Hið augljósa útlendingavandamál Hallþór Jökull Hákonarson skrifar 31. október 2024 15:17 Það er svo augljóst að það er útlendingavandamál á Íslandi. Ég segi það ekki af því að ég er haldinn einhverri útlendingaandúð, ég er það alls ekki. Konan mín, mágkona, amma mín heitin, maður móður minnar og kona föður míns eru öll útlendingar. En að sjá ekki vandann er ekkert annað en að stinga höfðinu ofan í sandinn. Vandamálið snýr að því hve hræðilega illa gengur að fá innflytjendur til þess að tileinka sér tungu heimamanna, raunar svo mjög að samkvæmt nýrri skýrslu frá OECD þá gengur það hvergi verr í heiminum en hér. Stöðugt er verið að ýta íslenskunni út út um allt. Sífellt fleiri vinnustaðir vinna ekki lengur á íslensku og mjög víða er þjónusta ekki lengur aðgengileg á íslensku. Ég hef kynnst og vingast við fjöldann allan af innflytjendum í hinum ýmsu störfum sem ég hef sinnt í ferðaþjónustu og í byggingariðnaði. Mín reynsla hefur verið sú að mikill meirihluti innflytjenda sem ég hef kynnst hefur lítinn áhuga á að læra íslensku. Viðhorfið ,,til hvers að læra og tala íslensku þegar að allir hér kunna ensku" er verulega útbreitt. Nú er svo komið að þetta ömurlega viðhorf er einnig orðið algengt hjá fjöldann allan af fyrirtækjum í landinu og meira að segja hjá sumum sveitarfélögum. Þessi þróun er að eiga sér stað á ógnarhraða. Breytingar á íbúasamsetningu þessa lands eru einnig að breytast með ógnarhraða, hraðar en í nokkru öðru landi samkvæmt OECD. Ef fram fer sem horfir þá verða Íslendingar komnir í minnihluta árið 2039 ef miðað er við fjölgun útlendinga á síðustu tveimur árum. Hvað verður um íslenskuna þá? Það stefnir í að íslensk tunga verður aðeins til heimabrúks hjá litlum frumbyggjaminnihlutahópi. Er það ekki vandamál? Höfundur er leiðsögumaður, skógfræðingur og húsasmíðanemi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Það er svo augljóst að það er útlendingavandamál á Íslandi. Ég segi það ekki af því að ég er haldinn einhverri útlendingaandúð, ég er það alls ekki. Konan mín, mágkona, amma mín heitin, maður móður minnar og kona föður míns eru öll útlendingar. En að sjá ekki vandann er ekkert annað en að stinga höfðinu ofan í sandinn. Vandamálið snýr að því hve hræðilega illa gengur að fá innflytjendur til þess að tileinka sér tungu heimamanna, raunar svo mjög að samkvæmt nýrri skýrslu frá OECD þá gengur það hvergi verr í heiminum en hér. Stöðugt er verið að ýta íslenskunni út út um allt. Sífellt fleiri vinnustaðir vinna ekki lengur á íslensku og mjög víða er þjónusta ekki lengur aðgengileg á íslensku. Ég hef kynnst og vingast við fjöldann allan af innflytjendum í hinum ýmsu störfum sem ég hef sinnt í ferðaþjónustu og í byggingariðnaði. Mín reynsla hefur verið sú að mikill meirihluti innflytjenda sem ég hef kynnst hefur lítinn áhuga á að læra íslensku. Viðhorfið ,,til hvers að læra og tala íslensku þegar að allir hér kunna ensku" er verulega útbreitt. Nú er svo komið að þetta ömurlega viðhorf er einnig orðið algengt hjá fjöldann allan af fyrirtækjum í landinu og meira að segja hjá sumum sveitarfélögum. Þessi þróun er að eiga sér stað á ógnarhraða. Breytingar á íbúasamsetningu þessa lands eru einnig að breytast með ógnarhraða, hraðar en í nokkru öðru landi samkvæmt OECD. Ef fram fer sem horfir þá verða Íslendingar komnir í minnihluta árið 2039 ef miðað er við fjölgun útlendinga á síðustu tveimur árum. Hvað verður um íslenskuna þá? Það stefnir í að íslensk tunga verður aðeins til heimabrúks hjá litlum frumbyggjaminnihlutahópi. Er það ekki vandamál? Höfundur er leiðsögumaður, skógfræðingur og húsasmíðanemi
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar