Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar 15. nóvember 2024 14:45 Fyrir nokkrum dögum var ég staddur í Bónus í hverfinu mínu. Þá snéri maður sér að mér og spurði hvort ég gæti hjálpað sér. Er eitthvað sem þú finnur ekki? spurði ég á móti. Þetta var maður um sjötugt, síðskeggjaður og nokkuð tekinn í andliti. Mér sýndist hann ekki líklegur til að fara oft í matvörubúðir. En nei, það var ekkert sem hann var að leita að. Hann benti á innkaupakörfu sem hann hélt á og spurði hvort ég væri tilbúinn að borga þessar vörur fyrir sig. Síðan kom skýringin: Hann lifði á lífeyri frá Tryggingastofnun. Hann nefndi ekki upphæðina sem hann fengi þaðan á mánuði en hún hefur sjálfsagt verið um 300.000 kr. Sú upphæð entist ekki út mánuðinn að þessu sinni svo að hann hafði farið í bankann og óskað eftir láni fyrir mat. Bankinn hafnaði ósk hans á þeirri forsendu að hann skuldaði 50.000 kr. í skatt. Ég varð hálf hvumsa yfir þessari ósk, að greiða matarkörfuna, hafði ekki fengið slíka áður, en samþykkti beiðni hans. Hann skyldi bara bíða við afgreiðslukassann meðan ég sækti þær vörur sem mig vantaði. Þegar ég kom að kassanum stóð hann þar, greinilega óöruggur með sig. Ég ítrekaði að ég skyldi greiða fyrir vörurnar sem hann var með og hann þakkaði mér innilega fyrir það með handabandi. Meðan verið var að afgreiða okkur þakkaði hann mér tvisvar sinnum í viðbót með handarbandi. Þegar við vorum búnir að setja vörurnar í innkaupapoka ætlaði hann að gera það í fjórða skipti en þá sagði ég að hann væri búinn að þakka mér nógu oft. Mér sýndist hann ekki aðeins vera þakklátur fyrir þetta smáræði, hann hefði einnig þurft að kyngja stolti sínu til að þiggja aðstoðina. Ég tek fram að ég þekki þennan mann ekki og veit ekkert um hans hagi. Hann var í fremur snjáðum fötum en ekki óhreinum og virtist ekki vera í óreglu. Hann hafði einfaldlega ekki efni á að kaupa mat fyrir sig. Þetta vakti mig til meðvitundar um að á Íslandi er enn umtalsverður hópur fátæks fólks. Sumir geta ekki farið til læknis, aðrir geta ekki gefið börnum sínum jólagjafir og þar fram eftir götunum. Ég veit ekki hve hátt hlutfall landsmanna þetta er, ætti náttúrlega að kynna mér það, en það er varla undir 10%. Þetta er stolt fólk sem kærir sig ekki um að auglýsa örbirgð sína og vera litið hornauga fyrir bragðið. Fátækt er líka sárasjaldan nefnd í núverandi kosningabaráttu, það er eins og jafnaðarstefna hafi fokið út í hafsauga. Fátæktin er ljótur blettur á samfélagi okkar sem telst með þeim ríkustu í heiminum. Við skulum afnema hana. Sá flokkur sem ég tel vænlegastan til að vinna gegn fátækt og stuðla að auknum jöfnuði í landinu er Sósíalistaflokkurinn og þess vegna mun ég kjósa hann. Höfundur er sagnfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum dögum var ég staddur í Bónus í hverfinu mínu. Þá snéri maður sér að mér og spurði hvort ég gæti hjálpað sér. Er eitthvað sem þú finnur ekki? spurði ég á móti. Þetta var maður um sjötugt, síðskeggjaður og nokkuð tekinn í andliti. Mér sýndist hann ekki líklegur til að fara oft í matvörubúðir. En nei, það var ekkert sem hann var að leita að. Hann benti á innkaupakörfu sem hann hélt á og spurði hvort ég væri tilbúinn að borga þessar vörur fyrir sig. Síðan kom skýringin: Hann lifði á lífeyri frá Tryggingastofnun. Hann nefndi ekki upphæðina sem hann fengi þaðan á mánuði en hún hefur sjálfsagt verið um 300.000 kr. Sú upphæð entist ekki út mánuðinn að þessu sinni svo að hann hafði farið í bankann og óskað eftir láni fyrir mat. Bankinn hafnaði ósk hans á þeirri forsendu að hann skuldaði 50.000 kr. í skatt. Ég varð hálf hvumsa yfir þessari ósk, að greiða matarkörfuna, hafði ekki fengið slíka áður, en samþykkti beiðni hans. Hann skyldi bara bíða við afgreiðslukassann meðan ég sækti þær vörur sem mig vantaði. Þegar ég kom að kassanum stóð hann þar, greinilega óöruggur með sig. Ég ítrekaði að ég skyldi greiða fyrir vörurnar sem hann var með og hann þakkaði mér innilega fyrir það með handabandi. Meðan verið var að afgreiða okkur þakkaði hann mér tvisvar sinnum í viðbót með handarbandi. Þegar við vorum búnir að setja vörurnar í innkaupapoka ætlaði hann að gera það í fjórða skipti en þá sagði ég að hann væri búinn að þakka mér nógu oft. Mér sýndist hann ekki aðeins vera þakklátur fyrir þetta smáræði, hann hefði einnig þurft að kyngja stolti sínu til að þiggja aðstoðina. Ég tek fram að ég þekki þennan mann ekki og veit ekkert um hans hagi. Hann var í fremur snjáðum fötum en ekki óhreinum og virtist ekki vera í óreglu. Hann hafði einfaldlega ekki efni á að kaupa mat fyrir sig. Þetta vakti mig til meðvitundar um að á Íslandi er enn umtalsverður hópur fátæks fólks. Sumir geta ekki farið til læknis, aðrir geta ekki gefið börnum sínum jólagjafir og þar fram eftir götunum. Ég veit ekki hve hátt hlutfall landsmanna þetta er, ætti náttúrlega að kynna mér það, en það er varla undir 10%. Þetta er stolt fólk sem kærir sig ekki um að auglýsa örbirgð sína og vera litið hornauga fyrir bragðið. Fátækt er líka sárasjaldan nefnd í núverandi kosningabaráttu, það er eins og jafnaðarstefna hafi fokið út í hafsauga. Fátæktin er ljótur blettur á samfélagi okkar sem telst með þeim ríkustu í heiminum. Við skulum afnema hana. Sá flokkur sem ég tel vænlegastan til að vinna gegn fátækt og stuðla að auknum jöfnuði í landinu er Sósíalistaflokkurinn og þess vegna mun ég kjósa hann. Höfundur er sagnfræðingur.
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun