Trúir ekki skýringum og tippar á rifrildi við Rashford Sindri Sverrisson skrifar 4. október 2024 11:09 Marcus Rashford skoraði í Portúgal í gærkvöld en var svo tekinn af velli eftir fyrri hálfleik. Getty/Eric Verhoeven Það vakti furðu margra að Marcus Rashford skyldi ekki mæta til leiks í seinni hálfleik, með Manchester United gegn Porto í Portúgal í gær, eftir að hafa skorað fyrsta mark leiksins. Erik ten Hag segir ekki um meiðsli að ræða. United komst í 2-0 á fyrstu tuttugu mínútum leiksins, með mörkum frá Rashford og Rasmus Höjlund, en Porto var búið að jafna á 34. mínútu. Leikurinn endaði svo 3-3, með jöfnunarmarki Harry Maguire í blálokin, þrátt fyrir rautt spjald Bruno Fernandes á 81. mínútu. United hefur því gert tvö jafntefli í fyrstu leikjum sínum í Evrópudeildinni. Alejandro Garnacho kom inn á fyrir Rashford í upphafi seinni hálfleiks og Ten Hag sagði það nauðsynlegt með tilliti til leiksins við Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni á sunnudag. „Við verðum að rótera. Við byrjuðum ekki með Garnacho inn á en hann hefur átt góða leiktíð. Við eigum annan erfiðan leik á sunnudag svo við þurfum á því að halda að menn séu ferskir. Það er stutt í leikinn við Villa-menn, sem fá að hvíla sig degi lengur, og við vorum að spila útileik,“ sagði Ten Hag á TNT Sports. Don Hutchison, sérfræðingur TNT Sports, tók lítið mark á þessum útskýringum. „Ég kaupi þetta ekki,“ sagði Hutchison. „Marcus Rashford var að spila virkilega vel og var beittur í fyrri hálfleiknum. Ætlið þið þá að segja mér að í stöðunni 2-2 hafi hann verið tekinn af velli því Ten Hag sé með augun á Villa-leiknum? Ef þú ert 2-0 eða 3-0 yfir þá kannski tekurðu menn af velli til að hlífa þeim, á leið í leikinn við Villa. Það er skiljanlegt. En þegar leikurinn er jafn, 2-2, og þeta er stórleikur, þá trúi ég ekki þessari skýringu. Þess vegna velti ég fyrir mér hvort það hafi verið einhver ágreiningur eða rifrildi í klefanum í hálfleik. Það getur gerst. Ég hallast að því. Mér gæti skjátlast en ég hallast að því,“ sagði Hutchison. Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Frank Mill er látinn Fótbolti Fleiri fréttir Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sjá meira
United komst í 2-0 á fyrstu tuttugu mínútum leiksins, með mörkum frá Rashford og Rasmus Höjlund, en Porto var búið að jafna á 34. mínútu. Leikurinn endaði svo 3-3, með jöfnunarmarki Harry Maguire í blálokin, þrátt fyrir rautt spjald Bruno Fernandes á 81. mínútu. United hefur því gert tvö jafntefli í fyrstu leikjum sínum í Evrópudeildinni. Alejandro Garnacho kom inn á fyrir Rashford í upphafi seinni hálfleiks og Ten Hag sagði það nauðsynlegt með tilliti til leiksins við Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni á sunnudag. „Við verðum að rótera. Við byrjuðum ekki með Garnacho inn á en hann hefur átt góða leiktíð. Við eigum annan erfiðan leik á sunnudag svo við þurfum á því að halda að menn séu ferskir. Það er stutt í leikinn við Villa-menn, sem fá að hvíla sig degi lengur, og við vorum að spila útileik,“ sagði Ten Hag á TNT Sports. Don Hutchison, sérfræðingur TNT Sports, tók lítið mark á þessum útskýringum. „Ég kaupi þetta ekki,“ sagði Hutchison. „Marcus Rashford var að spila virkilega vel og var beittur í fyrri hálfleiknum. Ætlið þið þá að segja mér að í stöðunni 2-2 hafi hann verið tekinn af velli því Ten Hag sé með augun á Villa-leiknum? Ef þú ert 2-0 eða 3-0 yfir þá kannski tekurðu menn af velli til að hlífa þeim, á leið í leikinn við Villa. Það er skiljanlegt. En þegar leikurinn er jafn, 2-2, og þeta er stórleikur, þá trúi ég ekki þessari skýringu. Þess vegna velti ég fyrir mér hvort það hafi verið einhver ágreiningur eða rifrildi í klefanum í hálfleik. Það getur gerst. Ég hallast að því. Mér gæti skjátlast en ég hallast að því,“ sagði Hutchison.
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Frank Mill er látinn Fótbolti Fleiri fréttir Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sjá meira