Ó nei, ekki aftur! Leyfisveitingar fyrir Hvammsvirkjun Margrét Erlendsdóttir skrifar 26. október 2024 20:02 Meiri hluti sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps veitti á ný framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun á sveitarstjórnarfundi 24. október síðastliðinn. Áður hafði meiri hlutinn veitt leyfi fyrir framkvæmdinni 14. júní 2023 en degi síðar voru forsendur þess brostnar þegar úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi úr gildi leyfi Orkustofnunar fyrir sömu framkvæmd (mál 3/2023). Ákvörðun úrskurðarnefndarinnar afhjúpaði slæleg vinnubrögð, þekkingarleysi og veikburða stjórnsýslu sem varð til þess að grundvallarþættir vatnalöggjafarinnar til verndar náttúrunni voru hunsaðir. Þetta var áfellisdómur sem á sér ekki fordæmi hér á landi. Nú hefur Orkustofnun á ný veitt virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun en líkt og áður virðist sú ákvörðun byggð á ótraustum grunni. Um leið og ákvörðunin lá fyrir og áður en að hún hafði verið birt, beið sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps ekki boðanna (nema hún hafi kannski verið komin með boð frá Landsvirkjun), nú skyldi halda sveitarstjórnarfund með hraði til að veita framkvæmdaleyfi fyrir virkjuninni. Sorglegur sveitarstjórnarfundur Sveitarstjórnarfundir skulu vera opnir og borgurunum heimil áheyrn að umræðu og ákvörðunum sem þar fara fram. Þetta nýtti ég mér ásamt nokkrum öðrum sem urðum þar með vitni að þessum sorglega fundi. Sá eini fulltrúi íbúa í sveitarstjórn sem horfist í augu við hve skelfileg, röng og afdrifarík ákvörðun það er að heimila byggingu Hvammsvirkjunar í Þjórsá dró það vel fram á fundinum. Ekki varð annað séð en að aðrir sveitarstjórnarfulltrúar leggðu við hlustir, væri sumum nokkuð órótt og liði illa. Það er skiljanlegt því flestu vel meinandi fólki hlýtur að finnast óþægilegt að standa að baki stórum ákvörðunum sem það í hjarta sínu veit að eru rangar, skaðlegar og óafturkræfar. En þannig var það á þessum fundi og atkvæðin féllu eins og vitað var fyrir, fjórir kusu með og einn á móti. Hvaða afl það er sem lyftir höndum fólks til samþykkis við svona aðstæður get ég auðvitað ekki vitað. Mig grunar þó að hræðsla vegi þar þungt. Landsvirkjun býr yfir mikilli orku og beitir því afli á ýmsa lund, að því er virðist m.a. til að lyfta höndum sveitarstjórnarmanna þegar taka þarf vondar ákvarðanir. Aðkoma og íhlutun stjórnmálamanna í tíð þeirra fjölmörgu ríkisstjórna sem setið hafa frá því að harmsagan um Hvammsvirkjun hófst fyrir rúmum tuttugu árum er svo kapítuli út af fyrir sig. Að óttast sinn eigin málflutning Á sveitarstjórnarfundinum í Árnesi var það fyrst og fremst oddvitinn sem reyndi að andæfa rökum sveitarstjórnarfulltrúans sem mælti gegn leyfisveitingunni. Aðrir mæltu fátt, jafnvel ekkert. Við áheyrendur sátum hljóð, enda réttur okkar einungis að hlusta en sá réttur er skýr. Það kom mér hins vegar á óvart þegar oddvitinn beindi máli sínu til mín og spurði ásakandi hvor ég væri að taka fundinn upp. Ég svaraði sem satt var að svo væri ekki en þá krafðist hann þess að ég afhenti honum síma minn svo hann gæti gengið úr skugga um hið sanna í málinu. Ekki þarf mörg orð um lyktir málsins en mér gafst tækifæri til að benda oddvitanum á að sveitarstjórnin hefði átt að sjá sóma sinn í því að útvarpa frá fundinum um þetta afdrifaríka mál sem er svo sannarlega ekki einkamál þeirra sem þar sátu. Þetta furðulega atvik hefur leitt huga minn að því hvers vegna oddvitinn óttaðist svo mjög að fundurinn hefði verið tekinn upp. Eftir á að hyggja skil ég það núna. Hann óttast líklega sinn eigin málflutning og vill því skiljanlega að orð hans varðveitist ekki, heldur hverfi í tímans þunga nið. Hvað sem því líður mun sagan engu að síður dæma hann og aðra þá sem berjast með oddi og egg fyrir eyðileggingunni sem áformuð er í anddyri Þjórsárdals í Gnúpverjahreppi. Höfundur er fædd og uppalin í Gnúpverjahreppi með sterk tengsl við sveitina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Deilur um Hvammsvirkjun Vatnsaflsvirkjanir Landsvirkjun Orkumál Mest lesið Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Meiri hluti sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps veitti á ný framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun á sveitarstjórnarfundi 24. október síðastliðinn. Áður hafði meiri hlutinn veitt leyfi fyrir framkvæmdinni 14. júní 2023 en degi síðar voru forsendur þess brostnar þegar úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi úr gildi leyfi Orkustofnunar fyrir sömu framkvæmd (mál 3/2023). Ákvörðun úrskurðarnefndarinnar afhjúpaði slæleg vinnubrögð, þekkingarleysi og veikburða stjórnsýslu sem varð til þess að grundvallarþættir vatnalöggjafarinnar til verndar náttúrunni voru hunsaðir. Þetta var áfellisdómur sem á sér ekki fordæmi hér á landi. Nú hefur Orkustofnun á ný veitt virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun en líkt og áður virðist sú ákvörðun byggð á ótraustum grunni. Um leið og ákvörðunin lá fyrir og áður en að hún hafði verið birt, beið sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps ekki boðanna (nema hún hafi kannski verið komin með boð frá Landsvirkjun), nú skyldi halda sveitarstjórnarfund með hraði til að veita framkvæmdaleyfi fyrir virkjuninni. Sorglegur sveitarstjórnarfundur Sveitarstjórnarfundir skulu vera opnir og borgurunum heimil áheyrn að umræðu og ákvörðunum sem þar fara fram. Þetta nýtti ég mér ásamt nokkrum öðrum sem urðum þar með vitni að þessum sorglega fundi. Sá eini fulltrúi íbúa í sveitarstjórn sem horfist í augu við hve skelfileg, röng og afdrifarík ákvörðun það er að heimila byggingu Hvammsvirkjunar í Þjórsá dró það vel fram á fundinum. Ekki varð annað séð en að aðrir sveitarstjórnarfulltrúar leggðu við hlustir, væri sumum nokkuð órótt og liði illa. Það er skiljanlegt því flestu vel meinandi fólki hlýtur að finnast óþægilegt að standa að baki stórum ákvörðunum sem það í hjarta sínu veit að eru rangar, skaðlegar og óafturkræfar. En þannig var það á þessum fundi og atkvæðin féllu eins og vitað var fyrir, fjórir kusu með og einn á móti. Hvaða afl það er sem lyftir höndum fólks til samþykkis við svona aðstæður get ég auðvitað ekki vitað. Mig grunar þó að hræðsla vegi þar þungt. Landsvirkjun býr yfir mikilli orku og beitir því afli á ýmsa lund, að því er virðist m.a. til að lyfta höndum sveitarstjórnarmanna þegar taka þarf vondar ákvarðanir. Aðkoma og íhlutun stjórnmálamanna í tíð þeirra fjölmörgu ríkisstjórna sem setið hafa frá því að harmsagan um Hvammsvirkjun hófst fyrir rúmum tuttugu árum er svo kapítuli út af fyrir sig. Að óttast sinn eigin málflutning Á sveitarstjórnarfundinum í Árnesi var það fyrst og fremst oddvitinn sem reyndi að andæfa rökum sveitarstjórnarfulltrúans sem mælti gegn leyfisveitingunni. Aðrir mæltu fátt, jafnvel ekkert. Við áheyrendur sátum hljóð, enda réttur okkar einungis að hlusta en sá réttur er skýr. Það kom mér hins vegar á óvart þegar oddvitinn beindi máli sínu til mín og spurði ásakandi hvor ég væri að taka fundinn upp. Ég svaraði sem satt var að svo væri ekki en þá krafðist hann þess að ég afhenti honum síma minn svo hann gæti gengið úr skugga um hið sanna í málinu. Ekki þarf mörg orð um lyktir málsins en mér gafst tækifæri til að benda oddvitanum á að sveitarstjórnin hefði átt að sjá sóma sinn í því að útvarpa frá fundinum um þetta afdrifaríka mál sem er svo sannarlega ekki einkamál þeirra sem þar sátu. Þetta furðulega atvik hefur leitt huga minn að því hvers vegna oddvitinn óttaðist svo mjög að fundurinn hefði verið tekinn upp. Eftir á að hyggja skil ég það núna. Hann óttast líklega sinn eigin málflutning og vill því skiljanlega að orð hans varðveitist ekki, heldur hverfi í tímans þunga nið. Hvað sem því líður mun sagan engu að síður dæma hann og aðra þá sem berjast með oddi og egg fyrir eyðileggingunni sem áformuð er í anddyri Þjórsárdals í Gnúpverjahreppi. Höfundur er fædd og uppalin í Gnúpverjahreppi með sterk tengsl við sveitina.
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun