„Leið eins og ég væri í einhverju sorgarferli“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. nóvember 2024 11:30 Arnar Gunnlaugsson var í leikbanni í úrslitaleiknum á móti Breiðabliki og hér sést hann fylgjast með leiknum úr áhorfendastúkunni. Vísir/Anton Brink Víkingar spila í dag sinn fyrsta leik eftir tapið sára í úrslitaleiknum um Íslandsmeistaratitilinn. Víkingar misstu báða bikarana í sumar en tímabilið er ekki búið og Víkingar eru á heimavelli í Sambandsdeildinni í dag. Víkingar mæta bosníska félaginu Borac á Kópavogsvellinum í dag. Þetta er þriðji leikur Víkingsliðsins í aðalkeppni Sambandsdeildarinnar en Víkingar unnu síðasta Evrópuleik sinn á móti Cercle Brugge frá Belgíu. Þetta er líka fyrsti leikur Víkingsliðsins síðan að liðið tapaði 3-0 fyrir Breiðabliki á heimavelli í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn. Nú eru Víkingar komnir á heimavöll nýkrýndra Íslandsmeistara Breiðabliks en aðstöðuleysi í Laugardalnum og Víkinni urðu til þess að Víkingar spila heimaleiki sína á Kópavogsvellinum. Arnar Gunnlaugsson ræddi leikinn við Aron Guðmundsson eftir blaðamannafund Víkinga. Hann viðurkenndi að það hafi verið erfitt að rífa sína menn upp eftir vonbrigðin á móti Blikum. Svo mikið sjokk fyrir mig „Það var alveg vandasamt og mér leið eins og ég væri í einhverju sorgarferli. Afneitun og reiði og allt sem því fylgir. Svo verður þú að gera þetta upp,“ sagði Arnar Gunnlaugsson. „Ég held líka að þetta hafi verið svo mikið sjokk fyrir mig og leikmennina enda erum við vanir svo mikilli velgengni. Ég er ekki vanur því að tapa úrslitaleikjum og þú kannt ekki að alveg við að takast á við þessa tilfinningu,“ sagði Arnar. Frábært tímabil og frábær fjögur ár „Svo vaknaði maður bara tveimur til þremur dögum eftir leikinn með bros á vör. Þú setur allt í samhengi og sérð hversu frábært tímabil þetta er búið að vera. Hversu frábær síðustu fjögur ár eru búin að vera,“ sagði Arnar og segir að Víkingsliðið hafi verið á fullu á öllum þremur vígstöðvum. „Þú ert ekki að velja þér mót. Eitt árið er Sambandsdeildin æðisleg og Íslandsmótið ömurlegt en annað ár er Íslandsmóti æðislegt og Sambandsdeildin ömurleg og bikarkeppnin ömurleg. Við vorum uppi á öllum stöðum og það eru bara alvöru lið sem gera það,“ sagði Arnar. Það má sjá allt viðtalið og það sem hann sagði um mótherja dagsins hér fyrir neðan. Klippa: „Ég held líka að þetta hafi verið svo mikið sjokk fyrir mig“ Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu Fótbolti „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Körfubolti „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Íslenski boltinn „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Sjá meira
Víkingar mæta bosníska félaginu Borac á Kópavogsvellinum í dag. Þetta er þriðji leikur Víkingsliðsins í aðalkeppni Sambandsdeildarinnar en Víkingar unnu síðasta Evrópuleik sinn á móti Cercle Brugge frá Belgíu. Þetta er líka fyrsti leikur Víkingsliðsins síðan að liðið tapaði 3-0 fyrir Breiðabliki á heimavelli í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn. Nú eru Víkingar komnir á heimavöll nýkrýndra Íslandsmeistara Breiðabliks en aðstöðuleysi í Laugardalnum og Víkinni urðu til þess að Víkingar spila heimaleiki sína á Kópavogsvellinum. Arnar Gunnlaugsson ræddi leikinn við Aron Guðmundsson eftir blaðamannafund Víkinga. Hann viðurkenndi að það hafi verið erfitt að rífa sína menn upp eftir vonbrigðin á móti Blikum. Svo mikið sjokk fyrir mig „Það var alveg vandasamt og mér leið eins og ég væri í einhverju sorgarferli. Afneitun og reiði og allt sem því fylgir. Svo verður þú að gera þetta upp,“ sagði Arnar Gunnlaugsson. „Ég held líka að þetta hafi verið svo mikið sjokk fyrir mig og leikmennina enda erum við vanir svo mikilli velgengni. Ég er ekki vanur því að tapa úrslitaleikjum og þú kannt ekki að alveg við að takast á við þessa tilfinningu,“ sagði Arnar. Frábært tímabil og frábær fjögur ár „Svo vaknaði maður bara tveimur til þremur dögum eftir leikinn með bros á vör. Þú setur allt í samhengi og sérð hversu frábært tímabil þetta er búið að vera. Hversu frábær síðustu fjögur ár eru búin að vera,“ sagði Arnar og segir að Víkingsliðið hafi verið á fullu á öllum þremur vígstöðvum. „Þú ert ekki að velja þér mót. Eitt árið er Sambandsdeildin æðisleg og Íslandsmótið ömurlegt en annað ár er Íslandsmóti æðislegt og Sambandsdeildin ömurleg og bikarkeppnin ömurleg. Við vorum uppi á öllum stöðum og það eru bara alvöru lið sem gera það,“ sagði Arnar. Það má sjá allt viðtalið og það sem hann sagði um mótherja dagsins hér fyrir neðan. Klippa: „Ég held líka að þetta hafi verið svo mikið sjokk fyrir mig“
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu Fótbolti „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Körfubolti „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Íslenski boltinn „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn