Rafmagnsleysi á stórum hluta landsins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. október 2024 13:32 Eins og sjá má nær rafmagnsleysið yfir stóran hluta landsins. RARIK Víðtækt rafmagnsleysi allt frá Vesturlandi um Norðurland og austur á firði stendur yfir. Ástæðuna má rekja til truflunar á flutningskerfi Landsnets í kjölfar útleysingar hjá Norðuráli. Truflunin varð klukkan 12:25 samkvæmt tilkynningu frá Rafmagnsveitum ríkisins. Varðst þú fyrir rafmagnsleysi? Hafði það áhrif á þitt daglega líf? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is.. „Þessi truflun hafði áhrif á víðfeðm svæði, þar með talin Glerárskógar á Vesturlandi, Norðurland og austur á firði, sem leiddu til rafmagnsleysis. Landsnet og RARIK vinna nú að greiningu á orsökum truflunarinnar og enduruppbyggingu kerfisins. Mikil eftirspurn er eftir þjónustu símkerfis RARIK vegna þessa atviks, og við biðjum viðskiptavini um þolinmæði meðan unnið er að því að koma rafmagni á aftur. “ Úr öryggismyndavélakerfi Vaðlaheiðarganga. Rafmagnsleysið hefur meðal annars haft áhrif á lýsingu í Vaðlaheiðargöngum. Þar er skert lýsing og fólk hvatt til að aka varlega og hafa kveikt á ljósum sínum sem fyrr. Íbúar á Grenivík, Ólafsfirði, Langanesbyggð og Húsavík segja frá rafmagnsleysi í sinni byggð í athugasemdum við Facebook-færslu Vaðlaheiðarganga. Uppfært klukkan 13:43 Steinunn Þorsteinsdóttir upplýsingafulltrúi Landsnets segir að uppbygging kerfisins gangi vel og vonandi styttist í að allir verði komnir með rafmagn. Hún segir ekki meira liggja fyrir um upptök rafmagnleysisins en að högg hafi komið á flutningskerfið og kerfið á þeim svæðum sem datt út ekki ráðið við álagið. Góðan dag. Eftirfarandi er fréttatilkynning frá RARIK vegna truflana og rafmagnsleysis í flutningskerfi Landsnets sem hafði áhrif mjög víða. Um klukkan 12:25 varð truflun á flutningskerfi Landsnets vegna útleysingar hjá Norðuráli. Áhrifa af þessu gætti víða og rafmagnslaust varð frá Glerárskógum á Vesturlandi, á Norðurlandi og austur á firði. Landsnet og RARIK vinna að greiningu á trufluninni og því að byggja kerfið upp aftur og þegar hefur rafmagni verið komið á í Dalabyggð, Hrútatungu, Blöndósi og Skagaströnd. Kort af áhrifasvæði bilunarinnar er meðfylgjandi. Ekki varð rafmagnslaust á öllu svæðinu sem meðfylgjandi kort sýnir heldur gætti þar áhrifa frá höggi í flutningskerfinu og t.d. eyðilögðust mælar og heimilistæki í einhverjum tilfellum. Verst urðu áhrifin á svæðinu frá Búðardal og austur að Vopnafirði. Stjórnstöð RARIK vinnur sem stendur að því að byggja flutningskerfið upp aftur og koma á rafmagni þar sem það fór af. Mikil eftirspurn er eftir þjónustu símkerfis RARIK vegna þessa atviks og eru viðskiptavinir beðnir um að sýna þolinmæði meðan unnið er að því að koma rafmagninu á aftur. Þegar búast má við rafmagnstruflunum er ráðlegt að slökkva á þeim rafmagnstækjum, sem slökkva ekki á sér sjálf þegar rafmagni slær út og sem geta valdið tjóni þegar rafmagn kemur á að nýju. Þetta á meðal annars við um eldavélar og fleiri hitunartæki en einnig er ráðlegt að slökkva á viðkvæmum tækjum á borð við sjónvörp. Þá hefur reynst mörgum vel að eiga vasaljós að grípa til því farsímaljós eru fljót að tæma farsímarafhlöður. RARIK minnir einnig á að rafmagnsleysi getur haft áhrif á fjarskipti og ýmsa þjónustu sem er háð rafmagni. Fylgjast má með frekari tilkynningum á rarik.is/rof og rarik.is/tilkynningar og á Facebook-síðu RARIK sem verður uppfærð eftir því sem frekari upplýsingar berast. Uppfært klukkan 14:24 Rafmagn er komið á að nýju. Orkumál Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Truflunin varð klukkan 12:25 samkvæmt tilkynningu frá Rafmagnsveitum ríkisins. Varðst þú fyrir rafmagnsleysi? Hafði það áhrif á þitt daglega líf? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is.. „Þessi truflun hafði áhrif á víðfeðm svæði, þar með talin Glerárskógar á Vesturlandi, Norðurland og austur á firði, sem leiddu til rafmagnsleysis. Landsnet og RARIK vinna nú að greiningu á orsökum truflunarinnar og enduruppbyggingu kerfisins. Mikil eftirspurn er eftir þjónustu símkerfis RARIK vegna þessa atviks, og við biðjum viðskiptavini um þolinmæði meðan unnið er að því að koma rafmagni á aftur. “ Úr öryggismyndavélakerfi Vaðlaheiðarganga. Rafmagnsleysið hefur meðal annars haft áhrif á lýsingu í Vaðlaheiðargöngum. Þar er skert lýsing og fólk hvatt til að aka varlega og hafa kveikt á ljósum sínum sem fyrr. Íbúar á Grenivík, Ólafsfirði, Langanesbyggð og Húsavík segja frá rafmagnsleysi í sinni byggð í athugasemdum við Facebook-færslu Vaðlaheiðarganga. Uppfært klukkan 13:43 Steinunn Þorsteinsdóttir upplýsingafulltrúi Landsnets segir að uppbygging kerfisins gangi vel og vonandi styttist í að allir verði komnir með rafmagn. Hún segir ekki meira liggja fyrir um upptök rafmagnleysisins en að högg hafi komið á flutningskerfið og kerfið á þeim svæðum sem datt út ekki ráðið við álagið. Góðan dag. Eftirfarandi er fréttatilkynning frá RARIK vegna truflana og rafmagnsleysis í flutningskerfi Landsnets sem hafði áhrif mjög víða. Um klukkan 12:25 varð truflun á flutningskerfi Landsnets vegna útleysingar hjá Norðuráli. Áhrifa af þessu gætti víða og rafmagnslaust varð frá Glerárskógum á Vesturlandi, á Norðurlandi og austur á firði. Landsnet og RARIK vinna að greiningu á trufluninni og því að byggja kerfið upp aftur og þegar hefur rafmagni verið komið á í Dalabyggð, Hrútatungu, Blöndósi og Skagaströnd. Kort af áhrifasvæði bilunarinnar er meðfylgjandi. Ekki varð rafmagnslaust á öllu svæðinu sem meðfylgjandi kort sýnir heldur gætti þar áhrifa frá höggi í flutningskerfinu og t.d. eyðilögðust mælar og heimilistæki í einhverjum tilfellum. Verst urðu áhrifin á svæðinu frá Búðardal og austur að Vopnafirði. Stjórnstöð RARIK vinnur sem stendur að því að byggja flutningskerfið upp aftur og koma á rafmagni þar sem það fór af. Mikil eftirspurn er eftir þjónustu símkerfis RARIK vegna þessa atviks og eru viðskiptavinir beðnir um að sýna þolinmæði meðan unnið er að því að koma rafmagninu á aftur. Þegar búast má við rafmagnstruflunum er ráðlegt að slökkva á þeim rafmagnstækjum, sem slökkva ekki á sér sjálf þegar rafmagni slær út og sem geta valdið tjóni þegar rafmagn kemur á að nýju. Þetta á meðal annars við um eldavélar og fleiri hitunartæki en einnig er ráðlegt að slökkva á viðkvæmum tækjum á borð við sjónvörp. Þá hefur reynst mörgum vel að eiga vasaljós að grípa til því farsímaljós eru fljót að tæma farsímarafhlöður. RARIK minnir einnig á að rafmagnsleysi getur haft áhrif á fjarskipti og ýmsa þjónustu sem er háð rafmagni. Fylgjast má með frekari tilkynningum á rarik.is/rof og rarik.is/tilkynningar og á Facebook-síðu RARIK sem verður uppfærð eftir því sem frekari upplýsingar berast. Uppfært klukkan 14:24 Rafmagn er komið á að nýju.
Varðst þú fyrir rafmagnsleysi? Hafði það áhrif á þitt daglega líf? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is..
Góðan dag. Eftirfarandi er fréttatilkynning frá RARIK vegna truflana og rafmagnsleysis í flutningskerfi Landsnets sem hafði áhrif mjög víða. Um klukkan 12:25 varð truflun á flutningskerfi Landsnets vegna útleysingar hjá Norðuráli. Áhrifa af þessu gætti víða og rafmagnslaust varð frá Glerárskógum á Vesturlandi, á Norðurlandi og austur á firði. Landsnet og RARIK vinna að greiningu á trufluninni og því að byggja kerfið upp aftur og þegar hefur rafmagni verið komið á í Dalabyggð, Hrútatungu, Blöndósi og Skagaströnd. Kort af áhrifasvæði bilunarinnar er meðfylgjandi. Ekki varð rafmagnslaust á öllu svæðinu sem meðfylgjandi kort sýnir heldur gætti þar áhrifa frá höggi í flutningskerfinu og t.d. eyðilögðust mælar og heimilistæki í einhverjum tilfellum. Verst urðu áhrifin á svæðinu frá Búðardal og austur að Vopnafirði. Stjórnstöð RARIK vinnur sem stendur að því að byggja flutningskerfið upp aftur og koma á rafmagni þar sem það fór af. Mikil eftirspurn er eftir þjónustu símkerfis RARIK vegna þessa atviks og eru viðskiptavinir beðnir um að sýna þolinmæði meðan unnið er að því að koma rafmagninu á aftur. Þegar búast má við rafmagnstruflunum er ráðlegt að slökkva á þeim rafmagnstækjum, sem slökkva ekki á sér sjálf þegar rafmagni slær út og sem geta valdið tjóni þegar rafmagn kemur á að nýju. Þetta á meðal annars við um eldavélar og fleiri hitunartæki en einnig er ráðlegt að slökkva á viðkvæmum tækjum á borð við sjónvörp. Þá hefur reynst mörgum vel að eiga vasaljós að grípa til því farsímaljós eru fljót að tæma farsímarafhlöður. RARIK minnir einnig á að rafmagnsleysi getur haft áhrif á fjarskipti og ýmsa þjónustu sem er háð rafmagni. Fylgjast má með frekari tilkynningum á rarik.is/rof og rarik.is/tilkynningar og á Facebook-síðu RARIK sem verður uppfærð eftir því sem frekari upplýsingar berast.
Orkumál Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira