Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson skrifar 12. nóvember 2024 08:21 „Vertu ekki að plata mig, þú ert bara að nota mig“. Þessi fleygu orð Siggu Beinteins koma upp í hugann núna í aðdraganda kosninga þegar flokkar reyna að setja á sig hina ýmsu hatta í þeirri von einni að sækja atkvæði tiltekinni hópa. Það er í sjálfu sér enginn nýjung. Hingað til hafa hins vegar ekki margir flokkar, sem mælast inn á þing í skoðanakönnunum, gefið sig út fyrir hægristefnu, að Sjálfstæðisflokknum undanskildum. Hafa nú bæst við tveir flokkar, Viðreisn og Miðflokkur. Hafa þeir a.m.k. náð að telja einhverjum í trú um að þeir bjóði upp á sannfærandi hægristefnu. Þegar betur er að gáð er innihaldið heldur rýrt. Töfralausnir Byrjum á Viðreisn. Flokk sem hefur ekki boðað neina sérstaka hægristefnu hingað til. Lausn Viðreisnar við svo gott sem öllum heimsins vandamálum er alltaf sú sama; að ganga í Evrópusambandið og taka upp evru. Heilbrigðiskerfið? ESB. Menntamálin? ESB. Húsnæðisvandinn? Ekkert sem evran getur ekki lagað. Deilir þú, lesandi góður, þessari ofurtrú Viðreisnar á að ESB lagi allt á milli himins og jarðar getur þú með góðri samvisku greitt Viðreisn atkvæði þitt í 30. nóvember næstkomandi. Aðhyllist þú aftur á móti hægristefnu munt þú ekki fá mikið fyrir sinn snúð. Markmið Viðreisnar er enda að koma á vinstristjórn. Ekki hefur verið farið í neinar grafgötur með þær fyrirætlanir. Til dæmis lýsti oddviti flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður því nýlega yfir að hún kysi frekar ríkisstjórnarsamstarf með Samfylkingunni en Sjálfstæðisflokknum. Draumur um samstarf með vinstriflokk, sem lofað hefur stórauknum ríkisútgjöldum og skattahækkunum, er ekki lýsandi fyrir merkilega hægristefnu. Þess utan hefur Viðreisn markaðssett sig sem frjálslyndan flokk, án þess að þó að málflutningur flokksins beri þess sérstaklega merki. Vissulega hefur Viðreisn viðhaft frjálslyndari stefnu en systurflokkur hennar Samfylkingin, en má vart á milli sjá í viðhorfi Viðreisnar og annarra vinstriflokka til frelsi einstaklingsins. Flokkurinn hefur t.d. stutt frumvörp um auknar og takmarkanir á atvinnufrelsi og tjáningarfrelsi. Þá reis Viðreisn upp á afturlappirnar þegar eina mannréttindalöggjöf seinasta kjörtímabils, um félagafrelsi á vinnumarkaði, var til umræðu á Alþingi og mælti sérstaklega gegn því. Ekki verður því séð að Viðreisn sé haldin sérstakri frelsisást umfram aðra, þótt síður sé. Óheillandi ferilskrá Fyrir áhugamenn um ábyrgan ríkisrekstur er Viðreisn tæplega heillandi kostur. Á sveitarstjórnarstigi hefur flokkurinn myndað meirihluta með Samfylkingunni sl. sex ár með alvarlegum afleiðingum, sérílagi fyrir þau sem eiga börn á leikskólaaldri. Ekkert bendir til þess að annað verði á boðstólnum í ríkisstjórn þessara flokka. Ef litið er til afreka Viðreisnar í ríkisstjórn þá er þeirra helsta arfleið að þröngva í gegn íþyngjandi kvöð á alla vinnustaði, þar sem starfa 25 eða fleiri, sem gengur undir nafninu jafnlaunavottun og hefur þau áhrif ein að auka útgjöld. Enginn marktækur munur mælist á kynbundnum launamun hjá þeim aðilum sem hafa jafnlaunavottun og þeim sem gera það ekki. Hefur vottunin hlotið viðurnefnið láglaunavottun í daglegu tali. Lögbundinn miðjuflokkur Hinn flokkurinn í umræðunni um hægriflokka er Miðflokkurinn. Ákveðin mótsögn er falin í því enda ætti nafn flokksins að vera augljós vísbending um staðsetningu hans á stjórnmálaásnum. Sjálfur oddviti flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður varaði kjósendur við því að kjósa vinstristjórn til valda og hvatti þá til að „kjósa til hægri“ í útvarpsviðtali á dögunum. Gluggum nú lítið eitt í lög Miðflokksins, en þar segir strax í 2. grein að „Miðflokkurinn er flokkur með djúpar rætur á miðju stjórnmálanna." Svo mörg voru þau orð. Það leikur enginn vafi um að oddvitinn er gegnheil hægrikona, en allt stefnir í að hún vakni upp við vondan draum þegar hún áttar sig á því að samflokksmenn hennar deila ekki pólitískri sýn hennar. Hugsanlega ætti oddvitinn frekar að vera í framboði fyrir einhvern annan flokk, jafnvel einhvern borgarasinnaðan hægriflokk sem tæki henni vel. Mér dettur strax einn í hug. Statler og Waldorf Alþingis Undirritaður hefur engu að síður afskaplega gaman af þingmönnum Miðflokksins, þeim Sigmundi Davíð og Bergþóri Ólasyni. Þeir minna oft á gömlu kallana á svölunum í Prúðuleikurunum, sem sitja uppi í rjáfri reytandi af sér háðsglósurnar á meðan vesalings Kermit reynir að halda sýningunni gangandi. Þeir eru oft og tíðum hnyttnir og skemmtilegir en gera afskaplega takmarkað gagn. Það er nefnilega auðvelt að koma með stanslausar aðfinnslur og þeim mun auðveldara að mæta sem sjaldnast í þingsal. Langþægilegast er svo að bíða og sjá hvar hentugast er að safna atkvæðum og haga málflutningi eftir því. Er það þekkt aðferðarfærði miðjuflokka og svo sem ekki að undra að klofningsframboð úr Framsóknarflokknum beiti þeirri aðferð. Það er mun erfiðara að bjóða upp á skýra stefnu og raunhæfar lausnir. Það er auðvitað freistandi að velja auðveldustu leiðina. Það er mikilvægt að til séu flokkar sem standast þá freistingu og geta staðið með sinni sannfæringu, jafnvel þó hún sé óvinsæl, enda byggi hún á skýrri stefnu og hugmyndafræði. Slíkir flokkar eru hins vegar sjaldnast miðjuflokkar. Stjórnarandstöðulúxus Rétt er að hafa á bak við eyrað að hvorki Viðreisn né Miðflokkurinn hafa þurft að gera eina einustu málamiðlum á seinustu tveimur kjörtímabilum. Ekki vegna þess að stefna þeirra sé svo óumdeild að málamyndanir gerist ekki þörf. Nei, flokkarnir hafa búið við þann lúxus sem stjórnarandstöðuflokkar búa eðli máls samkvæmt við, að þurfa aldrei að miðla málum eða bera ábyrgð á orðum sínum. Komi til þess að umræddir flokkar setjist í ríkisstjórn verður erfitt fyrir þá að þykjast heilagri en aðrir. Munu þeir þá neyðast til þess að miðla málum og samþykkja eitt og annað sem þeim er þvert um geð. Það yrði fróðlegt að sjá. Höfundur er lögfræðingur og starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
„Vertu ekki að plata mig, þú ert bara að nota mig“. Þessi fleygu orð Siggu Beinteins koma upp í hugann núna í aðdraganda kosninga þegar flokkar reyna að setja á sig hina ýmsu hatta í þeirri von einni að sækja atkvæði tiltekinni hópa. Það er í sjálfu sér enginn nýjung. Hingað til hafa hins vegar ekki margir flokkar, sem mælast inn á þing í skoðanakönnunum, gefið sig út fyrir hægristefnu, að Sjálfstæðisflokknum undanskildum. Hafa nú bæst við tveir flokkar, Viðreisn og Miðflokkur. Hafa þeir a.m.k. náð að telja einhverjum í trú um að þeir bjóði upp á sannfærandi hægristefnu. Þegar betur er að gáð er innihaldið heldur rýrt. Töfralausnir Byrjum á Viðreisn. Flokk sem hefur ekki boðað neina sérstaka hægristefnu hingað til. Lausn Viðreisnar við svo gott sem öllum heimsins vandamálum er alltaf sú sama; að ganga í Evrópusambandið og taka upp evru. Heilbrigðiskerfið? ESB. Menntamálin? ESB. Húsnæðisvandinn? Ekkert sem evran getur ekki lagað. Deilir þú, lesandi góður, þessari ofurtrú Viðreisnar á að ESB lagi allt á milli himins og jarðar getur þú með góðri samvisku greitt Viðreisn atkvæði þitt í 30. nóvember næstkomandi. Aðhyllist þú aftur á móti hægristefnu munt þú ekki fá mikið fyrir sinn snúð. Markmið Viðreisnar er enda að koma á vinstristjórn. Ekki hefur verið farið í neinar grafgötur með þær fyrirætlanir. Til dæmis lýsti oddviti flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður því nýlega yfir að hún kysi frekar ríkisstjórnarsamstarf með Samfylkingunni en Sjálfstæðisflokknum. Draumur um samstarf með vinstriflokk, sem lofað hefur stórauknum ríkisútgjöldum og skattahækkunum, er ekki lýsandi fyrir merkilega hægristefnu. Þess utan hefur Viðreisn markaðssett sig sem frjálslyndan flokk, án þess að þó að málflutningur flokksins beri þess sérstaklega merki. Vissulega hefur Viðreisn viðhaft frjálslyndari stefnu en systurflokkur hennar Samfylkingin, en má vart á milli sjá í viðhorfi Viðreisnar og annarra vinstriflokka til frelsi einstaklingsins. Flokkurinn hefur t.d. stutt frumvörp um auknar og takmarkanir á atvinnufrelsi og tjáningarfrelsi. Þá reis Viðreisn upp á afturlappirnar þegar eina mannréttindalöggjöf seinasta kjörtímabils, um félagafrelsi á vinnumarkaði, var til umræðu á Alþingi og mælti sérstaklega gegn því. Ekki verður því séð að Viðreisn sé haldin sérstakri frelsisást umfram aðra, þótt síður sé. Óheillandi ferilskrá Fyrir áhugamenn um ábyrgan ríkisrekstur er Viðreisn tæplega heillandi kostur. Á sveitarstjórnarstigi hefur flokkurinn myndað meirihluta með Samfylkingunni sl. sex ár með alvarlegum afleiðingum, sérílagi fyrir þau sem eiga börn á leikskólaaldri. Ekkert bendir til þess að annað verði á boðstólnum í ríkisstjórn þessara flokka. Ef litið er til afreka Viðreisnar í ríkisstjórn þá er þeirra helsta arfleið að þröngva í gegn íþyngjandi kvöð á alla vinnustaði, þar sem starfa 25 eða fleiri, sem gengur undir nafninu jafnlaunavottun og hefur þau áhrif ein að auka útgjöld. Enginn marktækur munur mælist á kynbundnum launamun hjá þeim aðilum sem hafa jafnlaunavottun og þeim sem gera það ekki. Hefur vottunin hlotið viðurnefnið láglaunavottun í daglegu tali. Lögbundinn miðjuflokkur Hinn flokkurinn í umræðunni um hægriflokka er Miðflokkurinn. Ákveðin mótsögn er falin í því enda ætti nafn flokksins að vera augljós vísbending um staðsetningu hans á stjórnmálaásnum. Sjálfur oddviti flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður varaði kjósendur við því að kjósa vinstristjórn til valda og hvatti þá til að „kjósa til hægri“ í útvarpsviðtali á dögunum. Gluggum nú lítið eitt í lög Miðflokksins, en þar segir strax í 2. grein að „Miðflokkurinn er flokkur með djúpar rætur á miðju stjórnmálanna." Svo mörg voru þau orð. Það leikur enginn vafi um að oddvitinn er gegnheil hægrikona, en allt stefnir í að hún vakni upp við vondan draum þegar hún áttar sig á því að samflokksmenn hennar deila ekki pólitískri sýn hennar. Hugsanlega ætti oddvitinn frekar að vera í framboði fyrir einhvern annan flokk, jafnvel einhvern borgarasinnaðan hægriflokk sem tæki henni vel. Mér dettur strax einn í hug. Statler og Waldorf Alþingis Undirritaður hefur engu að síður afskaplega gaman af þingmönnum Miðflokksins, þeim Sigmundi Davíð og Bergþóri Ólasyni. Þeir minna oft á gömlu kallana á svölunum í Prúðuleikurunum, sem sitja uppi í rjáfri reytandi af sér háðsglósurnar á meðan vesalings Kermit reynir að halda sýningunni gangandi. Þeir eru oft og tíðum hnyttnir og skemmtilegir en gera afskaplega takmarkað gagn. Það er nefnilega auðvelt að koma með stanslausar aðfinnslur og þeim mun auðveldara að mæta sem sjaldnast í þingsal. Langþægilegast er svo að bíða og sjá hvar hentugast er að safna atkvæðum og haga málflutningi eftir því. Er það þekkt aðferðarfærði miðjuflokka og svo sem ekki að undra að klofningsframboð úr Framsóknarflokknum beiti þeirri aðferð. Það er mun erfiðara að bjóða upp á skýra stefnu og raunhæfar lausnir. Það er auðvitað freistandi að velja auðveldustu leiðina. Það er mikilvægt að til séu flokkar sem standast þá freistingu og geta staðið með sinni sannfæringu, jafnvel þó hún sé óvinsæl, enda byggi hún á skýrri stefnu og hugmyndafræði. Slíkir flokkar eru hins vegar sjaldnast miðjuflokkar. Stjórnarandstöðulúxus Rétt er að hafa á bak við eyrað að hvorki Viðreisn né Miðflokkurinn hafa þurft að gera eina einustu málamiðlum á seinustu tveimur kjörtímabilum. Ekki vegna þess að stefna þeirra sé svo óumdeild að málamyndanir gerist ekki þörf. Nei, flokkarnir hafa búið við þann lúxus sem stjórnarandstöðuflokkar búa eðli máls samkvæmt við, að þurfa aldrei að miðla málum eða bera ábyrgð á orðum sínum. Komi til þess að umræddir flokkar setjist í ríkisstjórn verður erfitt fyrir þá að þykjast heilagri en aðrir. Munu þeir þá neyðast til þess að miðla málum og samþykkja eitt og annað sem þeim er þvert um geð. Það yrði fróðlegt að sjá. Höfundur er lögfræðingur og starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun