Kallað í Óskar vegna óvissu um Kristian Sindri Sverrisson skrifar 4. október 2024 17:02 Óskar Borgþórsson skoraði mark Íslands gegn Wales í síðasta leik U21-landsliðsins, í september. vísir/Anton Óskar Borgþórsson, leikmaður Sogndal í Noregi, hefur verið kallaður inn í U21-landsliðið í fótbolta fyrir leikina mikilvægu við Litháen og Danmörku í undankeppni EM. Óvissa ríkir um þátttöku Kristians Hlynssonar, miðjumanns Ajax, í leikjunum og því ákvað Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari U21-landsliðsins, að kalla í Óskar. Vegna óvissu með þátttöku Kristians Hlynssonar í komandi leikjum U21 landsliðs karla við Litháen og Danmörku hefur Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari íslenska liðsins, kallað Óskar Borgþórssson, leikmann Sogndal, inn í hópinn. pic.twitter.com/SVNuoCkH4h— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 4, 2024 Kristian var ekki valinn í A-landsliðið og sagði Åge Hareide það vegna þess að hann hefði ekki spilað nógu mikið að undanförnu. „Kristian glímdi við minniháttar meiðsli í aðdraganda síðustu landsleikja [í september]. Hann hefur ekki verið að spila mikið með Ajax. Hann þarf að byggja sig upp aftur svo kannski væri best að hann spili með U21-landsliðinu, til að fá mínútur í lappirnar. Svo verðum við að sjá hvort hann ráði við það. Ég ræddi við hann, á leið með Ajax í Evrópukeppni, og vonandi fær hann mínútur þar og leiki með U21-landsliðinu. Það er mikilvægt fyrir okkur,“ sagði Hareide. Kristian spilaði svo þennan Evrópuleik, sem var gegn Slavia Prag á útivelli, en meiddist í leiknum. Óskar skoraði eina mark Íslands í 2-1 tapinu gegn Wales í síðasta leik U21-landsliðsins, þrátt fyrir að hafa komið inn á þegar aðeins örfáar mínútur voru eftir af leiknum. Hann kom einnig inn á í 4-2 sigrinum gegn Danmörku nokkrum dögum fyrr en lék þá tæpan hálftíma. Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Kristian ekki spilað nóg en fer í U21 Kristian Nökkvi Hlynsson, miðjumaður Ajax, er í U21-landsliðshópnum fyrir komandi leiki í undankeppni EM eftir að hafa ekki verið valinn í A-landsliðið sem spilar á sama tíma. 2. október 2024 14:47 Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Sjá meira
Óvissa ríkir um þátttöku Kristians Hlynssonar, miðjumanns Ajax, í leikjunum og því ákvað Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari U21-landsliðsins, að kalla í Óskar. Vegna óvissu með þátttöku Kristians Hlynssonar í komandi leikjum U21 landsliðs karla við Litháen og Danmörku hefur Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari íslenska liðsins, kallað Óskar Borgþórssson, leikmann Sogndal, inn í hópinn. pic.twitter.com/SVNuoCkH4h— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 4, 2024 Kristian var ekki valinn í A-landsliðið og sagði Åge Hareide það vegna þess að hann hefði ekki spilað nógu mikið að undanförnu. „Kristian glímdi við minniháttar meiðsli í aðdraganda síðustu landsleikja [í september]. Hann hefur ekki verið að spila mikið með Ajax. Hann þarf að byggja sig upp aftur svo kannski væri best að hann spili með U21-landsliðinu, til að fá mínútur í lappirnar. Svo verðum við að sjá hvort hann ráði við það. Ég ræddi við hann, á leið með Ajax í Evrópukeppni, og vonandi fær hann mínútur þar og leiki með U21-landsliðinu. Það er mikilvægt fyrir okkur,“ sagði Hareide. Kristian spilaði svo þennan Evrópuleik, sem var gegn Slavia Prag á útivelli, en meiddist í leiknum. Óskar skoraði eina mark Íslands í 2-1 tapinu gegn Wales í síðasta leik U21-landsliðsins, þrátt fyrir að hafa komið inn á þegar aðeins örfáar mínútur voru eftir af leiknum. Hann kom einnig inn á í 4-2 sigrinum gegn Danmörku nokkrum dögum fyrr en lék þá tæpan hálftíma.
Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Kristian ekki spilað nóg en fer í U21 Kristian Nökkvi Hlynsson, miðjumaður Ajax, er í U21-landsliðshópnum fyrir komandi leiki í undankeppni EM eftir að hafa ekki verið valinn í A-landsliðið sem spilar á sama tíma. 2. október 2024 14:47 Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Sjá meira
Kristian ekki spilað nóg en fer í U21 Kristian Nökkvi Hlynsson, miðjumaður Ajax, er í U21-landsliðshópnum fyrir komandi leiki í undankeppni EM eftir að hafa ekki verið valinn í A-landsliðið sem spilar á sama tíma. 2. október 2024 14:47