Með baunabyssu í kennaraverkfalli Ólafur Hauksson skrifar 7. nóvember 2024 08:46 Verkfall er síðasta úrræði launþega í kjarabaráttu. Verkfall þarf því að bíta ef það á að hafa áhrif. Kennarar eru hins vegar ekki í alvöru verkfalli sem ætlað er að bíta. Þeir eru í baunabyssuverkfalli sem hefur engin áhrif á viðsemjendur þeirra. Einu áhrifin eru að ergja þá sem verða fyrir baunaskotunum - börn í nokkrum skólum, foreldra þeirra, afa og ömmur, önnur skyldmenni svo og vinnuveitendur foreldranna. Samninganefnd ríkis og sveitarfélaga missir ekki svefn þó nokkur lítil börn úti í bæ séu svipt skólastarfinu. Því síður samninganefnd kennara. Enda eru samningafundir fáir og ekkert að gerast. Formaður kennara krefst þess að sveitarfélögin og ríkisstjórnin höggvi á hnútinn og láti undan kröfunum. Samt veit hann að ríkisstjórnin hefur ekkert umboð til þess. „Okkur verður ekki hvikað,“ segir kennaraformaðurinn. Er ætlun hans þá að halda úti skæruverkföllunum þangað til ný ríkisstjórn hefur verið mynduð? Eiga að líða mánuðir þangað til börnin komast aftur í skólann? Baunabyssuverkföllin hafa engu breytt og munu engu breyta í þessari kjarabaráttu. Það er hreinlegast fyrir kennaraforystuna að láta gott heita í þeim efnum. Eða þá ganga rösklega til verks og boða allsherjarverkfall kennara. Það skiptir engu máli í þessari umræðu hvort kennarar eigi skilið betri kjör eða ekki. Lausn á því fæst ekki núna, þegar ríkisstjórnin er varla nema nafnið, kosningar framundan og sveitarfélögin að klára fjárhagsáætlanir. Réttast væri að kennarar tækju sér hlé frá því að reyna að þvinga fram kjarabætur og héldu svo samtalinu áfram eftir kosningar við stjórnvöld sem hafa skýrt umboð og bera ábyrgð. Höfundur er afi nemanda í Leikskóla Seltjarnarness. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Hauksson Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Verkfall er síðasta úrræði launþega í kjarabaráttu. Verkfall þarf því að bíta ef það á að hafa áhrif. Kennarar eru hins vegar ekki í alvöru verkfalli sem ætlað er að bíta. Þeir eru í baunabyssuverkfalli sem hefur engin áhrif á viðsemjendur þeirra. Einu áhrifin eru að ergja þá sem verða fyrir baunaskotunum - börn í nokkrum skólum, foreldra þeirra, afa og ömmur, önnur skyldmenni svo og vinnuveitendur foreldranna. Samninganefnd ríkis og sveitarfélaga missir ekki svefn þó nokkur lítil börn úti í bæ séu svipt skólastarfinu. Því síður samninganefnd kennara. Enda eru samningafundir fáir og ekkert að gerast. Formaður kennara krefst þess að sveitarfélögin og ríkisstjórnin höggvi á hnútinn og láti undan kröfunum. Samt veit hann að ríkisstjórnin hefur ekkert umboð til þess. „Okkur verður ekki hvikað,“ segir kennaraformaðurinn. Er ætlun hans þá að halda úti skæruverkföllunum þangað til ný ríkisstjórn hefur verið mynduð? Eiga að líða mánuðir þangað til börnin komast aftur í skólann? Baunabyssuverkföllin hafa engu breytt og munu engu breyta í þessari kjarabaráttu. Það er hreinlegast fyrir kennaraforystuna að láta gott heita í þeim efnum. Eða þá ganga rösklega til verks og boða allsherjarverkfall kennara. Það skiptir engu máli í þessari umræðu hvort kennarar eigi skilið betri kjör eða ekki. Lausn á því fæst ekki núna, þegar ríkisstjórnin er varla nema nafnið, kosningar framundan og sveitarfélögin að klára fjárhagsáætlanir. Réttast væri að kennarar tækju sér hlé frá því að reyna að þvinga fram kjarabætur og héldu svo samtalinu áfram eftir kosningar við stjórnvöld sem hafa skýrt umboð og bera ábyrgð. Höfundur er afi nemanda í Leikskóla Seltjarnarness.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar