Pogba segir að danssagan sé lygi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. október 2024 14:31 Paul Pogba tekur dansspor. getty/Visionhaus Paul Pogba segir ekkert til í sögu Waynes Rooney um að þeir Jesse Lingard hafi dansað inni í búningsklefa Manchester United eftir tap. Pogba kom víða við í viðtali við Sky Sports og ræddi meðal annars söguna sem Rooney sagði einu sinni um dans þeirra Pogbas og Lingards. Honum fannst það vera til marks um hvernig hugarfarið hefði breyst hjá United. „Ég vil koma einu á hreint. Ég hef heyrt hluti og Wayne Rooney sagði að við hefðum tapað leik og við Jesse hefðum dansað í klefanum,“ sagði Pogba. „Þú þarft alltaf annað álit, annað vitni, svo ef einhver getur staðfest það sem Wayne Rooney sagði þegar hann var í klefanum samþykki ég það. Ef ekki þýðir það að þetta sé ekki satt. Jesse staðfesti þetta aldrei. Ég staðfesti þetta aldrei. Ég er tapsár og ég virði það sem ég geri, ég virði félagið og að ég hafi komið inn í klefa eftir tap, sett tónlist á og goðsögnin Wayne Rooney hafi setið þarna og ekki sagt neitt við okkur, passar það? Að enginn í félaginu hafi komið til okkar ef við dönsuðum eftir tap, hmm.“ "It's not true"Paul Pogba on Wayne Rooney's story that he danced in the Manchester United dressing room after a defeat 🔴 pic.twitter.com/Vd7866ISpb— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) October 17, 2024 Pogba ætlar að snúa aftur í boltann á næsta ári eftir að hafa tekið út bann fyrir að falla á lyfjaprófi. Pogba var upphaflega dæmdur í fjögurra ára bann en það var stytt niður í átján mánuði. Pogba hefur alltaf haldið fram sakleysi sínu í málinu. „Ég er enginn svindlari,“ sagði franski miðjumaðurinn í viðtali við ESPN. Hinn 31 árs Pogba ætlar að koma tvíefldur til baka eftir bannið og segir að hann geti náð fyrri styrk, og gott betur. „Ég horfi á jákvæðu hliðarnar og ég veit að ég kem til baka hungraðri og ákveðnari en áður. Mér líður eins og krakka sem vill verða atvinnumaður, strák sem hefur ekki náð að komast á toppinn. Það kraumar líka í mér reiði. Reiðin mun hjálpa mér og drífa mig áfram. Ég mun gera allt mitt til að komast aftur þangað sem ég var og verða jafnvel enn betri. Af hverju ekki?“ spurði Pogba ákveðinn. Enski boltinn Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sport „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Fótbolti Fleiri fréttir Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Sjá meira
Pogba kom víða við í viðtali við Sky Sports og ræddi meðal annars söguna sem Rooney sagði einu sinni um dans þeirra Pogbas og Lingards. Honum fannst það vera til marks um hvernig hugarfarið hefði breyst hjá United. „Ég vil koma einu á hreint. Ég hef heyrt hluti og Wayne Rooney sagði að við hefðum tapað leik og við Jesse hefðum dansað í klefanum,“ sagði Pogba. „Þú þarft alltaf annað álit, annað vitni, svo ef einhver getur staðfest það sem Wayne Rooney sagði þegar hann var í klefanum samþykki ég það. Ef ekki þýðir það að þetta sé ekki satt. Jesse staðfesti þetta aldrei. Ég staðfesti þetta aldrei. Ég er tapsár og ég virði það sem ég geri, ég virði félagið og að ég hafi komið inn í klefa eftir tap, sett tónlist á og goðsögnin Wayne Rooney hafi setið þarna og ekki sagt neitt við okkur, passar það? Að enginn í félaginu hafi komið til okkar ef við dönsuðum eftir tap, hmm.“ "It's not true"Paul Pogba on Wayne Rooney's story that he danced in the Manchester United dressing room after a defeat 🔴 pic.twitter.com/Vd7866ISpb— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) October 17, 2024 Pogba ætlar að snúa aftur í boltann á næsta ári eftir að hafa tekið út bann fyrir að falla á lyfjaprófi. Pogba var upphaflega dæmdur í fjögurra ára bann en það var stytt niður í átján mánuði. Pogba hefur alltaf haldið fram sakleysi sínu í málinu. „Ég er enginn svindlari,“ sagði franski miðjumaðurinn í viðtali við ESPN. Hinn 31 árs Pogba ætlar að koma tvíefldur til baka eftir bannið og segir að hann geti náð fyrri styrk, og gott betur. „Ég horfi á jákvæðu hliðarnar og ég veit að ég kem til baka hungraðri og ákveðnari en áður. Mér líður eins og krakka sem vill verða atvinnumaður, strák sem hefur ekki náð að komast á toppinn. Það kraumar líka í mér reiði. Reiðin mun hjálpa mér og drífa mig áfram. Ég mun gera allt mitt til að komast aftur þangað sem ég var og verða jafnvel enn betri. Af hverju ekki?“ spurði Pogba ákveðinn.
Enski boltinn Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sport „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Fótbolti Fleiri fréttir Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Sjá meira