Vitað mál að allir flokkar berjist ekki fyrir almannahag Tómas Arnar Þorláksson skrifar 28. október 2024 22:31 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, og Inga Sæland, formaður Flokk fólksins. Vísir/Arnar „Það segjast allir flokkar vera berjast fyrir almannahag þó að allir vita að það sé ekki satt. Við erum almannahagsmuna flokkur og eigum við ekki bara lofa okkur að telja upp úr kössunum og sjá hverju við getum náð fram þegar við förum að ná okkar málum fram. Þetta snýst allt um málamiðlanir.“ Þetta segir Inga Sæland, formaður Flokk fólksins, um hvaða flokka hún sér fyrir sér að mynda ríkisstjórn með. Inga og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, ræddu niðurstöður nýjustu könnunar Maskínu þar sem flokkar þeirra beggja bættu við sig töluverðu fylgi í kvöldfréttum Stöðvar 2. Fylgi Viðreisnar hefur aldrei mælst hærra í Maskínukönnun og Flokkur fólksins hefur reist við fylgi sitt umfram það sem flokkurinn fékk í kosningunum 2021. Píratar tapa rúmum tveimur prósentum og fylgi vinstri grænna heldur áfram að dala. Báðir flokkar mælast út af þingi. Á milli kannanna fer fylgi Viðreisnar úr 13,8 prósentum upp í 16,2%. Flokkur fólksins mælist nú með 9,3 prósent fylgi. Viðreisn láti ekki aðra flokka hafa áhrif á sig Á þeim tíma sem könnunin var gerð bættu báðir flokkar við sig töluvert mikið af nýju fólki og tilkynntu lista sína í öllum kjördæmum. Spurð hvort að nýju andlitin útskýri þessa fylgisaukningu segir Þorgerður: „Við erum auðvitað að finna fyrir mjög miklum meðbyr. Það er mikil samheldni hjá okkur en ég vil fyrst og síðast rekja það að við erum samkvæm sjálfum okkur og höfum verið það allan tímann. Við erum ekki að láta aðra flokka eða skoðanakannanir segja okkur hvaða mál við eigum að setja á dagskrá.“ Þorgerður telur að fólk kunni að meta að Viðreisn breyti ekki sinni stefnu og að allir viti fyrir hvað flokkurinn standi. „Nú erum við búin að skila inn öllum gögnum og vorum fyrsti flokkurinn til þess. Það sýnir að við erum tilbúin því við þurfum ríkisstjórn sem er tilbúin að bretta strax upp ermar og byrja að vinna fyrir fólkið í landinu.“ Flokkur fólksins kominn til að sjá og sigra Flokkur fólksins skipti um oddvita í tveimur kjördæmum en Jakob Frímann, þingmaður Flokk fólksins, verður ekki lengur oddviti í Norðausturkjördæmi. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, situr í oddvitasæti í Reykjavík sem var áður sæti Tómasar Tómassonar. Hefur þetta frískað upp á flokkinn? „Ég held fyrst og síðast það sem hafi frískað upp á okkur er í rauninni.. Ég segi eins og Þorgerður Katrín við höfum alltaf barist fyrir því sama, við höfum aldrei hnikað út af þeirri stefnu sem Flokkur fólksins var stofnaður um, að berjast gegn fátækt. Við segjum að við séum komin til að sjá og sigra. Við erum komin til að taka við stjórnartaumunum og við fæddumst tilbúin.“ Hún segist finna fyrir mikilli alúð, hlýju og hvatningu frá fólki í samfélaginu. Spurð með hvaða flokki hún myndi vilja sigra þessar kosningar segir Inga: „Við sigrum kosningar með Flokki fólksins. Ef þú ert að tala um með hverjum við myndum vilja mynda ríkisstjórn með eftir kosningar þá munum við gera það með þeim sem vilja taka utan um okkar mál.“ Jón Gnarr gríðarlega mikilvægur Í könnun Maskínu sést að Viðreisn er vinsæl meðal ungs fólks sem Þorgerður segja vera dýrmætt. Spurð hvort að persónufylgi Jón Gnarrs, grínista og fyrrverandi borgarstjóra, sé að hafa þessi áhrif eða hvort málefni flokksins eigi svona góðan samgrunn með ungum kjósendum segir Þorgerður: „Ég held að þetta sé bæði, ekki spurning. Jón Gnarr er gríðarlega mikilvægur og dýrmætur liðsauki en um leið er ég mjög þakklát að sjá að unga fólkið er að fara á vagninn með okkur meðal annars af því að við erum að setja þessi mál, bæði til skemmri tíma en líka til lengri tíma, að tryggja þeirra fjárhagslega og félagslega öryggi til skemmri og lengri tíma og veita þeim ákveðinn valkost,“ segir hún og tekur fram að mikilvægt sé að eldra fólkið fái ekki alltaf að ráða för. Viðreisn Flokkur fólksins Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Þetta segir Inga Sæland, formaður Flokk fólksins, um hvaða flokka hún sér fyrir sér að mynda ríkisstjórn með. Inga og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, ræddu niðurstöður nýjustu könnunar Maskínu þar sem flokkar þeirra beggja bættu við sig töluverðu fylgi í kvöldfréttum Stöðvar 2. Fylgi Viðreisnar hefur aldrei mælst hærra í Maskínukönnun og Flokkur fólksins hefur reist við fylgi sitt umfram það sem flokkurinn fékk í kosningunum 2021. Píratar tapa rúmum tveimur prósentum og fylgi vinstri grænna heldur áfram að dala. Báðir flokkar mælast út af þingi. Á milli kannanna fer fylgi Viðreisnar úr 13,8 prósentum upp í 16,2%. Flokkur fólksins mælist nú með 9,3 prósent fylgi. Viðreisn láti ekki aðra flokka hafa áhrif á sig Á þeim tíma sem könnunin var gerð bættu báðir flokkar við sig töluvert mikið af nýju fólki og tilkynntu lista sína í öllum kjördæmum. Spurð hvort að nýju andlitin útskýri þessa fylgisaukningu segir Þorgerður: „Við erum auðvitað að finna fyrir mjög miklum meðbyr. Það er mikil samheldni hjá okkur en ég vil fyrst og síðast rekja það að við erum samkvæm sjálfum okkur og höfum verið það allan tímann. Við erum ekki að láta aðra flokka eða skoðanakannanir segja okkur hvaða mál við eigum að setja á dagskrá.“ Þorgerður telur að fólk kunni að meta að Viðreisn breyti ekki sinni stefnu og að allir viti fyrir hvað flokkurinn standi. „Nú erum við búin að skila inn öllum gögnum og vorum fyrsti flokkurinn til þess. Það sýnir að við erum tilbúin því við þurfum ríkisstjórn sem er tilbúin að bretta strax upp ermar og byrja að vinna fyrir fólkið í landinu.“ Flokkur fólksins kominn til að sjá og sigra Flokkur fólksins skipti um oddvita í tveimur kjördæmum en Jakob Frímann, þingmaður Flokk fólksins, verður ekki lengur oddviti í Norðausturkjördæmi. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, situr í oddvitasæti í Reykjavík sem var áður sæti Tómasar Tómassonar. Hefur þetta frískað upp á flokkinn? „Ég held fyrst og síðast það sem hafi frískað upp á okkur er í rauninni.. Ég segi eins og Þorgerður Katrín við höfum alltaf barist fyrir því sama, við höfum aldrei hnikað út af þeirri stefnu sem Flokkur fólksins var stofnaður um, að berjast gegn fátækt. Við segjum að við séum komin til að sjá og sigra. Við erum komin til að taka við stjórnartaumunum og við fæddumst tilbúin.“ Hún segist finna fyrir mikilli alúð, hlýju og hvatningu frá fólki í samfélaginu. Spurð með hvaða flokki hún myndi vilja sigra þessar kosningar segir Inga: „Við sigrum kosningar með Flokki fólksins. Ef þú ert að tala um með hverjum við myndum vilja mynda ríkisstjórn með eftir kosningar þá munum við gera það með þeim sem vilja taka utan um okkar mál.“ Jón Gnarr gríðarlega mikilvægur Í könnun Maskínu sést að Viðreisn er vinsæl meðal ungs fólks sem Þorgerður segja vera dýrmætt. Spurð hvort að persónufylgi Jón Gnarrs, grínista og fyrrverandi borgarstjóra, sé að hafa þessi áhrif eða hvort málefni flokksins eigi svona góðan samgrunn með ungum kjósendum segir Þorgerður: „Ég held að þetta sé bæði, ekki spurning. Jón Gnarr er gríðarlega mikilvægur og dýrmætur liðsauki en um leið er ég mjög þakklát að sjá að unga fólkið er að fara á vagninn með okkur meðal annars af því að við erum að setja þessi mál, bæði til skemmri tíma en líka til lengri tíma, að tryggja þeirra fjárhagslega og félagslega öryggi til skemmri og lengri tíma og veita þeim ákveðinn valkost,“ segir hún og tekur fram að mikilvægt sé að eldra fólkið fái ekki alltaf að ráða för.
Viðreisn Flokkur fólksins Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira