Sir Alex bannað að fara inn í klefann eftir leiki Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. október 2024 10:03 Sir Alex Ferguson stýrði Manchester United á árunum 1986-2013. Á þeim tíma vann liðið 38 titla. getty/James Gill Forráðamenn Manchester United hafa bannað Sir Alex Ferguson, sigursælasta knattspyrnustjóra í sögu félagsins, og öðrum í fótboltastjórn þess að fara inn í búningsklefann á Old Trafford eftir leiki. Í gær var greint frá því að nýir minnihlutaeigendur United, INEOS sem Íslandsvinurinn Sir James Ratcliffe er í forsvari fyrir, hafi sagt upp samningi Fergusons við félagið. Síðan Skotinn hætti sem stjóri United 2013 hefur hann verið sendiherra og stjórnandi hjá félaginu og var vel launaður sem slíkur. Ratcliffe og félagar ákváðu hins vegar að segja manninum sem vann 38 titla á 26 árum hjá United upp. Ekki nóg með að Ferguson hafi svo gott sem verið rekinn frá United þá má hann ekki lengur fara inn í búningsklefann á Old Trafford eftir leiki. Daily Mail greinir frá. United hafnar fréttunum en segir að það ríki skilningur um hverjir fara inn í klefann eftir leiki. Fótboltastjórn United er aðskilin frá aðalstjórn félagsins en hlutverk hennar er fyrst og fremst táknrænt. Auk Fergusons voru David Gill og Mike Edelson, Maurice Watkins og Sir Bobby Charlton heitnir ávallt velkomnir inn í klefa United eftir leiki. Algjört hneyksli Ákvörðun INOES-manna að reka Ferguson hefur ekki mælst vel fyrir. Eric Cantona, sem vann fjóra Englandsmeistaratitla með United á 10. áratugnum, er meðal þeirra sem er æfur yfir ákvörðuninni og segir Ratcliffe og félaga hafa sýnt Ferguson mikla vanvirðingu. „Sir Alex Ferguson ætti að fá að gera það sem hann lystir hjá félaginu þangað til að hann deyr. Þvílíkur skortur á virðingu. Þetta er algjört hneyksli. Sir Alex Ferguson verður stjórinn minn að eilífu! Og ég hendi þeim öllum í risapoka af skít,“ skrifaði Cantona á Instagram. INOES hefur ráðist í viðamikinn niðurskurð hjá United en félagið tapaði 113,2 milljónum punda á síðasta tekjuári. Meðal annars var 250 starfsmönnum United sagt upp, þvert á deildir félagsins. Enski boltinn Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Sjá meira
Í gær var greint frá því að nýir minnihlutaeigendur United, INEOS sem Íslandsvinurinn Sir James Ratcliffe er í forsvari fyrir, hafi sagt upp samningi Fergusons við félagið. Síðan Skotinn hætti sem stjóri United 2013 hefur hann verið sendiherra og stjórnandi hjá félaginu og var vel launaður sem slíkur. Ratcliffe og félagar ákváðu hins vegar að segja manninum sem vann 38 titla á 26 árum hjá United upp. Ekki nóg með að Ferguson hafi svo gott sem verið rekinn frá United þá má hann ekki lengur fara inn í búningsklefann á Old Trafford eftir leiki. Daily Mail greinir frá. United hafnar fréttunum en segir að það ríki skilningur um hverjir fara inn í klefann eftir leiki. Fótboltastjórn United er aðskilin frá aðalstjórn félagsins en hlutverk hennar er fyrst og fremst táknrænt. Auk Fergusons voru David Gill og Mike Edelson, Maurice Watkins og Sir Bobby Charlton heitnir ávallt velkomnir inn í klefa United eftir leiki. Algjört hneyksli Ákvörðun INOES-manna að reka Ferguson hefur ekki mælst vel fyrir. Eric Cantona, sem vann fjóra Englandsmeistaratitla með United á 10. áratugnum, er meðal þeirra sem er æfur yfir ákvörðuninni og segir Ratcliffe og félaga hafa sýnt Ferguson mikla vanvirðingu. „Sir Alex Ferguson ætti að fá að gera það sem hann lystir hjá félaginu þangað til að hann deyr. Þvílíkur skortur á virðingu. Þetta er algjört hneyksli. Sir Alex Ferguson verður stjórinn minn að eilífu! Og ég hendi þeim öllum í risapoka af skít,“ skrifaði Cantona á Instagram. INOES hefur ráðist í viðamikinn niðurskurð hjá United en félagið tapaði 113,2 milljónum punda á síðasta tekjuári. Meðal annars var 250 starfsmönnum United sagt upp, þvert á deildir félagsins.
Enski boltinn Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Sjá meira