Neyðarástand - úrbætur strax Sigrún Hulda Steingrímsdóttir skrifar 17. október 2024 10:16 Aðstaða á bráðmóttöku Landspítalans í Fossvogi Mér er algjörlega ofboðið að sjá þær aðstæður sem fárveiku fólki er boðið uppá á bráðmóttöku Landspítalans í Fossvogi. Ég fór með manninum mínum með sjúkraflugi þangað núna í haust. Við komum á spítalann um miðja nótt. Sjúkrabörurnar voru keyrðar eftir upplýstum gangi eða göngum þar sem fárveikir sjúklingar lágu í röðum. Ekkert skýldi þeim fyrir umferðinni um ganginn. Það var svo þröngt að sjúkrabörurnar rákust óvart í eitt rúmið og sjúklingurinn sem þar lá hrökk upp. Að sjá þennan hræðilega aðbúnað sem hættulega veiku fólki er búið snart mig djúpt, eignlega jafn mikið og veikindi mannsins míns. En hann komst strax í öruggt skjól á gjörgæslunni í Fossvoginum og honum vegnar vel. Móttaka bráðmóttöku Landspítalans í Fossvogi er í litlu glerhýsi, þar sem bráðveiku fólki er boðið upp á að sitja þröngt á hörðum stólum. Rennihurð opnast í sífellu, þannig að það gustar beint inn á fólkið sem þar bíður. Móttakan þarf stærra pláss núna strax, þar sem er hlýtt og hvíldarstólar og teppi fyrir sjúklingana sem bíða eftir þjónustu. Þessar úrbætur þola enga bið. Sjúklingar sem hafa fengið fyrstu aðstoð á bráðamóttöku þurfa svo að komast strax í viðeigandi þjónustu í sjúkrastofum í stað þess að liggja á göngum sjúkrahússins. Það er ekki annað í boði en að laga þetta ástand á bráðmóttökunni. Vegna brunavarna er beinlínis hættulegt að þrengja svona að á göngum sjúkrahússins. Þessi aðbúnaður er alls ekki boðlegur hvorki fyrir sjúklinga, starfsfólk eða aðstandendur. Sjúklingar fá ekki ásættanlegan aðbúnað eins á ástandið er og starfsfólkið brennur út við þessar starfsaðstæður. Hér getur verið um líf og dauða að tefla. Það þarf úrbætur núna strax. Skortur á hjúkrunarrýmum fyrir aldraða Að undanförnu hafa borist fréttir um að um 100 manns bíði eftir plássum á hjúkrunarheimilum á Íslandi. Þetta aldraða fólk býr við óöryggi og óviðunandi aðstæður á yfirfullum sjúkrahúsum landsins og er einatt flutt á milli stofnanna. Þeir sjúklingar sem ættu að nýta plássin á sjúkrahúsunum liggja við algjörlega óboðlegar aðstæður á göngum sjúkrahúsanna, aðallega Landspítalans. Ég er viss um að það er hægt að finna gott húsnæði sem hægt að nýta sem hjúkrunarrými fyrir aldraða og skapa þannig rými fyrir sjúklinga sjúkrahúsanna. Þar þurfa allir að vinna saman að lausn, bæði heilbrigðisyfirvöld, sveitarfélög og þeir sem bera ábyrgð á einkarekstri hjúkrunarheimila. Þar sem það stendur mér nærri langar mig að hvetja Akureyrarbæ, heilbrigðisyfirvöld þar og Heilsuvernd, sem rekur hjúkrunarheimilin að vinna saman samkvæmt „Akureyrarmódelinu“ að því að fjölga hjúkrunarrýmum á svæðinu. Ég held að möguleikarnir leynist víða. Í Skjaldarvík, rétt utan Akureyrar var rekið öldrunarheimili til ársins 1998. Eftir það voru gerðar endurbætur á húsnæðinu og þar rekið gistiheimili til ársins 2022. Væri ekki vert að skoða hvort hægt væri að nýta Skjaldarvík sem hjúkrunarheimili á nýjan leik til að minnka biðlistana fyrir hjúkrunarrými. Eflaust eru fleiri möguleikar í boði á Akureyrarsvæðinu. Nú þarf að hefjast handa og finna lausn. Úrbætur strax Þessi tvö mál aðbúnaður á bráðmóttöku Landspítalans og skortur á hjúkrunarrýmum fyrir aldraða eru algjörlega óviðunandi. Ég bið ykkur ráðherra og þingmenn að kynna ykkur málið og setja ykkur í spor þessa fólks. Er þetta þjónusta sem ykkur þætti ásættanleg ef þið eða aðstandendur ykkar þyrftuð á bráðamóttöku eða hjúkrunarheimili að halda? Við erum ríkt land Ísland. Við eigum alveg fjármuni til að kippa þessu í liðinn. Það er ekki hægt að bíða fram yfir kosningar, þann 30 nóvember næstkomandi. Hefjumst handa strax. Höfundur er náms- og starfsráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Sjá meira
Aðstaða á bráðmóttöku Landspítalans í Fossvogi Mér er algjörlega ofboðið að sjá þær aðstæður sem fárveiku fólki er boðið uppá á bráðmóttöku Landspítalans í Fossvogi. Ég fór með manninum mínum með sjúkraflugi þangað núna í haust. Við komum á spítalann um miðja nótt. Sjúkrabörurnar voru keyrðar eftir upplýstum gangi eða göngum þar sem fárveikir sjúklingar lágu í röðum. Ekkert skýldi þeim fyrir umferðinni um ganginn. Það var svo þröngt að sjúkrabörurnar rákust óvart í eitt rúmið og sjúklingurinn sem þar lá hrökk upp. Að sjá þennan hræðilega aðbúnað sem hættulega veiku fólki er búið snart mig djúpt, eignlega jafn mikið og veikindi mannsins míns. En hann komst strax í öruggt skjól á gjörgæslunni í Fossvoginum og honum vegnar vel. Móttaka bráðmóttöku Landspítalans í Fossvogi er í litlu glerhýsi, þar sem bráðveiku fólki er boðið upp á að sitja þröngt á hörðum stólum. Rennihurð opnast í sífellu, þannig að það gustar beint inn á fólkið sem þar bíður. Móttakan þarf stærra pláss núna strax, þar sem er hlýtt og hvíldarstólar og teppi fyrir sjúklingana sem bíða eftir þjónustu. Þessar úrbætur þola enga bið. Sjúklingar sem hafa fengið fyrstu aðstoð á bráðamóttöku þurfa svo að komast strax í viðeigandi þjónustu í sjúkrastofum í stað þess að liggja á göngum sjúkrahússins. Það er ekki annað í boði en að laga þetta ástand á bráðmóttökunni. Vegna brunavarna er beinlínis hættulegt að þrengja svona að á göngum sjúkrahússins. Þessi aðbúnaður er alls ekki boðlegur hvorki fyrir sjúklinga, starfsfólk eða aðstandendur. Sjúklingar fá ekki ásættanlegan aðbúnað eins á ástandið er og starfsfólkið brennur út við þessar starfsaðstæður. Hér getur verið um líf og dauða að tefla. Það þarf úrbætur núna strax. Skortur á hjúkrunarrýmum fyrir aldraða Að undanförnu hafa borist fréttir um að um 100 manns bíði eftir plássum á hjúkrunarheimilum á Íslandi. Þetta aldraða fólk býr við óöryggi og óviðunandi aðstæður á yfirfullum sjúkrahúsum landsins og er einatt flutt á milli stofnanna. Þeir sjúklingar sem ættu að nýta plássin á sjúkrahúsunum liggja við algjörlega óboðlegar aðstæður á göngum sjúkrahúsanna, aðallega Landspítalans. Ég er viss um að það er hægt að finna gott húsnæði sem hægt að nýta sem hjúkrunarrými fyrir aldraða og skapa þannig rými fyrir sjúklinga sjúkrahúsanna. Þar þurfa allir að vinna saman að lausn, bæði heilbrigðisyfirvöld, sveitarfélög og þeir sem bera ábyrgð á einkarekstri hjúkrunarheimila. Þar sem það stendur mér nærri langar mig að hvetja Akureyrarbæ, heilbrigðisyfirvöld þar og Heilsuvernd, sem rekur hjúkrunarheimilin að vinna saman samkvæmt „Akureyrarmódelinu“ að því að fjölga hjúkrunarrýmum á svæðinu. Ég held að möguleikarnir leynist víða. Í Skjaldarvík, rétt utan Akureyrar var rekið öldrunarheimili til ársins 1998. Eftir það voru gerðar endurbætur á húsnæðinu og þar rekið gistiheimili til ársins 2022. Væri ekki vert að skoða hvort hægt væri að nýta Skjaldarvík sem hjúkrunarheimili á nýjan leik til að minnka biðlistana fyrir hjúkrunarrými. Eflaust eru fleiri möguleikar í boði á Akureyrarsvæðinu. Nú þarf að hefjast handa og finna lausn. Úrbætur strax Þessi tvö mál aðbúnaður á bráðmóttöku Landspítalans og skortur á hjúkrunarrýmum fyrir aldraða eru algjörlega óviðunandi. Ég bið ykkur ráðherra og þingmenn að kynna ykkur málið og setja ykkur í spor þessa fólks. Er þetta þjónusta sem ykkur þætti ásættanleg ef þið eða aðstandendur ykkar þyrftuð á bráðamóttöku eða hjúkrunarheimili að halda? Við erum ríkt land Ísland. Við eigum alveg fjármuni til að kippa þessu í liðinn. Það er ekki hægt að bíða fram yfir kosningar, þann 30 nóvember næstkomandi. Hefjumst handa strax. Höfundur er náms- og starfsráðgjafi.
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun