Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 1. nóvember 2024 13:00 Það var gríðarlega vel mætt hjá Eiríki og Þóra Arnórsdóttir og Katrín Júlíusdóttir meðal þeirra sem létu sig ekki vanta. Fullt var út úr dyrum í Eymundsson við Skólavörðustíg í gær þegar stjórnmálafræðingurinn Eiríkur Bergmann hélt þar útgáfufögnuð í tilefni af útgáfu bókar hans Óvæntur ferðafélagi. Um er að ræða minningarbók Eiríks og ferðasögu með kvillann sem hann kennir við Tínu. Þegar Eiríkur Bergmann stóð á tvítugu opnast veröldin honum og hann svolgraði hana í sig af áfergju. Ólánlegur unglingur úr Breiðholti varð að víðförlum alþjóðlegum fræðimanni. Síðan tók heimurinn upp á því að lokast, veröldin fjötraðist í neti landamæratálmana og vegabréfa. Á sama tíma og hann var líka læstur inni í kófinu birtist skyndilega alvarlegur kvilli, Severe Tinnitus Disorder. Eiríkur gaf kvillanum nafnið Tína og fór að halda dagbók um ástandið. Í útgáfuhófinu las Eiríkur meðal annars upp úr bók sinni. Hann segir bókina vera ferðasögu í mörgum skilningi. Um ferðalagið með Tínu, frá ótta til sáttar, lífsferðalag frá ungdómsárum til þroska. Þar séu líka frásagnir af eiginlegum ferðum, en starfs síns vegna hefur Eiríkur ferðast víða um heimskringluna og upplifað fleira en flestir fá að gera í sínum störfum. Bókin er líka saga um að brjótast út, komast hjá aðþrengingu þrúgandi þjóðernishafta, losna úr fjötrum kófsins og úr klóm afdankaðra aldurshugmynda. En þó einkum um að leyfa Tínu ekki að loka sig inni í hávaða höfuðsins heldur læra að ferðast með henni – því hverju ferðalagi fylgir einhver lærdómur. Samkvæmislífið Menning Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Þegar Eiríkur Bergmann stóð á tvítugu opnast veröldin honum og hann svolgraði hana í sig af áfergju. Ólánlegur unglingur úr Breiðholti varð að víðförlum alþjóðlegum fræðimanni. Síðan tók heimurinn upp á því að lokast, veröldin fjötraðist í neti landamæratálmana og vegabréfa. Á sama tíma og hann var líka læstur inni í kófinu birtist skyndilega alvarlegur kvilli, Severe Tinnitus Disorder. Eiríkur gaf kvillanum nafnið Tína og fór að halda dagbók um ástandið. Í útgáfuhófinu las Eiríkur meðal annars upp úr bók sinni. Hann segir bókina vera ferðasögu í mörgum skilningi. Um ferðalagið með Tínu, frá ótta til sáttar, lífsferðalag frá ungdómsárum til þroska. Þar séu líka frásagnir af eiginlegum ferðum, en starfs síns vegna hefur Eiríkur ferðast víða um heimskringluna og upplifað fleira en flestir fá að gera í sínum störfum. Bókin er líka saga um að brjótast út, komast hjá aðþrengingu þrúgandi þjóðernishafta, losna úr fjötrum kófsins og úr klóm afdankaðra aldurshugmynda. En þó einkum um að leyfa Tínu ekki að loka sig inni í hávaða höfuðsins heldur læra að ferðast með henni – því hverju ferðalagi fylgir einhver lærdómur.
Samkvæmislífið Menning Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira