Dunne telur að Heimir gæti misst starfið strax Sindri Sverrisson skrifar 8. október 2024 12:02 Heimir Hallgrímsson er undir mikilli pressu að mati Richard Dunne, sem á sínum tíma lék 80 A-landsleiki. Samsett/Getty Dagar Heimis Hallgrímssonar sem landsliðsþjálfari Írlands í fótbolta gætu verið taldir síðar í þessum mánuði, aðeins þremur mánuðum eftir að hann var ráðinn, að mati fyrrverandi landsliðsmanns Íra. Gamla Manchester City-varnartröllið Richard Dunne tjáði sig um Heimi og stöðu hans í aðdraganda leikjanna við Finnland og Grikkland í Þjóðadeild UEFA, 10. og 13. október. Heimir hefur aðeins stýrt Írum í tveimur leikjum en þeir töpuðust báðir, 2-0 á heimavelli gegn Englandi og Grikklandi, sem er svo sem í samræmi við gengi Íra síðustu misseri. Heimir hefur bent á að svo virðist sem írska landsliðstreyjan sé of þung byrði fyrir leikmenn, og þeir nái ekki að njóta sín eins og þeir ættu að gera, en spurningin er hvort það breytist í Finnlandi á fimmtudaginn. Tapist sá leikur og leikurinn við Grikki telur Dunne að Heimir verði mögulega látinn fara, og að aðstoðarþjálfarinn John O‘Shea sé væntanlega klár í að taka aftur við sem aðalþjálfari. Segir Heimi finna fyrir pressunni „Ég held að Heimir Hallgrímsson finni nú þegar fyrir pressunni sem fylgir því að þjálfa Írland. Hann er með smá svigrúm vegna þess hve lengi írska knattspyrnusambandið var að finna stjóra, en ef þeir vinna hvorugan leikjanna við Finnland og Grikkland þá tel ég mögulegt að þeir fái nýjan mann inn,“ sagði Dunne við BetVictor, samkvæmt frétt Irish Mirror. „Það kæmi mér verulega á óvart ef að John O‘Shea væri ekki tilbúinn að taka við ef þess væri óskað, miðað við hvernig hann var þegar hann tók við liðinu [innsk.: tímabundið síðasta vetur],“ sagði Dunne sem telur Heimi þurfa að stilla betur saman strengi í írska liðinu. „Hann þarf að setja saman lið sem að stuðningsmenn virða og geta verið stoltir af. Við lítum ekki enn út eins og lið, og það er hlutverk stjórans að sjá til þess að við virðumst ekki vera ósamstilltir. Það vantar upp á skipulagið. Þetta eru tveir stórir leikir fyrir Hallgrímsson,“ sagði Dunne. Þjóðadeild karla í fótbolta Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Körfubolti Fleiri fréttir Mikael Breki: Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið Í beinni: FH - Víkingur 2-2 | Tvö mörk Sigurðar dugðu skammt Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Leik lokið: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Sjá meira
Gamla Manchester City-varnartröllið Richard Dunne tjáði sig um Heimi og stöðu hans í aðdraganda leikjanna við Finnland og Grikkland í Þjóðadeild UEFA, 10. og 13. október. Heimir hefur aðeins stýrt Írum í tveimur leikjum en þeir töpuðust báðir, 2-0 á heimavelli gegn Englandi og Grikklandi, sem er svo sem í samræmi við gengi Íra síðustu misseri. Heimir hefur bent á að svo virðist sem írska landsliðstreyjan sé of þung byrði fyrir leikmenn, og þeir nái ekki að njóta sín eins og þeir ættu að gera, en spurningin er hvort það breytist í Finnlandi á fimmtudaginn. Tapist sá leikur og leikurinn við Grikki telur Dunne að Heimir verði mögulega látinn fara, og að aðstoðarþjálfarinn John O‘Shea sé væntanlega klár í að taka aftur við sem aðalþjálfari. Segir Heimi finna fyrir pressunni „Ég held að Heimir Hallgrímsson finni nú þegar fyrir pressunni sem fylgir því að þjálfa Írland. Hann er með smá svigrúm vegna þess hve lengi írska knattspyrnusambandið var að finna stjóra, en ef þeir vinna hvorugan leikjanna við Finnland og Grikkland þá tel ég mögulegt að þeir fái nýjan mann inn,“ sagði Dunne við BetVictor, samkvæmt frétt Irish Mirror. „Það kæmi mér verulega á óvart ef að John O‘Shea væri ekki tilbúinn að taka við ef þess væri óskað, miðað við hvernig hann var þegar hann tók við liðinu [innsk.: tímabundið síðasta vetur],“ sagði Dunne sem telur Heimi þurfa að stilla betur saman strengi í írska liðinu. „Hann þarf að setja saman lið sem að stuðningsmenn virða og geta verið stoltir af. Við lítum ekki enn út eins og lið, og það er hlutverk stjórans að sjá til þess að við virðumst ekki vera ósamstilltir. Það vantar upp á skipulagið. Þetta eru tveir stórir leikir fyrir Hallgrímsson,“ sagði Dunne.
Þjóðadeild karla í fótbolta Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Körfubolti Fleiri fréttir Mikael Breki: Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið Í beinni: FH - Víkingur 2-2 | Tvö mörk Sigurðar dugðu skammt Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Leik lokið: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Sjá meira
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn