Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Aron Guðmundsson skrifar 16. nóvember 2024 09:31 Robert Prosinecki, þjálfari Svartfjallalands Vísir/Getty Lið Svartfellinga hefur gefið föstu leikatriðum Íslands gaum fyrir leik liðanna í Niksic í Þjóðadeild UEFA í dag. Þjálfari liðsins segir liðsheild íslenska liðsins einn af styrkleikum þess. „Við erum ekki í þægilegri stöðu eftir úrslit undanfarinna leikja hjá okkur,“ segir Robert Prosinecki, þjálfari Svartfjallalands í viðtali við íþróttadeild en Svartfjallaland er enn án stiga í riðli B-deildarinnar. „Við töpuðum fyrri leiknum í Reykjavík og verðum að gera okkar allra besta til að snúa gengi liðsins við og ná sigri. Leikurinn verður erfiður.“ Á sama tíma hefur leikurinn mikla þýðingu fyrir Ísland sem verður að sækja stig og treysta á að Wales tapi stigum gegn Tyrklandi á útivelli. Slík úrslit myndu stilla upp hreinum úrslitaleik við Wales á þriðjudaginn kemur um umspilssæti í A-deild. Aðspurður um helstu ógnina við lið Íslands hafði Prosinecki hann þetta að segja: „Þetta er lið sem býr yfir miklum stöðugleika og vilja spila 4-4-2 leikkerfið. Liðsheildin hjá liðinu er góð og það er helsti styrkleiki Íslands. Við einbeitum okkur frekar að liðinu í heild sinni fremur en einst leikmönnum. Þá eru föstu leikatriðin ein af þeirra styrkleikum eins og þeir sýndu á móti okkur í Reykjavík. Þetta er lið sem hefur spilað lengi saman.“ Svartfellingar gefa föstu leikatriðum Íslands meiri gaum í aðdraganda leiksins en bæði mörk Íslands í fyrri leik liðanna komu úr föstum leikatriðum. „Þeir hafa sýnt það í leikjunum gegn okkur, sem og öðrum leikjum, að föstu leikatriðin eru einn þeirra helsti styrkleiki. Við höfum talað um þetta, greint þetta og höfum lagt extra mikið á okkur hvað varðar það að undirbúa okkur fyrir föstu leikatriði Íslands.“ Svartfellingar munu ekki geta treyst á sína helstu stjörnu gegn Íslandi. Fyrirliðinn Stevan Jovetic tekur út leikbann. „Hann er mikilvægur leikmaður fyrir okkur, fyrirliði okkar. Við munum sakna hans. Það er ljóst,“ segir Robert Prosinecki, þjálfari Svartfjallalands. Leikur Íslands og Svartfjallalands á morgun hefst klukkan 17 og er í beinni og opinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Leikur Wales og Íslands er svo á þriðjudagskvöld klukkan 19:45, einnig í beinni og opinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Þjóðadeild karla í fótbolta Svartfjallaland Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Aron Einar Gunnarsson er mættur aftur í fyrirliðastöðu íslenska landsliðsins í fótbolta og sat fyrir svörum á blaðamannafundi í Svartfjallalandi í dag, fyrir leikinn við Svartfellinga í Þjóðadeildinni á morgun. 15. nóvember 2024 16:15 Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi KSÍ fyrir leik Svartfjallalands og Íslands í Þjóðadeild karla í fótbolta. 15. nóvember 2024 15:18 Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Stevan Jovetic, helsta stjarna Svartfjallalands í fótbolta verður ekki með í leiknum gegn Íslandi í Þjóðadeild UEFA á morgun. Jovetic tekur út leikbann í leiknum. 15. nóvember 2024 16:01 Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Sjá meira
„Við erum ekki í þægilegri stöðu eftir úrslit undanfarinna leikja hjá okkur,“ segir Robert Prosinecki, þjálfari Svartfjallalands í viðtali við íþróttadeild en Svartfjallaland er enn án stiga í riðli B-deildarinnar. „Við töpuðum fyrri leiknum í Reykjavík og verðum að gera okkar allra besta til að snúa gengi liðsins við og ná sigri. Leikurinn verður erfiður.“ Á sama tíma hefur leikurinn mikla þýðingu fyrir Ísland sem verður að sækja stig og treysta á að Wales tapi stigum gegn Tyrklandi á útivelli. Slík úrslit myndu stilla upp hreinum úrslitaleik við Wales á þriðjudaginn kemur um umspilssæti í A-deild. Aðspurður um helstu ógnina við lið Íslands hafði Prosinecki hann þetta að segja: „Þetta er lið sem býr yfir miklum stöðugleika og vilja spila 4-4-2 leikkerfið. Liðsheildin hjá liðinu er góð og það er helsti styrkleiki Íslands. Við einbeitum okkur frekar að liðinu í heild sinni fremur en einst leikmönnum. Þá eru föstu leikatriðin ein af þeirra styrkleikum eins og þeir sýndu á móti okkur í Reykjavík. Þetta er lið sem hefur spilað lengi saman.“ Svartfellingar gefa föstu leikatriðum Íslands meiri gaum í aðdraganda leiksins en bæði mörk Íslands í fyrri leik liðanna komu úr föstum leikatriðum. „Þeir hafa sýnt það í leikjunum gegn okkur, sem og öðrum leikjum, að föstu leikatriðin eru einn þeirra helsti styrkleiki. Við höfum talað um þetta, greint þetta og höfum lagt extra mikið á okkur hvað varðar það að undirbúa okkur fyrir föstu leikatriði Íslands.“ Svartfellingar munu ekki geta treyst á sína helstu stjörnu gegn Íslandi. Fyrirliðinn Stevan Jovetic tekur út leikbann. „Hann er mikilvægur leikmaður fyrir okkur, fyrirliði okkar. Við munum sakna hans. Það er ljóst,“ segir Robert Prosinecki, þjálfari Svartfjallalands. Leikur Íslands og Svartfjallalands á morgun hefst klukkan 17 og er í beinni og opinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Leikur Wales og Íslands er svo á þriðjudagskvöld klukkan 19:45, einnig í beinni og opinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Þjóðadeild karla í fótbolta Svartfjallaland Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Aron Einar Gunnarsson er mættur aftur í fyrirliðastöðu íslenska landsliðsins í fótbolta og sat fyrir svörum á blaðamannafundi í Svartfjallalandi í dag, fyrir leikinn við Svartfellinga í Þjóðadeildinni á morgun. 15. nóvember 2024 16:15 Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi KSÍ fyrir leik Svartfjallalands og Íslands í Þjóðadeild karla í fótbolta. 15. nóvember 2024 15:18 Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Stevan Jovetic, helsta stjarna Svartfjallalands í fótbolta verður ekki með í leiknum gegn Íslandi í Þjóðadeild UEFA á morgun. Jovetic tekur út leikbann í leiknum. 15. nóvember 2024 16:01 Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Sjá meira
Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Aron Einar Gunnarsson er mættur aftur í fyrirliðastöðu íslenska landsliðsins í fótbolta og sat fyrir svörum á blaðamannafundi í Svartfjallalandi í dag, fyrir leikinn við Svartfellinga í Þjóðadeildinni á morgun. 15. nóvember 2024 16:15
Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi KSÍ fyrir leik Svartfjallalands og Íslands í Þjóðadeild karla í fótbolta. 15. nóvember 2024 15:18
Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Stevan Jovetic, helsta stjarna Svartfjallalands í fótbolta verður ekki með í leiknum gegn Íslandi í Þjóðadeild UEFA á morgun. Jovetic tekur út leikbann í leiknum. 15. nóvember 2024 16:01