 2024 10:52 ÍA og Venus börðust á botni Ljósleiðaradeildarinnar í gærkvöld en eftir ágætis byrjun skellti Venus Skagamönnum harkalega í þriðja leik. Fimmta umferð Ljósleiðaradeildarinnar í Counter Strike hófst í gærkvöld með tveimur leikjum þar sem Höttur sigraði Ármann 2-0 og ÍA tapaði í botnbaráttuleik fyrir Venus 1-2. Tómas Jóhannsson og Jón Þór Hermannsson lýstu viðureign ÍA og Venus í beinni útsendingu en áður en leikar hófust hafði hvorugt liðið unnið leik í deildinni. Þeir félagar töluðu því um sannkallaða botnbaráttu og hölluðu sér báðir heldur að ÍA í byrjun. ÍA fór enda vel af stað og vann fyrsta leikinn en Venus tók hraustlega á móti í öðrum leiknum þannig að staðan var 1-1 fyrir þriðja og síðasta leikinn. Þar reyndust Skagamenn hins vegar ekki eiga séns og Venus valtaði yfir þá 4-13. Tómas og Jón Þór sögðu ÍA beinlínis niðurlægt og liðið situr nú í neðsta sæti Ljósleiðaradeildarinnar með 0 stig. Dusty, Þór og Ármann eru enn í þremur efstu sætunum en margt getur breyst á toppnum á fimmtudaginn þegar umferðin klárast með leikjum Dusty og Veca, Kano á móti Þór og viðureign Sögu og Rafík sem þeir Tómas og Jón Þór ætla að lýsa í beinni útsendingu. Staðan í Ljósleiðaradeildinni eftir tvo leiki í 5. umferð er þannig að Dusty er enn á toppnum og ÍA rekur lestina í 10. sæti. Rafíþróttir Tengdar fréttir Dusty aftur á toppinn eftir 4. umferð Fjórðu umferð Ljósleiðaradeildarinnar í Counter Strike lauk í gærkvöld með þremur leikjum þar sem Dusty sigraði Rafík 2-0, Saga lagði Kano 2-1 og Þór hafði betur gegn ÍA 2-0. 27. september 2024 09:44 Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn
Tómas Jóhannsson og Jón Þór Hermannsson lýstu viðureign ÍA og Venus í beinni útsendingu en áður en leikar hófust hafði hvorugt liðið unnið leik í deildinni. Þeir félagar töluðu því um sannkallaða botnbaráttu og hölluðu sér báðir heldur að ÍA í byrjun. ÍA fór enda vel af stað og vann fyrsta leikinn en Venus tók hraustlega á móti í öðrum leiknum þannig að staðan var 1-1 fyrir þriðja og síðasta leikinn. Þar reyndust Skagamenn hins vegar ekki eiga séns og Venus valtaði yfir þá 4-13. Tómas og Jón Þór sögðu ÍA beinlínis niðurlægt og liðið situr nú í neðsta sæti Ljósleiðaradeildarinnar með 0 stig. Dusty, Þór og Ármann eru enn í þremur efstu sætunum en margt getur breyst á toppnum á fimmtudaginn þegar umferðin klárast með leikjum Dusty og Veca, Kano á móti Þór og viðureign Sögu og Rafík sem þeir Tómas og Jón Þór ætla að lýsa í beinni útsendingu. Staðan í Ljósleiðaradeildinni eftir tvo leiki í 5. umferð er þannig að Dusty er enn á toppnum og ÍA rekur lestina í 10. sæti.
Rafíþróttir Tengdar fréttir Dusty aftur á toppinn eftir 4. umferð Fjórðu umferð Ljósleiðaradeildarinnar í Counter Strike lauk í gærkvöld með þremur leikjum þar sem Dusty sigraði Rafík 2-0, Saga lagði Kano 2-1 og Þór hafði betur gegn ÍA 2-0. 27. september 2024 09:44 Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn
Dusty aftur á toppinn eftir 4. umferð Fjórðu umferð Ljósleiðaradeildarinnar í Counter Strike lauk í gærkvöld með þremur leikjum þar sem Dusty sigraði Rafík 2-0, Saga lagði Kano 2-1 og Þór hafði betur gegn ÍA 2-0. 27. september 2024 09:44