Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar 15. nóvember 2024 17:03 Á Sjúkrahúsinu á Akureyri er geðheilbrigðisþjónustan í mjög alvarlegum vanda vægast sagt og ekki bara á Akureyri heldur á landinu öllu. Hjúkrunarfræðingur á bráðamóttöku SAK sagði greinarhöfundi að í hverri einustu viku komi fjöldi manns á bráðamóttöku eftir að hafa reynt að taka sitt eigið líf eða skaðað sjálft sig á einhvern hátt í leit að hjálp eða fólk með annan geðrænan vanda. Aðspurð segir hún: ,,Fjöldinn er það mikill sem kemur til okkar í hverri einustu viku að flestum sjúklingum þarf því miður að vísa aftur heim eftir að við veitum þeim þá aðhlynningu sem við getum á bráðamóttöku og þá hjálp sem er í boði. Það er mjög alvarlegur skortur á mannafla hérna og sérstaklega þegar kemur að geðheilbrigðisþjónustunni sem hefur verið vanrækt í tugi ára." Stundum er hringt á geðlækni sem kemur á bráðamóttöku og talar við einstaklinginn en í 95% tilvika er því miður ekki pláss á legudeild geðdeildar. Sjúklingum er þá einfaldlega gefið lyf yfir sólarhringinn og beðinn að hringja daginn eftir á Göngu- og dagdeild geðdeildar til þess að fá frekari upplýsingar um þá aðstoð og hjálp sem er í boði. Þeir sem koma á bráðamóttöku vegna þessa sorglega verknaðar finna fyrir mikilli skömm um að hafa gert sjálfum sér þetta, en eftir langa andlega þjáningu og sársauka og þeirri staðreynd að enga hjálp sé að finna er fólk einfaldlega komið út í horn og aðeins þarf augnabliks slæmt hugarástand til þess að svona gerist sem margir sjá svo strax eftir á. Það eru aðeins 10 pláss til staðar á legudeild geðdeildar Sjúkrahússins á Akureyri en legudeildin veitir veikum sjúklingum sem eru t.d. í alvarlegri sjálfsvígshættu og með geðrofseinkenni, sólarhringsumönnun. Hún segir ennfremur að þetta sé fólk af öllum stéttum samfélagsins sem koma á bráðamóttökuna á SAK. Og þá fólk sem almenningur myndi aldrei detta í hug að væri komin á þennan dimma stað að vilja taka sitt eigið líf, skaða sjálfan sig á einhvern hátt í leit að hjálp eða einstaklingar með aðra geðræna kvilla. Fjöldi sjálfsvíga fer stighækkandi á Íslandi í dag og augljóst er að stór hluti þessa alvarlega vanda er vegna plássleysis á geðdeildum og skorts á mannafla, þá bæði geðlækna og geðhjúkrunarfræðinga. Það er ekki boðlegt að aðeins séu 10 pláss til staðar í 20 þúsund manna bæjarfélagi. Ástandið er ekki betra í Reykjavík eins og við öll vitum en það er efni í langa grein út af fyrir sig en við höfum öll séð í fréttum sjálfsvíg á geðdeildunum sjálfum þar og einnig skort á mannafla þar. Eini jákvæði punkturinn við þetta allt saman er starfsfólkið sjálft á Geðdeild Akureyrar sem er fyrsta flokks fólk umönnunaraðilar og þykir jafn miður og öðrum hvernig ástandið er í Heilbrigðiskerfinu. Það er kristalljóst að við þurfum nýrri og betri ríkisstjórn til að taka á þessum alvarlega vanda í heilbrigðiskerfinu sem fyrri ríkistjórnir hafa verulega brugðist og vanrækt en þar einmitt liggur skömmin. Ekki hjá fólkinu okkar sem þjáist. Hvaða flokk ætlar þú að kjósa 30. nóvember næstkomandi? Hvaða flokkur hefur ekki fengið tækifæri til að taka á þessu málefni? Hvaða flokkur talar virkilega um af einlægni og hefur sýnt sterkan vilja til að bæta þetta hræðilega ástand? Ég vona svo innilega að þú vandir valið áður en þú kýst. Það eru fjöldi mannslífa í húfi. Kannski er það einhver þér nákominn eða kannski ertu að lesa þessa grein því þú ert sjálf/ur á þessum stað? Hjálpum Heilbrigðiskerfinu okkar á Íslandi. Hjálpum fólkinu okkar. Hugsum vel og vandlega áður en við kjósum. Stöndum saman öll sem eitt. Höfundur er stuðningsmaður og kjósandi Flokk fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Skoðun Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Á Sjúkrahúsinu á Akureyri er geðheilbrigðisþjónustan í mjög alvarlegum vanda vægast sagt og ekki bara á Akureyri heldur á landinu öllu. Hjúkrunarfræðingur á bráðamóttöku SAK sagði greinarhöfundi að í hverri einustu viku komi fjöldi manns á bráðamóttöku eftir að hafa reynt að taka sitt eigið líf eða skaðað sjálft sig á einhvern hátt í leit að hjálp eða fólk með annan geðrænan vanda. Aðspurð segir hún: ,,Fjöldinn er það mikill sem kemur til okkar í hverri einustu viku að flestum sjúklingum þarf því miður að vísa aftur heim eftir að við veitum þeim þá aðhlynningu sem við getum á bráðamóttöku og þá hjálp sem er í boði. Það er mjög alvarlegur skortur á mannafla hérna og sérstaklega þegar kemur að geðheilbrigðisþjónustunni sem hefur verið vanrækt í tugi ára." Stundum er hringt á geðlækni sem kemur á bráðamóttöku og talar við einstaklinginn en í 95% tilvika er því miður ekki pláss á legudeild geðdeildar. Sjúklingum er þá einfaldlega gefið lyf yfir sólarhringinn og beðinn að hringja daginn eftir á Göngu- og dagdeild geðdeildar til þess að fá frekari upplýsingar um þá aðstoð og hjálp sem er í boði. Þeir sem koma á bráðamóttöku vegna þessa sorglega verknaðar finna fyrir mikilli skömm um að hafa gert sjálfum sér þetta, en eftir langa andlega þjáningu og sársauka og þeirri staðreynd að enga hjálp sé að finna er fólk einfaldlega komið út í horn og aðeins þarf augnabliks slæmt hugarástand til þess að svona gerist sem margir sjá svo strax eftir á. Það eru aðeins 10 pláss til staðar á legudeild geðdeildar Sjúkrahússins á Akureyri en legudeildin veitir veikum sjúklingum sem eru t.d. í alvarlegri sjálfsvígshættu og með geðrofseinkenni, sólarhringsumönnun. Hún segir ennfremur að þetta sé fólk af öllum stéttum samfélagsins sem koma á bráðamóttökuna á SAK. Og þá fólk sem almenningur myndi aldrei detta í hug að væri komin á þennan dimma stað að vilja taka sitt eigið líf, skaða sjálfan sig á einhvern hátt í leit að hjálp eða einstaklingar með aðra geðræna kvilla. Fjöldi sjálfsvíga fer stighækkandi á Íslandi í dag og augljóst er að stór hluti þessa alvarlega vanda er vegna plássleysis á geðdeildum og skorts á mannafla, þá bæði geðlækna og geðhjúkrunarfræðinga. Það er ekki boðlegt að aðeins séu 10 pláss til staðar í 20 þúsund manna bæjarfélagi. Ástandið er ekki betra í Reykjavík eins og við öll vitum en það er efni í langa grein út af fyrir sig en við höfum öll séð í fréttum sjálfsvíg á geðdeildunum sjálfum þar og einnig skort á mannafla þar. Eini jákvæði punkturinn við þetta allt saman er starfsfólkið sjálft á Geðdeild Akureyrar sem er fyrsta flokks fólk umönnunaraðilar og þykir jafn miður og öðrum hvernig ástandið er í Heilbrigðiskerfinu. Það er kristalljóst að við þurfum nýrri og betri ríkisstjórn til að taka á þessum alvarlega vanda í heilbrigðiskerfinu sem fyrri ríkistjórnir hafa verulega brugðist og vanrækt en þar einmitt liggur skömmin. Ekki hjá fólkinu okkar sem þjáist. Hvaða flokk ætlar þú að kjósa 30. nóvember næstkomandi? Hvaða flokkur hefur ekki fengið tækifæri til að taka á þessu málefni? Hvaða flokkur talar virkilega um af einlægni og hefur sýnt sterkan vilja til að bæta þetta hræðilega ástand? Ég vona svo innilega að þú vandir valið áður en þú kýst. Það eru fjöldi mannslífa í húfi. Kannski er það einhver þér nákominn eða kannski ertu að lesa þessa grein því þú ert sjálf/ur á þessum stað? Hjálpum Heilbrigðiskerfinu okkar á Íslandi. Hjálpum fólkinu okkar. Hugsum vel og vandlega áður en við kjósum. Stöndum saman öll sem eitt. Höfundur er stuðningsmaður og kjósandi Flokk fólksins.
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar