Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar 15. nóvember 2024 07:30 Þegar ég flutti heim frá Englandi 2020 og fór að kynna mér flokkana og málefnin þeirra sá ég að það þýddi ekki að lesa bara það sem sett var fram í áherslupunktum. Ef ég hefði gert það þá hefði ég getað lokað augunum í kjörklefanum og sett x-ið einhvers staðar. Málið er nefnilega það að allir flokkarnir vilja góðan efnahag, sterkara heilbrigðiskerfi og betra menntakerfi. Það þarf að fara á dýptina og það þarf að skoða hvernig flokkarnir hafa hugsað sér að ná sínum markmiðum. Samhliða þeirri vinnu er gott að velta fyrir sér sínum eigin grunngildum. Málið er nefnilega það að það er ólíklegt að maður finni flokk þar sem maður er sammála í einu og öllu. Maður gæti þurft að gera einhverjar málamiðlanir, eða stofna enn einn flokkinn. Þeim sem finnst nóg af flokkum og telja sig geta átt samleið með einhverjum af þeim sem fyrir eru er því holt að velta því fyrir sér hvað það er sem þeir eru tilbúnir að gera málamiðlanir með. Eru það atriði er varða stóriðju, samgöngur, alþjóðasamstarf eða eitthvað annað? Fyrir mér var þetta einfalt, ég fann mjög fljótt að ég átti samleið með Viðreisn. Ég sá líka að þar þurfti ég ekki að gefa neinn afslátt á mín grunngildi og þá meina ég að ég þurfti ekki að gefa afslátt á mannréttindi, jafnrétti eða réttlæti. Heilsa fólks andleg- og líkamleg er sett í forgrunn og manneskjan sjálf. Mér fannst því auðvelt að hengja nafnið mitt við Viðreisn og hef síðan þá verið stolt Viðreisnarkona og fullviss að flokkurinn setur réttindi fólks og frelsi í fyrirrúm. Í mínum huga get ég ekki gefið afslátt á mannréttindi. Hefur þú spáð í því hvar þú gefur afslátt með x-inu þínu? Höfundur skipar annað sæti á lista Viðreisnar í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Þegar ég flutti heim frá Englandi 2020 og fór að kynna mér flokkana og málefnin þeirra sá ég að það þýddi ekki að lesa bara það sem sett var fram í áherslupunktum. Ef ég hefði gert það þá hefði ég getað lokað augunum í kjörklefanum og sett x-ið einhvers staðar. Málið er nefnilega það að allir flokkarnir vilja góðan efnahag, sterkara heilbrigðiskerfi og betra menntakerfi. Það þarf að fara á dýptina og það þarf að skoða hvernig flokkarnir hafa hugsað sér að ná sínum markmiðum. Samhliða þeirri vinnu er gott að velta fyrir sér sínum eigin grunngildum. Málið er nefnilega það að það er ólíklegt að maður finni flokk þar sem maður er sammála í einu og öllu. Maður gæti þurft að gera einhverjar málamiðlanir, eða stofna enn einn flokkinn. Þeim sem finnst nóg af flokkum og telja sig geta átt samleið með einhverjum af þeim sem fyrir eru er því holt að velta því fyrir sér hvað það er sem þeir eru tilbúnir að gera málamiðlanir með. Eru það atriði er varða stóriðju, samgöngur, alþjóðasamstarf eða eitthvað annað? Fyrir mér var þetta einfalt, ég fann mjög fljótt að ég átti samleið með Viðreisn. Ég sá líka að þar þurfti ég ekki að gefa neinn afslátt á mín grunngildi og þá meina ég að ég þurfti ekki að gefa afslátt á mannréttindi, jafnrétti eða réttlæti. Heilsa fólks andleg- og líkamleg er sett í forgrunn og manneskjan sjálf. Mér fannst því auðvelt að hengja nafnið mitt við Viðreisn og hef síðan þá verið stolt Viðreisnarkona og fullviss að flokkurinn setur réttindi fólks og frelsi í fyrirrúm. Í mínum huga get ég ekki gefið afslátt á mannréttindi. Hefur þú spáð í því hvar þú gefur afslátt með x-inu þínu? Höfundur skipar annað sæti á lista Viðreisnar í Norðausturkjördæmi.
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar