Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Sindri Sverrisson skrifar 11. nóvember 2024 13:47 Heimir Hallgrímsson á fyrir höndum tvo krefjandi leiki með írska landsliðinu. Getty/Stephen McCarthy Þrátt fyrir að tala ekki tungumálið þá er Heimir Hallgrímsson staðráðinn í að læra að syngja írska þjóðsönginn, nú þegar hann er landsliðsþjálfari Íra í fótbolta. Þjóðsöngur Íra heitir Amhrán na bhFiann og er textinn á írsku, tungumáli sem Íslendingar kunna fæstir orð í. Það flækir málin fyrir Heimi sem á hins vegar auðvitað auðvelt með að tala við heimamenn á ensku. Þjóðsöngur Írlands - Amhrán na bhFiann Sinne Fianna Fáil, atá faoi gheall ag Éirinn, Buíon dár slua thar toinn do ráinig chugainn, Faoi mhóid bheith saor Seantír ár sinsear feasta, Ní fhágfar faoin tíorán ná faoin tráill. Anocht a théam sa bhearna bhaoil, Le gean ar Ghaeil, chun báis nó saoil, Le gunna-scréach faoi lámhach na bpiléar, Seo libh canaig' amhrán na bhFiann. Heimir, sem ætlar sér að rétt af dapurt gengi Íra síðustu ár, telur greinilega mikilvægt að sýna metnað fyrir því sem einkennir írska þjóð, meðal annars með því að læra þjóðsönginn. „Eitt að vita hvernig á að syngja“ Hann ræddi um þetta við blaðamenn í aðdraganda leikjanna við Finnland og England í Þjóðadeildinni, eftir sigur gegn Finnum og tap gegn Grikkjum í síðasta mánuði. „Ég er búinn að vera að reyna að læra þjóðsönginn en það er erfitt! Það er eitt að vita hvernig á að syngja hann, en svo gleymir maður orðunum; maður veit ekki hvað þau þýða. Ég mun ná þessu á einhverjum tímapunkti,“ sagði Heimir sem tók við írska landsliðinu í sumar og stýrði því í fyrsta sinn í september. Fyrsti leikur hans var einmitt gegn Englandi á heimavelli og þá vakti athygli að Lee Carsley, þjálfari Englands og fyrrverandi landsliðsmaður Íra, skyldi neita að syngja enska þjóðsönginn. Carsley kvaðst vilja einbeita sér að fótboltanum en afstaða hans virtist falla illa í kramið hjá mörgum. „Hluti af þjóðarstoltinu“ Heimir reyndi aftur á móti að syngja írska þjóðsönginn fyrir leikina í síðasta mánuði og ætlar að gera enn betur núna. „Menn eiga að vera stoltir af því að syngja þjóðsönginn. Jafnvel þó að maður sé útlendingur þá ætti maður að læra hann. Kannski ekki að syngja hann, og eflaust verða ekki öll orðin rétt, en þjóðsöngurinn er hluti af þjóðarstoltinu og ég reyni mitt besta,“ sagði Heimir. Írar mæta Finnum í Dublin á fimmtudaginn og sækja síðan England heim á Wembley á sunnudaginn, í lokaumferð riðlakeppni Þjóðadeildarinnar. Írar eru með þrjú stig og í keppni við Finna, sem eru án stiga, um að forðast beint fall niður í C-deild. Grikkland er með tólf stig og England níu stig. Þjóðadeild karla í fótbolta Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Fótbolti „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Fótbolti Mourinho tekur við Benfica Fótbolti Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn John Andrews tekur við KR Íslenski boltinn Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti „Eins og það er í tísku að segja í dag þá þurftum við að 'söffera' í smá tíma“ Sport Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Sjá meira
Þjóðsöngur Íra heitir Amhrán na bhFiann og er textinn á írsku, tungumáli sem Íslendingar kunna fæstir orð í. Það flækir málin fyrir Heimi sem á hins vegar auðvitað auðvelt með að tala við heimamenn á ensku. Þjóðsöngur Írlands - Amhrán na bhFiann Sinne Fianna Fáil, atá faoi gheall ag Éirinn, Buíon dár slua thar toinn do ráinig chugainn, Faoi mhóid bheith saor Seantír ár sinsear feasta, Ní fhágfar faoin tíorán ná faoin tráill. Anocht a théam sa bhearna bhaoil, Le gean ar Ghaeil, chun báis nó saoil, Le gunna-scréach faoi lámhach na bpiléar, Seo libh canaig' amhrán na bhFiann. Heimir, sem ætlar sér að rétt af dapurt gengi Íra síðustu ár, telur greinilega mikilvægt að sýna metnað fyrir því sem einkennir írska þjóð, meðal annars með því að læra þjóðsönginn. „Eitt að vita hvernig á að syngja“ Hann ræddi um þetta við blaðamenn í aðdraganda leikjanna við Finnland og England í Þjóðadeildinni, eftir sigur gegn Finnum og tap gegn Grikkjum í síðasta mánuði. „Ég er búinn að vera að reyna að læra þjóðsönginn en það er erfitt! Það er eitt að vita hvernig á að syngja hann, en svo gleymir maður orðunum; maður veit ekki hvað þau þýða. Ég mun ná þessu á einhverjum tímapunkti,“ sagði Heimir sem tók við írska landsliðinu í sumar og stýrði því í fyrsta sinn í september. Fyrsti leikur hans var einmitt gegn Englandi á heimavelli og þá vakti athygli að Lee Carsley, þjálfari Englands og fyrrverandi landsliðsmaður Íra, skyldi neita að syngja enska þjóðsönginn. Carsley kvaðst vilja einbeita sér að fótboltanum en afstaða hans virtist falla illa í kramið hjá mörgum. „Hluti af þjóðarstoltinu“ Heimir reyndi aftur á móti að syngja írska þjóðsönginn fyrir leikina í síðasta mánuði og ætlar að gera enn betur núna. „Menn eiga að vera stoltir af því að syngja þjóðsönginn. Jafnvel þó að maður sé útlendingur þá ætti maður að læra hann. Kannski ekki að syngja hann, og eflaust verða ekki öll orðin rétt, en þjóðsöngurinn er hluti af þjóðarstoltinu og ég reyni mitt besta,“ sagði Heimir. Írar mæta Finnum í Dublin á fimmtudaginn og sækja síðan England heim á Wembley á sunnudaginn, í lokaumferð riðlakeppni Þjóðadeildarinnar. Írar eru með þrjú stig og í keppni við Finna, sem eru án stiga, um að forðast beint fall niður í C-deild. Grikkland er með tólf stig og England níu stig.
Þjóðsöngur Írlands - Amhrán na bhFiann Sinne Fianna Fáil, atá faoi gheall ag Éirinn, Buíon dár slua thar toinn do ráinig chugainn, Faoi mhóid bheith saor Seantír ár sinsear feasta, Ní fhágfar faoin tíorán ná faoin tráill. Anocht a théam sa bhearna bhaoil, Le gean ar Ghaeil, chun báis nó saoil, Le gunna-scréach faoi lámhach na bpiléar, Seo libh canaig' amhrán na bhFiann.
Þjóðadeild karla í fótbolta Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Fótbolti „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Fótbolti Mourinho tekur við Benfica Fótbolti Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn John Andrews tekur við KR Íslenski boltinn Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti „Eins og það er í tísku að segja í dag þá þurftum við að 'söffera' í smá tíma“ Sport Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Sjá meira
Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann
Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn