Sverrir Ingi minnist Baldocks: „Þú munt alltaf eiga stað í hjarta okkar“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. október 2024 15:02 George Baldock lék lengi með Sheffield United. getty/Mike Egerton Íslenski landsliðsmaðurinn Sverrir Ingi Ingason minntist samherja síns hjá Panathinaikos, Georges Baldock, í færslu á Instagram. Hann segir að sorgin vegna fráfalls hans sé óbærileg. Baldock fannst látinn í sundlaug við heimili sitt í Grikklandi í gær. Hann var 31 árs. Baldock gekk í raðir Panathinaikos í sumar þar sem hann var samherji Sverris og Harðar Björgvins Magnússonar. „Við erum öll niðurbrotin og í áfalli. George okkar, liðsfélagi og vinur okkar var og er enn hluti af fjölskyldunni. Þegar meðlimur hennar er skyndilega tekinn í burtu er eins og hluta af okkur vanti og mun alltaf vanta,“ skrifaði Sverrir á Instagram í dag. „Á tímum sem þessum glata orð merkingu sinni. Orð fá ekki lýst harmi okkar og sorg vegna fráfalls bróður okkar. Góða ferð okkar elskaði George. Þú munt alltaf, alltaf eiga stað í hjarta okkar.“ View this post on Instagram A post shared by Sverrir Ingi Ingason (@ingason15) Baldock hafði aðra Íslandstengingu því hann lék með ÍBV sumarið 2012, sem lánsmaður frá MK Dons. Hann lék sextán leiki fyrir Eyjaliðið í Pepsi-deildinni og skoraði eitt mark, gegn Grindavík á útivelli. Baldock hafði leikið með gríska landsliðinu frá 2022 en hann var gjaldgengur í það þar sem hann átti gríska ömmu. Hann lék tólf landsleiki fyrir Grikkland. Sverrir og félagar hans í íslenska landsliðinu búa sig nú undir leikina gegn Wales og Tyrklandi í Þjóðadeildinni. Íslendingar mæta Walesverjum á föstudaginn og Tyrkjum á mánudaginn. Báðir leikirnir fara fram á Laugardalsvelli. Gríski boltinn Enski boltinn Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Sjá meira
Baldock fannst látinn í sundlaug við heimili sitt í Grikklandi í gær. Hann var 31 árs. Baldock gekk í raðir Panathinaikos í sumar þar sem hann var samherji Sverris og Harðar Björgvins Magnússonar. „Við erum öll niðurbrotin og í áfalli. George okkar, liðsfélagi og vinur okkar var og er enn hluti af fjölskyldunni. Þegar meðlimur hennar er skyndilega tekinn í burtu er eins og hluta af okkur vanti og mun alltaf vanta,“ skrifaði Sverrir á Instagram í dag. „Á tímum sem þessum glata orð merkingu sinni. Orð fá ekki lýst harmi okkar og sorg vegna fráfalls bróður okkar. Góða ferð okkar elskaði George. Þú munt alltaf, alltaf eiga stað í hjarta okkar.“ View this post on Instagram A post shared by Sverrir Ingi Ingason (@ingason15) Baldock hafði aðra Íslandstengingu því hann lék með ÍBV sumarið 2012, sem lánsmaður frá MK Dons. Hann lék sextán leiki fyrir Eyjaliðið í Pepsi-deildinni og skoraði eitt mark, gegn Grindavík á útivelli. Baldock hafði leikið með gríska landsliðinu frá 2022 en hann var gjaldgengur í það þar sem hann átti gríska ömmu. Hann lék tólf landsleiki fyrir Grikkland. Sverrir og félagar hans í íslenska landsliðinu búa sig nú undir leikina gegn Wales og Tyrklandi í Þjóðadeildinni. Íslendingar mæta Walesverjum á föstudaginn og Tyrkjum á mánudaginn. Báðir leikirnir fara fram á Laugardalsvelli.
Gríski boltinn Enski boltinn Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Sjá meira