Ísland í mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna Samúel Karl Ólason skrifar 9. október 2024 21:26 Frá fundi Mannréttindaráðsins í febrúar. Ísland hefur þriggja ára setu í ráðinu í byrjun næsta árs. Getty/Hannes P. Albert Ísland var í dag kjörið til setu í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. Atkvæði voru greidd á allsherjarþinginu í New York en nítján ríki voru í framboði fyrir átján sæti í mannréttindaráðinu. Ísland hlaut 174 af 183 greiddum atkvæðum í kosningunum en auk Íslands voru Spánn og Sviss í framboði um þrjú sæti hóps vestrænna ríkja en þetta er í annað sinn sem Ísland fær sæti í ráðinu. Alls sitja 47 ríki í ráðinu en næsta kjörtímabil hefst í byrjun árs 2025 og lýkur í lok árs 2027. „Mikil ábyrgð felst í því að taka sæti í mannréttindaráðinu sem hefur það helsta markmið að efla og vernda mannréttindi um heim allan. Við erum þakklát fyrir þann breiða stuðning sem okkur var sýndur í kosningunum í dag og við tökum við þessu verkefni af auðmýkt og alvöru, tilbúin að leggja okkur öll fram,“ er haft eftir Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, utanríkisráðherra, á vef Stjórnarráðsins. „Við stöndum einfaldlega frammi fyrir miklum áskorunum þar sem mannréttindi eiga mjög víða undir högg að sækja. Okkar helsta markmið í ráðinu verður barátta fyrir bættum mannréttindum allra og þá leggjum við áherslu á að styrkja ráðið sem málsvara mannréttinda, sem það þarf að vera. Ísland, sem nýtur góðs af góðri stöðu heima fyrir, tekur þessu ábyrgðarhlutverki á alþjóðasviðinu alvarlega á þeim krefjandi tímum sem við lifum.“ Þórdís segir að Ísland muni leggja kapp á að efla samstöðu um grundvallargildi mannréttinda, sem eigi víða undir högg að sækja. Sérstök áhersla verði lögð á að grundvallarmannréttindi stúlkna og kvenna séu virt, auk mannréttinda barna og hinsegin fólks. Áhugasamir geta fundið yfirlit yfir helstu áherslur Íslands hér. Sameinuðu þjóðirnar Mannréttindi Utanríkismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ísland í mannréttindaráði SÞ Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira
Ísland hlaut 174 af 183 greiddum atkvæðum í kosningunum en auk Íslands voru Spánn og Sviss í framboði um þrjú sæti hóps vestrænna ríkja en þetta er í annað sinn sem Ísland fær sæti í ráðinu. Alls sitja 47 ríki í ráðinu en næsta kjörtímabil hefst í byrjun árs 2025 og lýkur í lok árs 2027. „Mikil ábyrgð felst í því að taka sæti í mannréttindaráðinu sem hefur það helsta markmið að efla og vernda mannréttindi um heim allan. Við erum þakklát fyrir þann breiða stuðning sem okkur var sýndur í kosningunum í dag og við tökum við þessu verkefni af auðmýkt og alvöru, tilbúin að leggja okkur öll fram,“ er haft eftir Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, utanríkisráðherra, á vef Stjórnarráðsins. „Við stöndum einfaldlega frammi fyrir miklum áskorunum þar sem mannréttindi eiga mjög víða undir högg að sækja. Okkar helsta markmið í ráðinu verður barátta fyrir bættum mannréttindum allra og þá leggjum við áherslu á að styrkja ráðið sem málsvara mannréttinda, sem það þarf að vera. Ísland, sem nýtur góðs af góðri stöðu heima fyrir, tekur þessu ábyrgðarhlutverki á alþjóðasviðinu alvarlega á þeim krefjandi tímum sem við lifum.“ Þórdís segir að Ísland muni leggja kapp á að efla samstöðu um grundvallargildi mannréttinda, sem eigi víða undir högg að sækja. Sérstök áhersla verði lögð á að grundvallarmannréttindi stúlkna og kvenna séu virt, auk mannréttinda barna og hinsegin fólks. Áhugasamir geta fundið yfirlit yfir helstu áherslur Íslands hér.
Sameinuðu þjóðirnar Mannréttindi Utanríkismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ísland í mannréttindaráði SÞ Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira