Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Sindri Sverrisson skrifar 4. nóvember 2024 20:14 Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir verður að sætta sig við fall úr sænsku úrvalsdeildinni. Örebro Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir og Katla María Þórðardóttir þurftu í kvöld að sætta sig við fall með Örebro úr sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Norrköping, lið Arnórs Ingva Traustasonar og Ísaks Andra Sigurgeirssonar, bjargaði sér hins vegar frá falli. Örebro steinlá á útivelli gegn einu besta liði deildarinnar, Häcken, 4-0 í kvöld. Áslaug Dóra var í miðri vörn Örebro allan leikinn og Katla María kom inn á þegar tuttugu mínútur voru eftir, en þá var staðan orðin 3-0. Örebro er með 19 stig í næstneðsta sæti, þegar aðeins lokaumferðin er eftir um næstu helgi, og getur ekki lengur náð AIK sem er í næsta sæti fyrir ofan með 23 stig. Örebro fellur með Trelleborg sem er langneðst með aðeins þrjú stig. Í úrvalsdeild karla í Svíþjóð er Norrköping hins vegar búið að bjarga sér frá falli, þó að ein umferð sé eftir, eftir að hafa unnið tvo síðustu leiki sína. Arnór Ingvi tryggði liðinu sigur í síðasta leik og í kvöld vann liðið frábæran 1-0 sigur gegn AIK sem er í 3. sæti deildarinnar. Eina markið var sjálfsmark gestanna um miðjan fyrri hálfleik. Arnór var á sínum stað í byrjunarliði Norrköping en Ísak sat á bekknum. Arnóri var skipt af velli á 64. mínútu en hann lenti í afar slæmri tæklingu í fyrri hálfleiknum. Norrköping er nú með 34 stig í 11. sæti, fjórum stigum fyrir ofan Värnamo sem er í þriðja neðsta sæti, svokölluðu umspilsfallsæti, þegar aðeins lokaumferðin er eftir. Tvö neðstu liðin falla beint niður um deild. Íslensku markverðirnir á bekknum Markvörðurinn Adam Ingi Benediktsson var settur á bekkinn hjá Östersund sem tapaði 2-1 gegn Örgryte á útivelli, þar sem sigurmarkið kom í uppbótartíma. Östersund er í þriðja neðsta sæti fyrir lokaumferðina, jafnt næsta liði fyrir neðan sem er Sundsvall, en tvö lið falla beint niður og næstu tvö fara í umspil um að bjarga sér frá falli. Í Danmörku var landsliðsmarkvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson sem fyrr á varamannabekknum hjá FC Kaupmannahöfn, sem gerði 2-2 jafntefli gegn Silkeborg. FCK er nú með 26 stig í 2.-3. sæti ásamt AGF en Midtjylland er efst með 27 stig. Silkeborg er í 5.-7. sæti með 22 stig líkt og Bröndby og Nodsjælland. Sænski boltinn Danski boltinn Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Fótbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sjá meira
Örebro steinlá á útivelli gegn einu besta liði deildarinnar, Häcken, 4-0 í kvöld. Áslaug Dóra var í miðri vörn Örebro allan leikinn og Katla María kom inn á þegar tuttugu mínútur voru eftir, en þá var staðan orðin 3-0. Örebro er með 19 stig í næstneðsta sæti, þegar aðeins lokaumferðin er eftir um næstu helgi, og getur ekki lengur náð AIK sem er í næsta sæti fyrir ofan með 23 stig. Örebro fellur með Trelleborg sem er langneðst með aðeins þrjú stig. Í úrvalsdeild karla í Svíþjóð er Norrköping hins vegar búið að bjarga sér frá falli, þó að ein umferð sé eftir, eftir að hafa unnið tvo síðustu leiki sína. Arnór Ingvi tryggði liðinu sigur í síðasta leik og í kvöld vann liðið frábæran 1-0 sigur gegn AIK sem er í 3. sæti deildarinnar. Eina markið var sjálfsmark gestanna um miðjan fyrri hálfleik. Arnór var á sínum stað í byrjunarliði Norrköping en Ísak sat á bekknum. Arnóri var skipt af velli á 64. mínútu en hann lenti í afar slæmri tæklingu í fyrri hálfleiknum. Norrköping er nú með 34 stig í 11. sæti, fjórum stigum fyrir ofan Värnamo sem er í þriðja neðsta sæti, svokölluðu umspilsfallsæti, þegar aðeins lokaumferðin er eftir. Tvö neðstu liðin falla beint niður um deild. Íslensku markverðirnir á bekknum Markvörðurinn Adam Ingi Benediktsson var settur á bekkinn hjá Östersund sem tapaði 2-1 gegn Örgryte á útivelli, þar sem sigurmarkið kom í uppbótartíma. Östersund er í þriðja neðsta sæti fyrir lokaumferðina, jafnt næsta liði fyrir neðan sem er Sundsvall, en tvö lið falla beint niður og næstu tvö fara í umspil um að bjarga sér frá falli. Í Danmörku var landsliðsmarkvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson sem fyrr á varamannabekknum hjá FC Kaupmannahöfn, sem gerði 2-2 jafntefli gegn Silkeborg. FCK er nú með 26 stig í 2.-3. sæti ásamt AGF en Midtjylland er efst með 27 stig. Silkeborg er í 5.-7. sæti með 22 stig líkt og Bröndby og Nodsjælland.
Sænski boltinn Danski boltinn Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Fótbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sjá meira