Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar 8. nóvember 2024 16:32 Það verður sífellt sýnilegra í Íslenskum stjórnmálum hvernig sumir ætla sér áfram til metorða með skítkasti og leiðindum einum saman, en eiga svo fá svör önnur en „við erum með plan“, „af því bara“ eða „ég veit það ekki alveg“, „þegar stórt er spurt“. Það er fyrir öllu að fólkið sem stýrir landinu geri það af öllum krafti fyrir fólkið í landinu, ekki af því þau eru þjóðþekktir einstaklingar heldur af því þeim er annt um land og þjóð. Það er ógnvænleg þróun við lýðræðið að flokkar keppist við að troða ofarlega inn á lista hjá sér „frægu“ fólki og ýti þess í stað reyndu og færu fólki út sem komið hefur upp í gegnum flokkstarfið. Sjálfstæðisflokkurinn hefur í rúm 100 ár staðið vaktina í Íslenskum stjórnmálum, og leitt þjóðina í gegnum súrt og sætt. Er þar helst að nefna sjálfstæði þjóðarinnar sem menn vilja í dag taka sem hverjum öðrum léttvægum hlut hins daglegs lífs. Hverskyns eftirgjöf á sjálfstæði þjóðarinnar er ekkert nema móðgun við þá sem harðast börðust fyrir okkur á síðustu öld. Sjálfstæðisflokkurinn hefur einn staðið ásamt Framsókn sem stoð íslenskra stjórnmála, þó sá síðari hafi fjarlægst gildi sín og siði á seinni árum og hagi bara seglum eftir vindi, opinn í báða enda er það sem flestir tengja við Framsókn, án þess þó að hann skipti um nafn eða kennitölu. Samfylkingin ætlar sér að telja fólki trú um að undir þeirra stjórn rétti þau skipið af, jafnvel þótt það sé á réttri leið nú þegar. Maður þarf ekki að horfa lengra en til höfuðstaðar landsins, Reykjavíkur, sem hefur í rúman áratug verið stjórnað af Samfylkingunni. Þar stendur ekki stein yfir steini í fjármálum borgarinnar, og illa gengur að rétta sig af. Það er kannski ekki furða þegar áhöfn flokksins er upptekinn við að grafa undan hvoru öðru. Það neita því fáir, ef einhverjir að það hefði verið skynsamlegast að ganga ekki aftur í ríkisstjórn með flokkum sem standa í vegi fyrir frekari framförum og fara jafnvel gegn lögum til að stöðva atvinnugreinar sem þeim líkar illa. Hvernig VG stóð gegn breytingum og vinnu við lagareldisfrumvarp, ný raforkulög og stöðvaði hvalveiðar á eftir að koma þeim út úr þingsölum. En nú er tími til að horfa fram á við. Sjálfstæðisflokkurinn gengur til kosninga fullskipaður öflugu fólki sem veit hvað það er að gera, hefur staðið sig vel og ætlar að gera það áfram í takt við stefnu og samþykktir flokksins. Það var Hannes Hafstein sem orti um Þjóðstjórnina sem starfaði 1939 - 42, og á það kvæði við um ástandið í dag, þó að einu orði breyttu. „Svo legg ég glaður frá mér bók og blað og birti ei framar spádóm heimsins lýði. En samt er ég viss um eitt, og það er það, að Samfó Stjórnin okkar tapar sínu stríði.” Ég hvet fólk til að kynna sér stefnu Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi kosningar, mæta á viðburði og eiga samtal við fulltrúana og veita þeim gott nesti inn í baráttuna. Höfundur er varaformaður Félags Ungra Sjálfstæðismanna í Ísafjarðarbæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Það verður sífellt sýnilegra í Íslenskum stjórnmálum hvernig sumir ætla sér áfram til metorða með skítkasti og leiðindum einum saman, en eiga svo fá svör önnur en „við erum með plan“, „af því bara“ eða „ég veit það ekki alveg“, „þegar stórt er spurt“. Það er fyrir öllu að fólkið sem stýrir landinu geri það af öllum krafti fyrir fólkið í landinu, ekki af því þau eru þjóðþekktir einstaklingar heldur af því þeim er annt um land og þjóð. Það er ógnvænleg þróun við lýðræðið að flokkar keppist við að troða ofarlega inn á lista hjá sér „frægu“ fólki og ýti þess í stað reyndu og færu fólki út sem komið hefur upp í gegnum flokkstarfið. Sjálfstæðisflokkurinn hefur í rúm 100 ár staðið vaktina í Íslenskum stjórnmálum, og leitt þjóðina í gegnum súrt og sætt. Er þar helst að nefna sjálfstæði þjóðarinnar sem menn vilja í dag taka sem hverjum öðrum léttvægum hlut hins daglegs lífs. Hverskyns eftirgjöf á sjálfstæði þjóðarinnar er ekkert nema móðgun við þá sem harðast börðust fyrir okkur á síðustu öld. Sjálfstæðisflokkurinn hefur einn staðið ásamt Framsókn sem stoð íslenskra stjórnmála, þó sá síðari hafi fjarlægst gildi sín og siði á seinni árum og hagi bara seglum eftir vindi, opinn í báða enda er það sem flestir tengja við Framsókn, án þess þó að hann skipti um nafn eða kennitölu. Samfylkingin ætlar sér að telja fólki trú um að undir þeirra stjórn rétti þau skipið af, jafnvel þótt það sé á réttri leið nú þegar. Maður þarf ekki að horfa lengra en til höfuðstaðar landsins, Reykjavíkur, sem hefur í rúman áratug verið stjórnað af Samfylkingunni. Þar stendur ekki stein yfir steini í fjármálum borgarinnar, og illa gengur að rétta sig af. Það er kannski ekki furða þegar áhöfn flokksins er upptekinn við að grafa undan hvoru öðru. Það neita því fáir, ef einhverjir að það hefði verið skynsamlegast að ganga ekki aftur í ríkisstjórn með flokkum sem standa í vegi fyrir frekari framförum og fara jafnvel gegn lögum til að stöðva atvinnugreinar sem þeim líkar illa. Hvernig VG stóð gegn breytingum og vinnu við lagareldisfrumvarp, ný raforkulög og stöðvaði hvalveiðar á eftir að koma þeim út úr þingsölum. En nú er tími til að horfa fram á við. Sjálfstæðisflokkurinn gengur til kosninga fullskipaður öflugu fólki sem veit hvað það er að gera, hefur staðið sig vel og ætlar að gera það áfram í takt við stefnu og samþykktir flokksins. Það var Hannes Hafstein sem orti um Þjóðstjórnina sem starfaði 1939 - 42, og á það kvæði við um ástandið í dag, þó að einu orði breyttu. „Svo legg ég glaður frá mér bók og blað og birti ei framar spádóm heimsins lýði. En samt er ég viss um eitt, og það er það, að Samfó Stjórnin okkar tapar sínu stríði.” Ég hvet fólk til að kynna sér stefnu Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi kosningar, mæta á viðburði og eiga samtal við fulltrúana og veita þeim gott nesti inn í baráttuna. Höfundur er varaformaður Félags Ungra Sjálfstæðismanna í Ísafjarðarbæ.
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar