Shearer hefði stórslasað sig við að reyna það sem Haaland gerði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. október 2024 22:31 Erling Haaland fagnar þessu ótrúlega marki sínu sem hann skoraði fyrir Manchester City á móti Spörtu Prag í Meistaradeildinni í vikunni. Getty/Robbie Jay Barratt Gary Lineker, Alan Shearer og Micah Richards ræddu eins og fleiri magnað mark Erling Braut Haaland í Meistaradeildinni í vikunni. Annað af mörkum Haaland fyrir Manchester City á móti Spörtu Prag skoraði sá norski með skoti aftur fyrir bak með sannkallaðri háloftahælspyrnu. Það var margt sem þótti varla mannlegt við þetta skot Norðmannsins. Hvernig hann náði krafti í skotið og hvernig hann náði að taka hælspyrnu svo hátt uppi voru tvær af þessum spurningum sem fótboltasérfræðingarnir veltu fyrir sér. „Við verðum að byrja á því að ræða þetta mark hjá Haaland. Ég hef aldrei séð svona áður. Ég meina þetta var stórbrotið,“ sagði Gary Lineker í hlaðvarpsþætti sínum, The Best is Football. Hann skoraði ófá mörkin á ferli sínum alveg eins og Alan Shearer, markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi. Shearer sjálfur var á því að hann hefði stórslasað sig við að reyna það sem Haaland gerði þarna. „Ég hefði tognað á nára, á hné eða aftan í læri. Eitthvað hefði gefið sig hefði ég reynt þetta,“ sagði Alan Shearer. „Réttara sagt ég hefði aldrei náð þessu. Þetta er svo magnað mark. Þvílíkt mark hjá honum þetta var alveg ótrúlegt,“ sagði Shearer. „Hann minnti mig á Ibrahimovic,“ sagði Micah Richards og líkt tilþrifum Haaland við þau hjá Svíanum Zlatan Ibrahimovic sem skoraði mörg mörk á ferlinum. „Ég var einmitt að hugsa það sama,“ sagði Lineker. „Það er magnað að sjá hvernig þeir gert hreyft á sér skrokkinn verandi svona stórir menn,“ sagði Richards. View this post on Instagram A post shared by The Rest Is Football (@therestisfootball) Enski boltinn Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Frank Mill er látinn Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sjá meira
Annað af mörkum Haaland fyrir Manchester City á móti Spörtu Prag skoraði sá norski með skoti aftur fyrir bak með sannkallaðri háloftahælspyrnu. Það var margt sem þótti varla mannlegt við þetta skot Norðmannsins. Hvernig hann náði krafti í skotið og hvernig hann náði að taka hælspyrnu svo hátt uppi voru tvær af þessum spurningum sem fótboltasérfræðingarnir veltu fyrir sér. „Við verðum að byrja á því að ræða þetta mark hjá Haaland. Ég hef aldrei séð svona áður. Ég meina þetta var stórbrotið,“ sagði Gary Lineker í hlaðvarpsþætti sínum, The Best is Football. Hann skoraði ófá mörkin á ferli sínum alveg eins og Alan Shearer, markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi. Shearer sjálfur var á því að hann hefði stórslasað sig við að reyna það sem Haaland gerði þarna. „Ég hefði tognað á nára, á hné eða aftan í læri. Eitthvað hefði gefið sig hefði ég reynt þetta,“ sagði Alan Shearer. „Réttara sagt ég hefði aldrei náð þessu. Þetta er svo magnað mark. Þvílíkt mark hjá honum þetta var alveg ótrúlegt,“ sagði Shearer. „Hann minnti mig á Ibrahimovic,“ sagði Micah Richards og líkt tilþrifum Haaland við þau hjá Svíanum Zlatan Ibrahimovic sem skoraði mörg mörk á ferlinum. „Ég var einmitt að hugsa það sama,“ sagði Lineker. „Það er magnað að sjá hvernig þeir gert hreyft á sér skrokkinn verandi svona stórir menn,“ sagði Richards. View this post on Instagram A post shared by The Rest Is Football (@therestisfootball)
Enski boltinn Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Frank Mill er látinn Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sjá meira