Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar 8. nóvember 2024 17:45 Mikill meirihluti fyrirtækja á Íslandi hefur starfsmannafjölda undir 10 starfsmönnum. Þessi minni fyrirtæki eru bakbein hins íslenska efnahagskerfis og samanstanda af vinnandi fólki á einkamarkaði sem drífur áfram verðmætasköpunina. Undanfarin áratug hefur stöðug ásókn regluverks og gjaldtöku á þessa mikilvægu einingu verið ríkjandi. Beinn og óbeinn kostnaður lítilla fyrirtækja hækkar stöðugt við að uppfylla allar skyldurnar og kvaðirnar sem á þeim dynur á grunni hinna ýmsu reglna sem margar stafa frá innleiðingu ýmissa tilskipana Evrópusambandsins oft með vænum skammti af gullhúðun íslenskra stjórnmála- og embættismanna. „Haka í box“ eftirlitið vex án sýnilegs tilgangs og leiðarljós meðalhófs og einföldunar eru hvergi nærri. Lítið tillit er tekið til raunheima eða lítillar yfirbyggingar þessara fyrirtækja. Skattaplan Samfylkingar og hinn ímyndaði veruleiki Nú bregður svo við að Samfylkingin boðar plan. Þegar planið er skoðað sést að það felst í skattahækkunum. Það þarf ekki að koma á óvart. Flestir muna þegar Samfylkingin veitti ríkisstjórn síðast forystu árin 2009 til 2013. Sú ríkisstjórn lagði á yfir 100 nýja skatta eða breytingar á gildandi sköttum á kjörtímabili sínu. Nú skal sjónum beint að litlu fyrirtækjunum og einyrkjunum, píparanum, hárgreiðslukonunni, prentaranum o.s.frv. Lykilþættir í plani Samfylkingarinnar er hækkun fjármagnstekjuskatts og að “stoppa upp í ehf. - gatið” eins og það er kallað. Þeirri mjög svo röngu mynd er haldið á lofti að fyrirtækin greiði mun lægri skatta er launþegar. En skoðum gildandi lög í samhengi við þetta plan. Á Íslandi gildir sú regla að fyrirtækjum er óheimilt að greiða arð nema að fyrir liggi hagnaður í viðkomandi félagi. Af hagnaði fyrirtækja ber að greiða tekjuskatt sem núna er 21% en þessi skattur var hækkaður tímabundið í ár úr 20% í 21%. Til þess að greiða arð úr fyrirtæki þarf því fyrst að greiða 21% tekjuskatt af hagnaði fyrirtækisins. Síðan þarf að greiða 22% fjármagnstekjuskatt af arðgreiðslunni, eftirstöðvum hagnaðarins. Þannig greiða fyrirtæki og eigendur þess tvisvar af hagnaði fyrirtækisins, fyrst tekjuskatt og síðan fjármagnstekjuskatt af arðgreiðslum. Nettóáhrif þessarar skattheimtu eru því tæplega 40% skattur sem er sama eða hærra hlutfall og launþegar greiða almennt af launum sínum. Með hækkun fjármagnstekjuskatts hækkar þessi skattbyrði enn frekar. Manni er næsta óskiljanlegt hvernig tekist hefur að brengla þessa mynd í opinberri umræðu. Og nú beinir Samfylkingin spjótum sínum að þessum minni fyrirtækjum, ehf.-unum, í krafti ímyndaðs veruleika sem stenst enga skoðun. Það er ekkert gat til að stoppa í þegar horft er til þess skattkerfis sem hér gildir um ehf-inn. Þessi fyrirtæki greiða sömu eða hærri skatta og almennir launamenn. Þetta þekkja flestir þeir sem reka þessi litlu fyrirtæki. Áherslur Miðflokksins Nálgun Miðflokksins er önnur. Við boðum ekki skattahækkanir heldur aðhald í fjármálum ríkisins, forgangsröðun opinberra fjármuna og að fjármunir hins opinbera séu sem best nýttir. Við viljum horfa til samhengisins á milli verðmætasköpunar og velferðar og stöndum ekki fyrir það að skortur á skattlagningu sé móðir allra vandamálanna í ríkisrekstrinum. Við sjáum ekki lausnirnar í því að leggja enn meiri álögur á litlu fyrirtækin. Það skattkerfi sem fyrirtæki búa við er í grunninn það sama og gildir um launþega. Við þurfum að efla atvinnulífið og verðmætasköpunina í stað þess að ráðast að því. Með því eflum við velferðina. Höfundur er frambjóðandi Miðflokksins í 3. sæti í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Mikill meirihluti fyrirtækja á Íslandi hefur starfsmannafjölda undir 10 starfsmönnum. Þessi minni fyrirtæki eru bakbein hins íslenska efnahagskerfis og samanstanda af vinnandi fólki á einkamarkaði sem drífur áfram verðmætasköpunina. Undanfarin áratug hefur stöðug ásókn regluverks og gjaldtöku á þessa mikilvægu einingu verið ríkjandi. Beinn og óbeinn kostnaður lítilla fyrirtækja hækkar stöðugt við að uppfylla allar skyldurnar og kvaðirnar sem á þeim dynur á grunni hinna ýmsu reglna sem margar stafa frá innleiðingu ýmissa tilskipana Evrópusambandsins oft með vænum skammti af gullhúðun íslenskra stjórnmála- og embættismanna. „Haka í box“ eftirlitið vex án sýnilegs tilgangs og leiðarljós meðalhófs og einföldunar eru hvergi nærri. Lítið tillit er tekið til raunheima eða lítillar yfirbyggingar þessara fyrirtækja. Skattaplan Samfylkingar og hinn ímyndaði veruleiki Nú bregður svo við að Samfylkingin boðar plan. Þegar planið er skoðað sést að það felst í skattahækkunum. Það þarf ekki að koma á óvart. Flestir muna þegar Samfylkingin veitti ríkisstjórn síðast forystu árin 2009 til 2013. Sú ríkisstjórn lagði á yfir 100 nýja skatta eða breytingar á gildandi sköttum á kjörtímabili sínu. Nú skal sjónum beint að litlu fyrirtækjunum og einyrkjunum, píparanum, hárgreiðslukonunni, prentaranum o.s.frv. Lykilþættir í plani Samfylkingarinnar er hækkun fjármagnstekjuskatts og að “stoppa upp í ehf. - gatið” eins og það er kallað. Þeirri mjög svo röngu mynd er haldið á lofti að fyrirtækin greiði mun lægri skatta er launþegar. En skoðum gildandi lög í samhengi við þetta plan. Á Íslandi gildir sú regla að fyrirtækjum er óheimilt að greiða arð nema að fyrir liggi hagnaður í viðkomandi félagi. Af hagnaði fyrirtækja ber að greiða tekjuskatt sem núna er 21% en þessi skattur var hækkaður tímabundið í ár úr 20% í 21%. Til þess að greiða arð úr fyrirtæki þarf því fyrst að greiða 21% tekjuskatt af hagnaði fyrirtækisins. Síðan þarf að greiða 22% fjármagnstekjuskatt af arðgreiðslunni, eftirstöðvum hagnaðarins. Þannig greiða fyrirtæki og eigendur þess tvisvar af hagnaði fyrirtækisins, fyrst tekjuskatt og síðan fjármagnstekjuskatt af arðgreiðslum. Nettóáhrif þessarar skattheimtu eru því tæplega 40% skattur sem er sama eða hærra hlutfall og launþegar greiða almennt af launum sínum. Með hækkun fjármagnstekjuskatts hækkar þessi skattbyrði enn frekar. Manni er næsta óskiljanlegt hvernig tekist hefur að brengla þessa mynd í opinberri umræðu. Og nú beinir Samfylkingin spjótum sínum að þessum minni fyrirtækjum, ehf.-unum, í krafti ímyndaðs veruleika sem stenst enga skoðun. Það er ekkert gat til að stoppa í þegar horft er til þess skattkerfis sem hér gildir um ehf-inn. Þessi fyrirtæki greiða sömu eða hærri skatta og almennir launamenn. Þetta þekkja flestir þeir sem reka þessi litlu fyrirtæki. Áherslur Miðflokksins Nálgun Miðflokksins er önnur. Við boðum ekki skattahækkanir heldur aðhald í fjármálum ríkisins, forgangsröðun opinberra fjármuna og að fjármunir hins opinbera séu sem best nýttir. Við viljum horfa til samhengisins á milli verðmætasköpunar og velferðar og stöndum ekki fyrir það að skortur á skattlagningu sé móðir allra vandamálanna í ríkisrekstrinum. Við sjáum ekki lausnirnar í því að leggja enn meiri álögur á litlu fyrirtækin. Það skattkerfi sem fyrirtæki búa við er í grunninn það sama og gildir um launþega. Við þurfum að efla atvinnulífið og verðmætasköpunina í stað þess að ráðast að því. Með því eflum við velferðina. Höfundur er frambjóðandi Miðflokksins í 3. sæti í Suðvesturkjördæmi.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun