Missum ekki af orkuskiptalestinni Tómas Þór Þórðarson skrifar 19. nóvember 2024 08:01 Um leið og óhætt er að óska þeim sem standa að nýrri og endurbættri heimasíðu orkuskipta, www.orkuskipti.is, til hamingju með áfangann þurfum við á sama tíma að fara taka skilaboðin á henni alvarlega. Ísland, sem stendur öllum framar þegar kemur að endurnýjanlegri orku, er enn að flytja inn yfir eina milljón tonna af olíu á ári á sama tíma og 0,6 prósent af stærð landsins er nýtt til orkuvinnslu. Ísland greiðir 160 milljarða á ári fyrir innflutta olíu til að knýja hér áfram flugsamgöngur, skipaflotann og vegasamgöngur svo eitthvað sé nefnt. Þetta kostar um helming þess gjaldeyris sem sjávarútvegurinn aflar en olían skilar þrettán teravattstundum sem er á pari við vatnsaflið sem við framleiðum hér á landi. Á mjög áhugaverðum morgunfundi í Hörpu á dögunum benti sérfræðingur EFLU verkfræðistofu á að komið er að þriðju orkuskiptunum hér á landi. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunnar, tók undir það og var nokkuð ómyrkur í máli þegar hann sagði að við þyrftum sem þjóð að fara hefja þessi orkuskipti til að dragast einfaldlega ekki aftur úr. Það er í raun nú eða aldrei ætlum við okkur að vera samkeppnishæf á alþjóðlegum markaði í orkumálum framtíðarinnar. Samkvæmt orkuspá Landsnets þarf Ísland að framleiða fimm teravattstundir til viðbótar á næstu tíu árum til að halda dampi í þessum efnum og ekki má gleyma að þessi hreina orka heldur íslenskum stjórnvöldum einnig á pari við alþjóðlegt samkomulag um loftslagsaðgerðir. Orkustefna Íslands til næsta aldarfjórðungs er, að verða nær óháð olíu en þá er nokkuð augljóst hvað þarf að gera. Að virkja! Landsvirkjun er klár í bátana með Hvammsvirkjun en framkvæmdir þar hafa tafist verulega vegna kærumála. Það er alveg ljóst að einfalda þarf leyfisveitingar í þessum efnum svo hægt sé að ganga til verks. Ekki ætlum við með allar þessar auðlindir að sitja eftir í jafn stóru máli og orkuskiptum þegar við höfum allt til brunns að bera. Vitaskuld þurfum við að huga að umhverfinu hvar svo sem við ætlum að stinga niður skólfu, það segir sig sjálft. Það er þó aftur vert að benda á, að eins og staðan er í dag er ekki einu sinni eitt prósent landsins nýtt til þess að skapa þennan auð sem í landinu býr. Vel að merkja, grænan auð því á sama tíma erum við að reyna minnka notkun jarðefnaeldsneytis og búa til meira af endurnýjanlegri orku. Við höfum á síðustu 80 árum eða svo farið úr kolum í olíu í jarðvarma og nú er komið að rafmagninu. Ekki bara er það hrein orka heldur er það mat sérfræðinga að efnahagslegur ávinningur Ísland geti orðið um 1.700 milljarðar króna á næstu 25 árum. Höfundur skipar 5. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Þór Þórðarson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Orkumál Orkuskipti Mest lesið 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Skoðun Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Um leið og óhætt er að óska þeim sem standa að nýrri og endurbættri heimasíðu orkuskipta, www.orkuskipti.is, til hamingju með áfangann þurfum við á sama tíma að fara taka skilaboðin á henni alvarlega. Ísland, sem stendur öllum framar þegar kemur að endurnýjanlegri orku, er enn að flytja inn yfir eina milljón tonna af olíu á ári á sama tíma og 0,6 prósent af stærð landsins er nýtt til orkuvinnslu. Ísland greiðir 160 milljarða á ári fyrir innflutta olíu til að knýja hér áfram flugsamgöngur, skipaflotann og vegasamgöngur svo eitthvað sé nefnt. Þetta kostar um helming þess gjaldeyris sem sjávarútvegurinn aflar en olían skilar þrettán teravattstundum sem er á pari við vatnsaflið sem við framleiðum hér á landi. Á mjög áhugaverðum morgunfundi í Hörpu á dögunum benti sérfræðingur EFLU verkfræðistofu á að komið er að þriðju orkuskiptunum hér á landi. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunnar, tók undir það og var nokkuð ómyrkur í máli þegar hann sagði að við þyrftum sem þjóð að fara hefja þessi orkuskipti til að dragast einfaldlega ekki aftur úr. Það er í raun nú eða aldrei ætlum við okkur að vera samkeppnishæf á alþjóðlegum markaði í orkumálum framtíðarinnar. Samkvæmt orkuspá Landsnets þarf Ísland að framleiða fimm teravattstundir til viðbótar á næstu tíu árum til að halda dampi í þessum efnum og ekki má gleyma að þessi hreina orka heldur íslenskum stjórnvöldum einnig á pari við alþjóðlegt samkomulag um loftslagsaðgerðir. Orkustefna Íslands til næsta aldarfjórðungs er, að verða nær óháð olíu en þá er nokkuð augljóst hvað þarf að gera. Að virkja! Landsvirkjun er klár í bátana með Hvammsvirkjun en framkvæmdir þar hafa tafist verulega vegna kærumála. Það er alveg ljóst að einfalda þarf leyfisveitingar í þessum efnum svo hægt sé að ganga til verks. Ekki ætlum við með allar þessar auðlindir að sitja eftir í jafn stóru máli og orkuskiptum þegar við höfum allt til brunns að bera. Vitaskuld þurfum við að huga að umhverfinu hvar svo sem við ætlum að stinga niður skólfu, það segir sig sjálft. Það er þó aftur vert að benda á, að eins og staðan er í dag er ekki einu sinni eitt prósent landsins nýtt til þess að skapa þennan auð sem í landinu býr. Vel að merkja, grænan auð því á sama tíma erum við að reyna minnka notkun jarðefnaeldsneytis og búa til meira af endurnýjanlegri orku. Við höfum á síðustu 80 árum eða svo farið úr kolum í olíu í jarðvarma og nú er komið að rafmagninu. Ekki bara er það hrein orka heldur er það mat sérfræðinga að efnahagslegur ávinningur Ísland geti orðið um 1.700 milljarðar króna á næstu 25 árum. Höfundur skipar 5. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður.
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun