Næstu vikur gríðarlega mikilvægar fyrir Ten Hag Aron Guðmundsson skrifar 7. október 2024 09:28 Erik ten Hag er knattspyrnustjóri Manchester United Vísir/Getty Í skugga verstu byrjunar Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í sögunni á yfirstandandi tímabili er pressan farin að verða meiri og meiri á knattspyrnustjóranum Erik ten Hag. Fyrrum leikmaður Manchester United segir næstu vikur gríðarlega mikilvægar fyrir Hollendinginn. Manchester United stöðvaði blæðinguna í ensku úrvalsdeildinni með markalausu jafntefli á útivelli gegn Aston Villa um nýliðna helgi. Úrslit sem að stuðningsmenn hefðu tekið fyrir leik að mati Gary Neville. Rauðu djöflarnir hafa nú aðeins unnið þrjá leiki af fyrstu tíu í ensku úrvalsdeildinni á yfirstandandi tímabili og sitja með átta stig af tuttugu og einu stigi mögulegu. „Þetta er lítið skref fram á við,“ segir Neville á Sky Sports um úrslitin hjá Manchester United um nýliðna helgi. „Eftir leik sér maður léttinn hjá Erik ten Hag vegna þess að þessi úrslit kaupa honum tíma næstu vikurnar.“ Þrátt fyrir þessi úrslit hefur Manchester United aldrei byrjað tímabil í ensku úrvalsdeildinni eins illa og núna en fyrir tímabilið var samningur Ten Hag við félagið endurnýjaður. Mennirnir sem tóku þá ákvörðun. Fulltrúar INEOS samsteypunnar auk framkvæmdastjórans Omar Berrada sem og yfirmanni knattspyrnumála Dan Ashworth voru allir á Villa Park um helgina. Neville segir það alveg ljóst að þessir menn munu ekki vilja semja um starfslok við Ten Hag á næstunni þegar svo stutt er frá því að hann framlengdi samning sinn. „Þeir vilja af fremsta megni reyna að komast hjá slíkri ákvörðun á þessu tímabili. Ekkert félag vill fara í knattspyrnustjóra breytingar á miðju tímabili...Félagið tók þá ákvörðun að treysta Ten Hag fyrir verkinu. Nú verða forráðamenn þess bara að bíða og vona að gæfan verði þeim hliðholl næstu vikurnar.“ Nú tekur við landsleikjahlé í öllum helstu deildum Evrópu. Svo hefst keppni aftur í deildunum áður en að annað landsleikjahlé tekur við um miðbik nóvember. „Ef Manchester United verður áfram í 13. eða 14.sæti í ensku úrvalsdeildinni þá tel ég að pressan verði orðin gífurleg. Næstu vikur eru gríðarlega mikilvægar upp á það að gera að Manchester United nái skriðþunga og að Ten Hag haldi starfi sínu.“ Segir Neville og hann bendir á að enginn stuðningsmaður Manchester United vilji sjá Erik Ten Hag rekinn. „Það myndi bara verða framhald á þeirri stöðu sem hefur verið ríkjandi hjá Manchester United undanfarin tíu til tólf ár.“ Enski boltinn Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sjá meira
Manchester United stöðvaði blæðinguna í ensku úrvalsdeildinni með markalausu jafntefli á útivelli gegn Aston Villa um nýliðna helgi. Úrslit sem að stuðningsmenn hefðu tekið fyrir leik að mati Gary Neville. Rauðu djöflarnir hafa nú aðeins unnið þrjá leiki af fyrstu tíu í ensku úrvalsdeildinni á yfirstandandi tímabili og sitja með átta stig af tuttugu og einu stigi mögulegu. „Þetta er lítið skref fram á við,“ segir Neville á Sky Sports um úrslitin hjá Manchester United um nýliðna helgi. „Eftir leik sér maður léttinn hjá Erik ten Hag vegna þess að þessi úrslit kaupa honum tíma næstu vikurnar.“ Þrátt fyrir þessi úrslit hefur Manchester United aldrei byrjað tímabil í ensku úrvalsdeildinni eins illa og núna en fyrir tímabilið var samningur Ten Hag við félagið endurnýjaður. Mennirnir sem tóku þá ákvörðun. Fulltrúar INEOS samsteypunnar auk framkvæmdastjórans Omar Berrada sem og yfirmanni knattspyrnumála Dan Ashworth voru allir á Villa Park um helgina. Neville segir það alveg ljóst að þessir menn munu ekki vilja semja um starfslok við Ten Hag á næstunni þegar svo stutt er frá því að hann framlengdi samning sinn. „Þeir vilja af fremsta megni reyna að komast hjá slíkri ákvörðun á þessu tímabili. Ekkert félag vill fara í knattspyrnustjóra breytingar á miðju tímabili...Félagið tók þá ákvörðun að treysta Ten Hag fyrir verkinu. Nú verða forráðamenn þess bara að bíða og vona að gæfan verði þeim hliðholl næstu vikurnar.“ Nú tekur við landsleikjahlé í öllum helstu deildum Evrópu. Svo hefst keppni aftur í deildunum áður en að annað landsleikjahlé tekur við um miðbik nóvember. „Ef Manchester United verður áfram í 13. eða 14.sæti í ensku úrvalsdeildinni þá tel ég að pressan verði orðin gífurleg. Næstu vikur eru gríðarlega mikilvægar upp á það að gera að Manchester United nái skriðþunga og að Ten Hag haldi starfi sínu.“ Segir Neville og hann bendir á að enginn stuðningsmaður Manchester United vilji sjá Erik Ten Hag rekinn. „Það myndi bara verða framhald á þeirri stöðu sem hefur verið ríkjandi hjá Manchester United undanfarin tíu til tólf ár.“
Enski boltinn Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sjá meira