Myndasyrpa: Hulin andlit en líka bros á blönduðu grasi FH-inga Sindri Sverrisson skrifar 8. október 2024 13:51 Ibrahima Konaté hvað? Menn eru misvel dúðaðir á æfingum í íslenska haustinu. vísir/Vilhelm Íslenska karlalandsliðið í fótbolta æfði á hybrid grasvelli FH í Kaplakrika í dag, í undirbúningi fyrir næstu tvo leiki í Þjóðadeild UEFA. Ísland vann Svartfjallaland í fyrsta leik keppninnar en tapaði svo fyrir Tyrklandi ytra. Liðið mætir svo fjórða liðinu í riðlinum, Wales, á Laugardalsvelli á föstudagskvöld og fær síðan Tyrkland í heimsókn á mánudagskvöld. Íslenska liðið kom saman til æfinga í gær, og í dag var æft á nýlegum velli FH-inga sem er með blöndu af grasi og gervigrasi, líkt og til stendur að leggja á Laugardalsvelli. Ljósmyndarinn Vilhelm Gunnarsson smellti af myndum sem sjá má í myndasyrpunni hér að neðan. Buffin geta komið sér vel og sérstaklega ef að kólnar enn frekar þegar líður á vikuna. Kolbeinn Birgir Finnsson huldi andlit sitt til hálfs á æfingu í dag.VÍSIR/VILHELM Gylfi Þór Sigurðsson var með á æfingu í dag, eftir að hafa glímt við bakmeiðsli og misst af síðustu tveimur leikjum Vals. Júlíus Magnússon, sem kallaður var inn sem 24. maður, var einnig mættur. Nær allir leikmenn voru með bleika KSÍ-húfu á kollinum og buff um hálsinn, eða jafnvel yfir nær öllu andlitinu, til að verjast kuldanum. Búast má við enn meiri kulda þegar líður á vikuna og þegar flautað verður til leiks gegn Wales á föstudagskvöld er spáð um eins stigs hita. Gylfi Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson fara yfir málin, enn á ný sameinaðir á landsliðsæfingu.VÍSIR/VILHELM Åge Hareide brosir vonandi svona blítt eftir leikina við Wales og Tyrkland.VÍSIR/VILHELM VÍSIR/VILHELM Hjörtur Hermannsson teygir vel á löppunum í upphitun.vísir/Vilhelm Hákon Rafn Valdimarsson æfir vanalega með enska úrvalsdeildarliðinu Brentford.VÍSIR/VILHELM Mikilvægt að fara rólega af stað í upphitun.vísir/Vilhelm Jón Dagur Þorsteinsson var í byrjunarliðinu í báðum leikjum Íslands í síðasta mánuði, og skoraði gegn Svartfellingum á Laugardalsvelli.VÍSIR/VILHELM Ísland er með þrjá öfluga markmenn til taks.VÍSIR/VILHELM Valgeir Lunddal Friðriksson með hendur upp í loft og spurning hvort rassinn fari svo niður í gólf.VÍSIR/VILHELM Stefán Teitur Þórðarson kom frábærlega inn í íslenska liðið í leikjunum í september.VÍSIR/VILHELM Menn mættu í mismunandi skóbúnaði á æfinguna. Hybrid-grasið í Kaplakrika lítur vel út.VÍSIR/VILHELM VÍSIR/VILHELM Arnór Ingvi Traustason glímdi við meiðsli í aðdraganda síðustu landsleikja en hefur verið mikilvægur hlekkur í íslenska liðinu.VÍSIR/VILHELM Fyrirliðinn Jóhann Berg Guðmundsson kaus eins og aðrir að vera með bleika húfu á hausnum á æfingu í dag.VÍSIR/VILHELM Mikael Egill Ellertsson hefur byrjað fimm leiki fyrir Venezia í efstu deild Ítalíu það sem af er leiktíð.VÍSIR/VILHELM Arnór Snær Guðmundsson er styrktarþjálfari landsliðsins. Á bakvið Hjört Hermannsson má sjá Júlíus Magnússon sem kallaður var inn í hópinn sem 24. maður.VÍSIR/VILHELM Gylfi Þór Sigurðsson hefur glímt við bakmeiðsli og misst af síðustu leikjum Vals, en hann var á æfingunni í dag.VÍSIR/VILHELM Íslenska landsliðið mætir Wales á föstudag og svo Tyrklandi á mánudag, og þá þurfa menn að vera með augun opin.vísir/Vilhelm Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slavia Prag - Arsenal | Geta tékkað sig inn á toppinn Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Sjá meira
Ísland vann Svartfjallaland í fyrsta leik keppninnar en tapaði svo fyrir Tyrklandi ytra. Liðið mætir svo fjórða liðinu í riðlinum, Wales, á Laugardalsvelli á föstudagskvöld og fær síðan Tyrkland í heimsókn á mánudagskvöld. Íslenska liðið kom saman til æfinga í gær, og í dag var æft á nýlegum velli FH-inga sem er með blöndu af grasi og gervigrasi, líkt og til stendur að leggja á Laugardalsvelli. Ljósmyndarinn Vilhelm Gunnarsson smellti af myndum sem sjá má í myndasyrpunni hér að neðan. Buffin geta komið sér vel og sérstaklega ef að kólnar enn frekar þegar líður á vikuna. Kolbeinn Birgir Finnsson huldi andlit sitt til hálfs á æfingu í dag.VÍSIR/VILHELM Gylfi Þór Sigurðsson var með á æfingu í dag, eftir að hafa glímt við bakmeiðsli og misst af síðustu tveimur leikjum Vals. Júlíus Magnússon, sem kallaður var inn sem 24. maður, var einnig mættur. Nær allir leikmenn voru með bleika KSÍ-húfu á kollinum og buff um hálsinn, eða jafnvel yfir nær öllu andlitinu, til að verjast kuldanum. Búast má við enn meiri kulda þegar líður á vikuna og þegar flautað verður til leiks gegn Wales á föstudagskvöld er spáð um eins stigs hita. Gylfi Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson fara yfir málin, enn á ný sameinaðir á landsliðsæfingu.VÍSIR/VILHELM Åge Hareide brosir vonandi svona blítt eftir leikina við Wales og Tyrkland.VÍSIR/VILHELM VÍSIR/VILHELM Hjörtur Hermannsson teygir vel á löppunum í upphitun.vísir/Vilhelm Hákon Rafn Valdimarsson æfir vanalega með enska úrvalsdeildarliðinu Brentford.VÍSIR/VILHELM Mikilvægt að fara rólega af stað í upphitun.vísir/Vilhelm Jón Dagur Þorsteinsson var í byrjunarliðinu í báðum leikjum Íslands í síðasta mánuði, og skoraði gegn Svartfellingum á Laugardalsvelli.VÍSIR/VILHELM Ísland er með þrjá öfluga markmenn til taks.VÍSIR/VILHELM Valgeir Lunddal Friðriksson með hendur upp í loft og spurning hvort rassinn fari svo niður í gólf.VÍSIR/VILHELM Stefán Teitur Þórðarson kom frábærlega inn í íslenska liðið í leikjunum í september.VÍSIR/VILHELM Menn mættu í mismunandi skóbúnaði á æfinguna. Hybrid-grasið í Kaplakrika lítur vel út.VÍSIR/VILHELM VÍSIR/VILHELM Arnór Ingvi Traustason glímdi við meiðsli í aðdraganda síðustu landsleikja en hefur verið mikilvægur hlekkur í íslenska liðinu.VÍSIR/VILHELM Fyrirliðinn Jóhann Berg Guðmundsson kaus eins og aðrir að vera með bleika húfu á hausnum á æfingu í dag.VÍSIR/VILHELM Mikael Egill Ellertsson hefur byrjað fimm leiki fyrir Venezia í efstu deild Ítalíu það sem af er leiktíð.VÍSIR/VILHELM Arnór Snær Guðmundsson er styrktarþjálfari landsliðsins. Á bakvið Hjört Hermannsson má sjá Júlíus Magnússon sem kallaður var inn í hópinn sem 24. maður.VÍSIR/VILHELM Gylfi Þór Sigurðsson hefur glímt við bakmeiðsli og misst af síðustu leikjum Vals, en hann var á æfingunni í dag.VÍSIR/VILHELM Íslenska landsliðið mætir Wales á föstudag og svo Tyrklandi á mánudag, og þá þurfa menn að vera með augun opin.vísir/Vilhelm
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slavia Prag - Arsenal | Geta tékkað sig inn á toppinn Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Sjá meira