„Frammistaða upp á 8,5 í þessum leik“ Hjörvar Ólafsson skrifar 7. nóvember 2024 17:54 Arnar Bergmann Gunnlaugsson var léttur, ljúfur og kátur að leik loknum. Vísir/Anton Brink Arnar Bergmann Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var himinlifandi með frammistöðu leikmanna sinna þegar liðið lagði Borac Banja Luka að velli með tveimur mörkum gegn engu í leik liðanna í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta karla í dag. „Þetta var frábær sigur fyrir okkar klúbb og bara fyrir íslenskan fótbolta í heild sinni að mínu mati. Við erum hér að spila við sterkt lið sem hefur staðið sig vel í Evrópukeppnum síðustu árin og á þessu tímabili. Við vinnum þá sannfærandi sem er mjög sterkt,“ sagði Arnar Bergmann í samtali við Stöð 2 Sport. „Ég veit ekki hvort ég sé bara orðinn svo gráðugur en mér fannst við geta skorað fleiri mörk í þessum leik eins og í leiknum á móti Cercle Brugge. En að vinna 2-0 og halda markinu hreinu er bara virkilega flott frammistaða,“ sagði hann einnig. „Það var lazer fókus hjá okkur nánast allan tíman fyrir utan kannski síðasta korterið í fyrri hálfleik þar sem við vorum svolítið værukærir á boltann. Mér fannst leikmenn mínir vera on it, hungraðir og nýttu sér sársaukann frá tapinu gegn Blikum til þess að fá innri reiði til þess að innbyrða þennan sigur,“ sagði þjálfarinn stoltur. „Þeir náðu að spila boltanum ágætlega sín á milli úti á vellinum en við gáfum fá sem engin færi á okkur og leikplanið hjá okkur var bara spot on. Mér fannst frammistaðan okkar vera upp á svona 8,5. Ef við hefðum nýtt upphlaupin okkar betur og skorað til fjögur til fimm mörk sem mér fannst við hæglega getað gert hefðu leikmennirnir fengið níu. En aftur er ég kannski of gráðugur þegar ég bið um þetta,“ sagði hann um spilamennsku sinna manna. Draumamarkmiðið okkar eftir að við tryggðum okkur inn í deildarkeppnina var að koma okkur inn í umspilið. Við vitum það betur eftir leikinn við Noah í Armeníu í hvaða stöðu við verðum. Ef við náum hagstæðum úrslitum þar breytum við kannski markmiðunum,“ sagði Arnar um stöðu Víkings í keppninni. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu Fótbolti „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Körfubolti „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Íslenski boltinn „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Sjá meira
„Þetta var frábær sigur fyrir okkar klúbb og bara fyrir íslenskan fótbolta í heild sinni að mínu mati. Við erum hér að spila við sterkt lið sem hefur staðið sig vel í Evrópukeppnum síðustu árin og á þessu tímabili. Við vinnum þá sannfærandi sem er mjög sterkt,“ sagði Arnar Bergmann í samtali við Stöð 2 Sport. „Ég veit ekki hvort ég sé bara orðinn svo gráðugur en mér fannst við geta skorað fleiri mörk í þessum leik eins og í leiknum á móti Cercle Brugge. En að vinna 2-0 og halda markinu hreinu er bara virkilega flott frammistaða,“ sagði hann einnig. „Það var lazer fókus hjá okkur nánast allan tíman fyrir utan kannski síðasta korterið í fyrri hálfleik þar sem við vorum svolítið værukærir á boltann. Mér fannst leikmenn mínir vera on it, hungraðir og nýttu sér sársaukann frá tapinu gegn Blikum til þess að fá innri reiði til þess að innbyrða þennan sigur,“ sagði þjálfarinn stoltur. „Þeir náðu að spila boltanum ágætlega sín á milli úti á vellinum en við gáfum fá sem engin færi á okkur og leikplanið hjá okkur var bara spot on. Mér fannst frammistaðan okkar vera upp á svona 8,5. Ef við hefðum nýtt upphlaupin okkar betur og skorað til fjögur til fimm mörk sem mér fannst við hæglega getað gert hefðu leikmennirnir fengið níu. En aftur er ég kannski of gráðugur þegar ég bið um þetta,“ sagði hann um spilamennsku sinna manna. Draumamarkmiðið okkar eftir að við tryggðum okkur inn í deildarkeppnina var að koma okkur inn í umspilið. Við vitum það betur eftir leikinn við Noah í Armeníu í hvaða stöðu við verðum. Ef við náum hagstæðum úrslitum þar breytum við kannski markmiðunum,“ sagði Arnar um stöðu Víkings í keppninni.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu Fótbolti „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Körfubolti „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Íslenski boltinn „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn