Staðreyndir og mýtur um kynferðisofbeldi Eygló Harðardóttir skrifar 11. október 2024 13:32 Kynferðisofbeldi er alvarlegt vandamál í íslensku samfélagi. Þessi grein skoðar nýjustu tölfræði, algengar mýtur og aðgerðir til úrbóta. Tölfræði og málsmeðferð Fyrstu sex mánuði ársins 2024 voru tilkynnt 279 kynferðisbrot til lögreglu. Færri nauðganir voru tilkynntar á tímabilinu en fleiri tilkynningar um kynferðislega áreitni og stafræn brot[1]. Þolendakannanir lögreglu sýna að um 10-20% kynferðisbrota eru tilkynnt til lögreglu. Á árunum 2016 til 2021 var rannsókn hætt eða ákæra ekki gefin út í um 50-60% kynferðisbrotamála. Að meðaltali fóru um 16% allra kynferðisbrotamála fyrir dómstóla með höfðun sakamáls. Sama niðurstaða kom í ljós þegar málsmeðferð nauðgunarmála var skoðuð sérstaklega. [2] Er þetta lægra hlutfall en í öðrum ofbeldisbrotum.[3] Unnið er að því að fá heildarmynd af meðferð kynferðisbrota í gegnum allt réttarvörslukerfið, hjá lögreglu, ákæruvaldi og dómstólum, en slíkar upplýsingar liggja ekki fyrir í dag.[4] Áhrif mýta á málsmeðferð Mýtur um birtingarmynd kynferðisbrota og hegðun brotaþola geta haft áhrif á viðhorf almennings og fagfólks í réttarvörslukerfinu, frá tilkynningum, rannsóknum, ákvörðun um ákæru og til dómsúrskurðar.[5] Ein slík mýta er almenn trú á að "alvöru" brotaþolar tilkynni brot strax. Í raun seinka margir tilkynningum eða tilkynna aldrei, oft vegna áhrifa áfallastreitu, ótta við gerandann eða ótta við að þeim verði ekki trúað. [6] Alþjóðlegar rannsóknir hafa sýnt að sjaldgæft er að tilkynning um kynferðisbrot er fölsk. Algengt er að ætla að þolendur veiti líkamlega andspyrnu og meiðist við brotið. Rannsóknir staðfesta að brotaþolar veita sjaldan andspyrnu, sérstaklega þegar gerandi er kunnugur. Viðbrögð við kynferðisofbeldi geta verið margvísleg. Það að frjósa eða hlýða geranda eru varnarviðbrögð til að koma í veg fyrir frekara ofbeldi. Tilfinningakuldi eða ró við tilkynningu er einnig eðlilegt viðbragð við áfalli. Að muna ekki nákvæmlega hvað gerðist eru einnig þekkt viðbrögð þolenda við áföllum. Þrátt fyrir að algengt sé að telja að kynferðisbrot séu framin af ókunnugum gerast flest brot af hálfu einhvers sem þolandinn þekkir, þykir vænt um og oft á heimili. Algengt er að halda að brotaþolar hætti samskiptum við gerandann eftir kynferðisofbeldi, en margir þolendur eiga áfram í samskiptum eða sambandi við gerandann. Ástæðurnar eru margvíslegar, þ.m.t. ótti, skömm eða félagslegar aðstæður. Þessar mýtur leiða til þess að brot innan náinna sambanda eða heimila eru síður líkleg til að vera tilkynnt og leiða síður til sakfellingar. [7] Aðgerðir til úrbóta Til að bæta meðferð kynferðisbrota er unnið samkvæmt aðgerðaáætlun dómsmálaráðherra um meðferð kynferðisbrota.[8] Hjá lögreglunni hefur nám lögreglumanna verið fært á háskólastig[9] og þjálfun rannsakenda kynferðisbrota endurskoðuð. Boðið er upp á eftirfylgnisamtöl að lokinni skýrslutöku fyrir brotaþola hjá áfallateymi geðsviðs Landspítalans og hjá Taktu skrefið fyrir sakborninga.[10] Aukin áhersla er á afbrotavarnir, samfélagslöggæslu og svæðisbundið samráð þegar kemur að kynferðisbrotum.[11] Verið er að huga að fræðslu um ofbeldi í ungum parasamböndum og meðal fullorðinna um samþykki og mörk. Félags- og vinnumarkaðsráðherra hefur boðað frumvarp um þjónustu vegna ofbeldis í vetur til að skýra hlutverk og ábyrgð opinberra aðila þegar kemur að stuðningi og vernd fyrir þolendur ofbeldis og meðferðarúrræðum fyrir gerendur. Einnig er breytingunum ætlað að tryggja þverfaglegt samstarf allra aðila sem koma að þjónustu við þolendur og leggja grunn að miðlun upplýsinga með einstaklingsmiðaða þjónustu í huga.[12] Á ofbeldisgátt 112.is má finna upplýsingar um úrræði vegna ofbeldis og ætíð er hægt að tilkynna mál til lögreglu í síma eða á netspjalli 112. Höfundur er verkefnastjóri hjá embætti ríkislögreglustjóra. [1] Ríkislögreglustjóri (2024). Tilkynntum kynferðisbrotum fækkar. Sótt af https://www.logreglan.is/tilkynntum-kynferdisbrotum-faekkar/ [2] Ríkissaksóknari (2022). Skýrsla um málsmeðferðartíma kynferðisbrota. Sótt af https://island.is/s/rikissaksoknari/frett/skyrsla-um-malsmedferdartima-kynferdisbrota [3] Ríkissaksóknari (2023). Ársskýrsla. Sótt af https://assets.ctfassets.net/8k0h54kbe6bj/2qrXDRrQ6X80Mq29RB3gpz/2985ebce5070bd0918805421acf97000/Rikissaksoknari_Arsskyrsla2023_II.pdf [4] Stjórnarráð Íslands (2023.) Aðgerðaáætlun um meðferð kynferðisbrota. Sótt af https://www.stjornarradid.is/library/04-Raduneytin/Domsmalaraduneytid/ymsar-skrar/Adgerdaa%c3%a6tlun_um_medferd_kynferdisbrota_2023_2025.pdf [5] Hildur Fjóla Antonsdóttir & Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (2013). Tilkynntar nauðganir til lögreglu á árunum 2008 og 2009: Um afbrotið nauðgun, sakborning, brotaþola og málsmeðferð. Sótt af vefsíðu https://edda.hi.is/wp-content/uploads/2014/04/Einkenni-og-me%C3%B0fer%C3%B0-nau%C3%B0gunarm%C3%A1la-okt%C3%B3ber-2013.pdf [6] Eva Huld Ívarsdóttir (2020). Áhrif nauðgunarmýta á íslenska dómaframkvæmd í nauðgunarmálum. Sótt af https://ulfljotur.com/2020/10/02/ahrif-naudgunarmyta-a-islenska-domaframkvaemd-i-naudgunarmalum/ [7] Tidmarsh, Patrick & Hamilton, Gemma (2020). Misconceptions of sexual crimes against adult victims: Barriers to justice. Trends & issues in crime and criminal justice. Sótt af vefsíðunni https://www.aic.gov.au/sites/default/files/2020-11/ti611_misconceptions_of_sexual_crimes_against_adult_victims.pdf [8] Stjórnarráð Íslands (2023.) Aðgerðaáætlun um meðferð kynferðisbrota. Sótt af https://www.stjornarradid.is/library/04-Raduneytin/Domsmalaraduneytid/ymsar-skrar/Adgerdaa%c3%a6tlun_um_medferd_kynferdisbrota_2023_2025.pdf [9] Lögreglumenn (2020). Háskólanám gerir lögreglumenn að sérfræðingum. Sótt af https://logreglumenn.is/2020/11/08/haskolanam-gerir-logreglumenn-ad-serfraedingum/ [10] Ríkislögreglustjóri (2023). Eftirfylgnisamtöl að lokinni skýrslutöku vegna kynferðisbrota. Sótt af https://www.logreglan.is/eftirfylgnisamtol-ad-lokinni-skyrslutoku-vegna-kynferdisbrota/ [11] Lögreglan (e.d.) Forvarnir og fræðsla. Sótt af https://www.logreglan.is/fraedsla/ [12] Stjórnarráðið (2023). Þjónusta vegna ofbeldis: Starfshópur skilar tillögum. Sótt af https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2023/06/02/Thjonusta-vegna-ofbeldis-Starfshopur-skilar-tillogum/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eygló Harðardóttir Kynferðisofbeldi Lögreglumál Mest lesið Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun 3003 Elliði Vignisson Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Skoðun Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Sjá meira
Kynferðisofbeldi er alvarlegt vandamál í íslensku samfélagi. Þessi grein skoðar nýjustu tölfræði, algengar mýtur og aðgerðir til úrbóta. Tölfræði og málsmeðferð Fyrstu sex mánuði ársins 2024 voru tilkynnt 279 kynferðisbrot til lögreglu. Færri nauðganir voru tilkynntar á tímabilinu en fleiri tilkynningar um kynferðislega áreitni og stafræn brot[1]. Þolendakannanir lögreglu sýna að um 10-20% kynferðisbrota eru tilkynnt til lögreglu. Á árunum 2016 til 2021 var rannsókn hætt eða ákæra ekki gefin út í um 50-60% kynferðisbrotamála. Að meðaltali fóru um 16% allra kynferðisbrotamála fyrir dómstóla með höfðun sakamáls. Sama niðurstaða kom í ljós þegar málsmeðferð nauðgunarmála var skoðuð sérstaklega. [2] Er þetta lægra hlutfall en í öðrum ofbeldisbrotum.[3] Unnið er að því að fá heildarmynd af meðferð kynferðisbrota í gegnum allt réttarvörslukerfið, hjá lögreglu, ákæruvaldi og dómstólum, en slíkar upplýsingar liggja ekki fyrir í dag.[4] Áhrif mýta á málsmeðferð Mýtur um birtingarmynd kynferðisbrota og hegðun brotaþola geta haft áhrif á viðhorf almennings og fagfólks í réttarvörslukerfinu, frá tilkynningum, rannsóknum, ákvörðun um ákæru og til dómsúrskurðar.[5] Ein slík mýta er almenn trú á að "alvöru" brotaþolar tilkynni brot strax. Í raun seinka margir tilkynningum eða tilkynna aldrei, oft vegna áhrifa áfallastreitu, ótta við gerandann eða ótta við að þeim verði ekki trúað. [6] Alþjóðlegar rannsóknir hafa sýnt að sjaldgæft er að tilkynning um kynferðisbrot er fölsk. Algengt er að ætla að þolendur veiti líkamlega andspyrnu og meiðist við brotið. Rannsóknir staðfesta að brotaþolar veita sjaldan andspyrnu, sérstaklega þegar gerandi er kunnugur. Viðbrögð við kynferðisofbeldi geta verið margvísleg. Það að frjósa eða hlýða geranda eru varnarviðbrögð til að koma í veg fyrir frekara ofbeldi. Tilfinningakuldi eða ró við tilkynningu er einnig eðlilegt viðbragð við áfalli. Að muna ekki nákvæmlega hvað gerðist eru einnig þekkt viðbrögð þolenda við áföllum. Þrátt fyrir að algengt sé að telja að kynferðisbrot séu framin af ókunnugum gerast flest brot af hálfu einhvers sem þolandinn þekkir, þykir vænt um og oft á heimili. Algengt er að halda að brotaþolar hætti samskiptum við gerandann eftir kynferðisofbeldi, en margir þolendur eiga áfram í samskiptum eða sambandi við gerandann. Ástæðurnar eru margvíslegar, þ.m.t. ótti, skömm eða félagslegar aðstæður. Þessar mýtur leiða til þess að brot innan náinna sambanda eða heimila eru síður líkleg til að vera tilkynnt og leiða síður til sakfellingar. [7] Aðgerðir til úrbóta Til að bæta meðferð kynferðisbrota er unnið samkvæmt aðgerðaáætlun dómsmálaráðherra um meðferð kynferðisbrota.[8] Hjá lögreglunni hefur nám lögreglumanna verið fært á háskólastig[9] og þjálfun rannsakenda kynferðisbrota endurskoðuð. Boðið er upp á eftirfylgnisamtöl að lokinni skýrslutöku fyrir brotaþola hjá áfallateymi geðsviðs Landspítalans og hjá Taktu skrefið fyrir sakborninga.[10] Aukin áhersla er á afbrotavarnir, samfélagslöggæslu og svæðisbundið samráð þegar kemur að kynferðisbrotum.[11] Verið er að huga að fræðslu um ofbeldi í ungum parasamböndum og meðal fullorðinna um samþykki og mörk. Félags- og vinnumarkaðsráðherra hefur boðað frumvarp um þjónustu vegna ofbeldis í vetur til að skýra hlutverk og ábyrgð opinberra aðila þegar kemur að stuðningi og vernd fyrir þolendur ofbeldis og meðferðarúrræðum fyrir gerendur. Einnig er breytingunum ætlað að tryggja þverfaglegt samstarf allra aðila sem koma að þjónustu við þolendur og leggja grunn að miðlun upplýsinga með einstaklingsmiðaða þjónustu í huga.[12] Á ofbeldisgátt 112.is má finna upplýsingar um úrræði vegna ofbeldis og ætíð er hægt að tilkynna mál til lögreglu í síma eða á netspjalli 112. Höfundur er verkefnastjóri hjá embætti ríkislögreglustjóra. [1] Ríkislögreglustjóri (2024). Tilkynntum kynferðisbrotum fækkar. Sótt af https://www.logreglan.is/tilkynntum-kynferdisbrotum-faekkar/ [2] Ríkissaksóknari (2022). Skýrsla um málsmeðferðartíma kynferðisbrota. Sótt af https://island.is/s/rikissaksoknari/frett/skyrsla-um-malsmedferdartima-kynferdisbrota [3] Ríkissaksóknari (2023). Ársskýrsla. Sótt af https://assets.ctfassets.net/8k0h54kbe6bj/2qrXDRrQ6X80Mq29RB3gpz/2985ebce5070bd0918805421acf97000/Rikissaksoknari_Arsskyrsla2023_II.pdf [4] Stjórnarráð Íslands (2023.) Aðgerðaáætlun um meðferð kynferðisbrota. Sótt af https://www.stjornarradid.is/library/04-Raduneytin/Domsmalaraduneytid/ymsar-skrar/Adgerdaa%c3%a6tlun_um_medferd_kynferdisbrota_2023_2025.pdf [5] Hildur Fjóla Antonsdóttir & Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (2013). Tilkynntar nauðganir til lögreglu á árunum 2008 og 2009: Um afbrotið nauðgun, sakborning, brotaþola og málsmeðferð. Sótt af vefsíðu https://edda.hi.is/wp-content/uploads/2014/04/Einkenni-og-me%C3%B0fer%C3%B0-nau%C3%B0gunarm%C3%A1la-okt%C3%B3ber-2013.pdf [6] Eva Huld Ívarsdóttir (2020). Áhrif nauðgunarmýta á íslenska dómaframkvæmd í nauðgunarmálum. Sótt af https://ulfljotur.com/2020/10/02/ahrif-naudgunarmyta-a-islenska-domaframkvaemd-i-naudgunarmalum/ [7] Tidmarsh, Patrick & Hamilton, Gemma (2020). Misconceptions of sexual crimes against adult victims: Barriers to justice. Trends & issues in crime and criminal justice. Sótt af vefsíðunni https://www.aic.gov.au/sites/default/files/2020-11/ti611_misconceptions_of_sexual_crimes_against_adult_victims.pdf [8] Stjórnarráð Íslands (2023.) Aðgerðaáætlun um meðferð kynferðisbrota. Sótt af https://www.stjornarradid.is/library/04-Raduneytin/Domsmalaraduneytid/ymsar-skrar/Adgerdaa%c3%a6tlun_um_medferd_kynferdisbrota_2023_2025.pdf [9] Lögreglumenn (2020). Háskólanám gerir lögreglumenn að sérfræðingum. Sótt af https://logreglumenn.is/2020/11/08/haskolanam-gerir-logreglumenn-ad-serfraedingum/ [10] Ríkislögreglustjóri (2023). Eftirfylgnisamtöl að lokinni skýrslutöku vegna kynferðisbrota. Sótt af https://www.logreglan.is/eftirfylgnisamtol-ad-lokinni-skyrslutoku-vegna-kynferdisbrota/ [11] Lögreglan (e.d.) Forvarnir og fræðsla. Sótt af https://www.logreglan.is/fraedsla/ [12] Stjórnarráðið (2023). Þjónusta vegna ofbeldis: Starfshópur skilar tillögum. Sótt af https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2023/06/02/Thjonusta-vegna-ofbeldis-Starfshopur-skilar-tillogum/
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar