Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar 14. nóvember 2024 10:17 Kosningaþátttaka ungs fólks til alþingiskosninga, þ.e.a.s fólk á aldrinum 18-29 ára, hefur verið fremur slakari en hjá þeim eldri. Oft á tíðum áttar ungt fólk sig ekki á mikilvægi þess að geta kosið sér fólk til Alþingis. Fólk sem mun stjórna landinu og taka stórar ákvarðanir sem ráða til um framtíð landsins og fólksins í landinu. Einnig skortir ungt fólk áhugann á pólitík, því finnst oft á tíðum það rosalega „fullorðinslegt“ að hafa áhuga á pólitík. Eldra fólkið þarf að hvetja unga fólkið til að mæta á kjörstað og kjósa, að nýta kosningaréttinn sinn, hvort sem hvatningin er í gegnum skólana, félagsmiðstöðvarnar, vinnustaðina eða bara tala við börnin okkar, barnabörnin, systkinin, vinina o.s.frv. Einnig þarf eldra fólkið að gera þeim grein fyrir því að það er ekki skylda að kjósa einhvern einn ákveðinn flokk, þá má líka skila inn auðu. Það er einungis mikilvægt að mæta á kjörstað og setja kjörseðilinn í kassann. Mikilvægt er samt sem áður að mynda ekki skoðun fyrir þau. Það þarf að hvetja þau til þess að mynda sér skoðun sjálf. Leyfa þeim að ráða hvað þau kjósa. Hvetja þau til þess að horfa á þætti í sjónvarpinu, mæta á viðburði, spyrja fólk, lesa greinar, skoða heimasíður flokkanna og mynda sér eigin skoðun út frá því. Það getur verið krefjandi að skoða allar stefnurnar hjá öllum flokkunum, þar sem það er mikið um flókin málefni og málfar sem ungt fólk skilur ekki endilega. Þá er mikilvægt að hjálpa því og útskýra fyrir þeim hvað er átt við. Hjálpum unga fólkinu við að mynda sér skoðun og mæta á kjörstað. Höfundur er nemandi við Framhaldsskólann á Húsavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Kosningaþátttaka ungs fólks til alþingiskosninga, þ.e.a.s fólk á aldrinum 18-29 ára, hefur verið fremur slakari en hjá þeim eldri. Oft á tíðum áttar ungt fólk sig ekki á mikilvægi þess að geta kosið sér fólk til Alþingis. Fólk sem mun stjórna landinu og taka stórar ákvarðanir sem ráða til um framtíð landsins og fólksins í landinu. Einnig skortir ungt fólk áhugann á pólitík, því finnst oft á tíðum það rosalega „fullorðinslegt“ að hafa áhuga á pólitík. Eldra fólkið þarf að hvetja unga fólkið til að mæta á kjörstað og kjósa, að nýta kosningaréttinn sinn, hvort sem hvatningin er í gegnum skólana, félagsmiðstöðvarnar, vinnustaðina eða bara tala við börnin okkar, barnabörnin, systkinin, vinina o.s.frv. Einnig þarf eldra fólkið að gera þeim grein fyrir því að það er ekki skylda að kjósa einhvern einn ákveðinn flokk, þá má líka skila inn auðu. Það er einungis mikilvægt að mæta á kjörstað og setja kjörseðilinn í kassann. Mikilvægt er samt sem áður að mynda ekki skoðun fyrir þau. Það þarf að hvetja þau til þess að mynda sér skoðun sjálf. Leyfa þeim að ráða hvað þau kjósa. Hvetja þau til þess að horfa á þætti í sjónvarpinu, mæta á viðburði, spyrja fólk, lesa greinar, skoða heimasíður flokkanna og mynda sér eigin skoðun út frá því. Það getur verið krefjandi að skoða allar stefnurnar hjá öllum flokkunum, þar sem það er mikið um flókin málefni og málfar sem ungt fólk skilur ekki endilega. Þá er mikilvægt að hjálpa því og útskýra fyrir þeim hvað er átt við. Hjálpum unga fólkinu við að mynda sér skoðun og mæta á kjörstað. Höfundur er nemandi við Framhaldsskólann á Húsavík.
Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir Skoðun