Draumalandið Björn Þorláksson skrifar 6. nóvember 2024 11:16 „Því þar er allt sem ann ég, það er mitt draumaland,“ segir í laginu góða. Ég er í hópi Íslendinga sem finn brjóstið tifa af ættjarðarást frá morgni til kvölds. Fegurð landsins fyllir mig gleði og undrun alla daga ársins. Aðra sögu er að segja af íslensku stjórnarfari. Hvað varðar efnahagsstjórnun og útdeilingu réttlætis undanfarið hafa vonbrigði með ríkisstjórnir orðið ráðandi tilfinning. Vel gæti farið þannig að Trump komi upp úr kjörkössunum í lok þessa mánaðar eins og gerðist í nótt fyrir vestan, ef við ræðum okkur ekki að skynsamlegri framtíð. Enga tvísköttun, takk Þegar ég hóf störf við blaðamennsku, á níunda áratug síðustu aldar, hugsaði ég iðulega: Það er nú ansi flott hve flink við erum að reka þetta samfélag. Við erum dugleg of samhent. Á þeim tíma komust nánast allir til læknis um leið og þeir þurftu og án þess að skaðaði efnahag hins sjúka. Við vorum sammála um að fyrir skattana okkar ættum við að hafa full afnot af gjaldfrjálsri heilbrigðisþjónustu. En með grægði hinna betur settu og svívirðilegum annmörkum kvótasetningar og framsals í kjölfarið, sem fylgt var eftir með gjörspilltri einkavæðingu ríkisbankanna, þeyttist ælan upp í kok hjá mörgum Íslendingnum. Ælan hefur setið föst ansi lengi. Nú þegar búið er að kjósa Trump sem valdamesta mann heims í annað skipti og hluti heimsins eins og við þekkjum hann mun líða undir lok í þeirri mynd sem við höfum þekkt hann, er ekki seinna vænna en að Íslendingar hendi nýfrjálshyggjunni á haugana, útrými mannamun eftir efnahag og setji x í kosningunum við húmanisma og jöfnuð. Útrýmum fátækt! Ísland er í hópi landa sem búa yfir verðmætustu náttúruauðlindum heims. Ef réttlát skipting verðmætanna yrði sett á dagskrá af fullri alvöru hefði hver einasta fjölskylda meira en nóg að bíta og brenna. Engin íslensk börn myndu búa við fátækt. Við fengjum öll bót okkar meina um leið og þau kæmu upp. Við þyrftum ekki að bíða fársjúk á göngum spítalanna sólahringum saman eða híma árum saman heima, bíðandi eftir sérfræðingi. Við getum útrýmt fátækt og við getum eytt öllum biðlistum. Sjálfsagðar umbætur erum við svo heppin að eiga inni sem þjóð, vegna allra náttúruauðlindanna sem Trumpistar ætla að reyna að einkavæða. Þær duga okkur vel til að brauðafæða hvert einasta íslenska mannsbarn. Auðlindirnar eru lykill okkar að samlyndi og hamingju í stað þess að almennningur sé sundraður, ófrjáls og bitur. Þar sem hluti Íslendinga býr ekki lengur yfir raunverulegu tjáningarfrelsi vegna ægimáttar ólígarkanna sem hægt og hægt eru að kaupa upp allt íslenskt fyrirtækjalíf. Hættuástand Draumar geta ræst þótt einræktaðir höfðingjar séu nú í því að tala drauma alþýðunnar niður. Ólígarkarnir og skósveinar þeirra í Hádegismóum væla og skæla og kvarta og kveina. Grátkór hinnu efnuðustu, kann það helst að öskra af frekju. Ef komið verður á móts við almenning mun landið eyðast og sökkva í sæ, segja þeir. Og vegna ofsagróðans sem skapast hefur vegna tengsla þeirra við þaulsetna stjórnmálahöfðingja ríkir hættuástand. Um það ættum við sem þjóð að tala fyrir kosningarnar. Höldum fast í draumana Við megum ekki láta spillta valdhafa hrifsa frá okkur vonina um réttlátari skiptingu gæðanna. Draumalandið Ísland hefur nógu lengi verið í skammsýnna manna höndum. Náum landinu aftur til okkar. Kjósum Flokk fólksins og hrindum af stað áætlun um nýtingu auðlinda þjóðarinnar með réttlátari og heilbrigðari dreifingu gæðanna. Við sem þjóð eigum gott skilið. Happ okkar er náttúruauðlindirnar en þá verður almenningur líka að njóta gæðanna, ekki bara örfáir menn, appelsínugulir í framan. Höfundur er þjóðfélagsfræðingur, rithöfundur og blaðamaður og skipar 3ja sætið í kosningunum 30. nóvember næstkomandi fyrir Flokk fólksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Flokkur fólksins Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
„Því þar er allt sem ann ég, það er mitt draumaland,“ segir í laginu góða. Ég er í hópi Íslendinga sem finn brjóstið tifa af ættjarðarást frá morgni til kvölds. Fegurð landsins fyllir mig gleði og undrun alla daga ársins. Aðra sögu er að segja af íslensku stjórnarfari. Hvað varðar efnahagsstjórnun og útdeilingu réttlætis undanfarið hafa vonbrigði með ríkisstjórnir orðið ráðandi tilfinning. Vel gæti farið þannig að Trump komi upp úr kjörkössunum í lok þessa mánaðar eins og gerðist í nótt fyrir vestan, ef við ræðum okkur ekki að skynsamlegri framtíð. Enga tvísköttun, takk Þegar ég hóf störf við blaðamennsku, á níunda áratug síðustu aldar, hugsaði ég iðulega: Það er nú ansi flott hve flink við erum að reka þetta samfélag. Við erum dugleg of samhent. Á þeim tíma komust nánast allir til læknis um leið og þeir þurftu og án þess að skaðaði efnahag hins sjúka. Við vorum sammála um að fyrir skattana okkar ættum við að hafa full afnot af gjaldfrjálsri heilbrigðisþjónustu. En með grægði hinna betur settu og svívirðilegum annmörkum kvótasetningar og framsals í kjölfarið, sem fylgt var eftir með gjörspilltri einkavæðingu ríkisbankanna, þeyttist ælan upp í kok hjá mörgum Íslendingnum. Ælan hefur setið föst ansi lengi. Nú þegar búið er að kjósa Trump sem valdamesta mann heims í annað skipti og hluti heimsins eins og við þekkjum hann mun líða undir lok í þeirri mynd sem við höfum þekkt hann, er ekki seinna vænna en að Íslendingar hendi nýfrjálshyggjunni á haugana, útrými mannamun eftir efnahag og setji x í kosningunum við húmanisma og jöfnuð. Útrýmum fátækt! Ísland er í hópi landa sem búa yfir verðmætustu náttúruauðlindum heims. Ef réttlát skipting verðmætanna yrði sett á dagskrá af fullri alvöru hefði hver einasta fjölskylda meira en nóg að bíta og brenna. Engin íslensk börn myndu búa við fátækt. Við fengjum öll bót okkar meina um leið og þau kæmu upp. Við þyrftum ekki að bíða fársjúk á göngum spítalanna sólahringum saman eða híma árum saman heima, bíðandi eftir sérfræðingi. Við getum útrýmt fátækt og við getum eytt öllum biðlistum. Sjálfsagðar umbætur erum við svo heppin að eiga inni sem þjóð, vegna allra náttúruauðlindanna sem Trumpistar ætla að reyna að einkavæða. Þær duga okkur vel til að brauðafæða hvert einasta íslenska mannsbarn. Auðlindirnar eru lykill okkar að samlyndi og hamingju í stað þess að almennningur sé sundraður, ófrjáls og bitur. Þar sem hluti Íslendinga býr ekki lengur yfir raunverulegu tjáningarfrelsi vegna ægimáttar ólígarkanna sem hægt og hægt eru að kaupa upp allt íslenskt fyrirtækjalíf. Hættuástand Draumar geta ræst þótt einræktaðir höfðingjar séu nú í því að tala drauma alþýðunnar niður. Ólígarkarnir og skósveinar þeirra í Hádegismóum væla og skæla og kvarta og kveina. Grátkór hinnu efnuðustu, kann það helst að öskra af frekju. Ef komið verður á móts við almenning mun landið eyðast og sökkva í sæ, segja þeir. Og vegna ofsagróðans sem skapast hefur vegna tengsla þeirra við þaulsetna stjórnmálahöfðingja ríkir hættuástand. Um það ættum við sem þjóð að tala fyrir kosningarnar. Höldum fast í draumana Við megum ekki láta spillta valdhafa hrifsa frá okkur vonina um réttlátari skiptingu gæðanna. Draumalandið Ísland hefur nógu lengi verið í skammsýnna manna höndum. Náum landinu aftur til okkar. Kjósum Flokk fólksins og hrindum af stað áætlun um nýtingu auðlinda þjóðarinnar með réttlátari og heilbrigðari dreifingu gæðanna. Við sem þjóð eigum gott skilið. Happ okkar er náttúruauðlindirnar en þá verður almenningur líka að njóta gæðanna, ekki bara örfáir menn, appelsínugulir í framan. Höfundur er þjóðfélagsfræðingur, rithöfundur og blaðamaður og skipar 3ja sætið í kosningunum 30. nóvember næstkomandi fyrir Flokk fólksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar