Vandasamt að greina velska liðið: „Við erum á betri stað núna“ Aron Guðmundsson skrifar 11. október 2024 11:00 Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands Vísir/Getty Åge Hareide, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, er bjartsýnn á að sitt lið geti sýnt fram á góða frammistöðu gegn Wales á heimavelli í kvöld í Þjóðadeild UEFA. Hann segir liðið á betri stað núna samanborið við síðasta landsliðsverkefni. Leikmenn Wales mæta á Laugardalsvöll með mikið sjálfstraust eftir góða byrjun undir stjórn nýs landsliðsþjálfara, Craig Bellamy. Wales er enn taplaust eftir fyrstu tvo leiki sína í stjórnartíð Bellamy í kjölfar jafnteflis gegn Tyrklandi og sigurs gegn Svartfjallalandi. Wales er með einu stigi meira en Ísland í 2.sæti riðilsins í B-deild Þjóðadeildarinnar en með sigri í kvöld getur Ísland lyft sér upp fyrir Wales. Einbeitingin hjá okkar mönnum hefur farið á eigin frammistöðu í aðdraganda leiksins. Erfitt er að lesa í leik Wales svo snemma inn í þjálfaratíð Bellamy. „Það er mjög erfitt fyrir okkur að greina þá,“ segir Hareide. „Þeir hafa aðeins spilað tvo leiki undir stjórn nýs þjálfara. Áttu góða frammistöðu á heimavelli gegn góðu liði Tyrkja og náðu þar jafntefli. Við sáum þar brot af því sem Wales getur komið með að borðinu. Þeir eru með góða og fljóta kantmenn. Þá eru þeir með góða leikmenn í öðrum stöðum. Góða og stöðuga leikmenn.“ „Þá er nær ógerlegt að taka eitthvað úr leik þeirra gegn Svartfjallalandi í síðustu umferð vegna veðurfarslegra aðstæðna sem voru ríkjandi í Svartfjallalandi þegar að leikurinn fór fram sem og ástand vallarins. Við höfum því sett einbeitinguna á okkar eigin leiki í undirbúningi fyrir þennan leik. Við viljum gera okkur það kleift að standa okkur vel hérna á heimavelli. Við eigum að geta það á móti hvaða liði sem er hér á Laugardalsvelli. Undirbúningurinn hefur snúið að því að við verðum sem best í stakk búnir að geta náð fram okkar bestu frammistöðu gegn Wales.“ Varðandi stöðuna á leikmannahópnum í aðdraganda leiksins hafði Hareide þetta að segja: „Mér finnst við á betri stað núna heldur en í síðasta verkefni. Margir af okkar leikmönnum voru að skipta um félög í sumar í aðdraganda síðasta verkefnis. Leikmenn eru farnir að spila reglulega núna. Þeir eru í betra standi. Við erum á góðum stað núna. Höldum áfram að vinna með sömu hlutina. Það er mikilvægt sökum þess hversu lítinn tíma við fáum saman. Vonandi getum við sýnt góða frammistöðu á móti Wales.“ Leikur Íslands og Wales í Þjóðadeild UEFA í kvöld verður sýndur í beinni útsendingu og í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Leikurinn hefst klukkan korter í sjö en upphitun hefst hálftíma fyrr. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Sjá meira
Leikmenn Wales mæta á Laugardalsvöll með mikið sjálfstraust eftir góða byrjun undir stjórn nýs landsliðsþjálfara, Craig Bellamy. Wales er enn taplaust eftir fyrstu tvo leiki sína í stjórnartíð Bellamy í kjölfar jafnteflis gegn Tyrklandi og sigurs gegn Svartfjallalandi. Wales er með einu stigi meira en Ísland í 2.sæti riðilsins í B-deild Þjóðadeildarinnar en með sigri í kvöld getur Ísland lyft sér upp fyrir Wales. Einbeitingin hjá okkar mönnum hefur farið á eigin frammistöðu í aðdraganda leiksins. Erfitt er að lesa í leik Wales svo snemma inn í þjálfaratíð Bellamy. „Það er mjög erfitt fyrir okkur að greina þá,“ segir Hareide. „Þeir hafa aðeins spilað tvo leiki undir stjórn nýs þjálfara. Áttu góða frammistöðu á heimavelli gegn góðu liði Tyrkja og náðu þar jafntefli. Við sáum þar brot af því sem Wales getur komið með að borðinu. Þeir eru með góða og fljóta kantmenn. Þá eru þeir með góða leikmenn í öðrum stöðum. Góða og stöðuga leikmenn.“ „Þá er nær ógerlegt að taka eitthvað úr leik þeirra gegn Svartfjallalandi í síðustu umferð vegna veðurfarslegra aðstæðna sem voru ríkjandi í Svartfjallalandi þegar að leikurinn fór fram sem og ástand vallarins. Við höfum því sett einbeitinguna á okkar eigin leiki í undirbúningi fyrir þennan leik. Við viljum gera okkur það kleift að standa okkur vel hérna á heimavelli. Við eigum að geta það á móti hvaða liði sem er hér á Laugardalsvelli. Undirbúningurinn hefur snúið að því að við verðum sem best í stakk búnir að geta náð fram okkar bestu frammistöðu gegn Wales.“ Varðandi stöðuna á leikmannahópnum í aðdraganda leiksins hafði Hareide þetta að segja: „Mér finnst við á betri stað núna heldur en í síðasta verkefni. Margir af okkar leikmönnum voru að skipta um félög í sumar í aðdraganda síðasta verkefnis. Leikmenn eru farnir að spila reglulega núna. Þeir eru í betra standi. Við erum á góðum stað núna. Höldum áfram að vinna með sömu hlutina. Það er mikilvægt sökum þess hversu lítinn tíma við fáum saman. Vonandi getum við sýnt góða frammistöðu á móti Wales.“ Leikur Íslands og Wales í Þjóðadeild UEFA í kvöld verður sýndur í beinni útsendingu og í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Leikurinn hefst klukkan korter í sjö en upphitun hefst hálftíma fyrr.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Sjá meira