Scott McTominay sér ekki eftir neinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. nóvember 2024 09:00 Scott McTominay fagnar marki með Napoli á dögunum. Hann hefur byrjað vel í borg Maradona. Getty/Giuseppe Bellini Scott McTominay yfirgaf uppeldisfélagið sitt Manchester United í sumar. Á meðan allt hefur verið í tómu tjóni hjá United þá hefur Skotinn blómstrað á nýjum stað suður á Ítalíu. United seldi þennan 27 ára miðjumann til Napoli. Hann hefur skorað þrjú mörk í tíu leikjum og Napoli situr í toppsæti ítölsku deildarinnar. McTominay ræddi þá ákvörðun að yfirgefa United, félagið sem hann hafði spilað fyrir síðan hann var sex ára gamall. „Augljóslega var þetta stór ákvörðun, það er engin leið til að líta fram hjá því. Þetta var risastór ákvörðun fyrr mig, fjölskyldu mína og vini mína,“ sagði Scott McTominay í viðtali við The Times. „Það kemur að tímapunkti á þínum ferli þar sem að þú þarft að spyrja sjálfan þig: Viltu gera þetta? Algjörlega var svarð og þá er bara að láta vaða. Það er engin ástæða til að líta til baka. Ég hef aldrei séð eftir neinu í mínu lífi eða á mínum ferli. Það hefur ekkert breyst,“ sagði McTominay. „Ég vil ná árangri á mínum ferli og vil finna krefjandi áskoranir sem hjálpa mér að verða bæði besti fótboltamaðurinn sem ég get verið og besta manneskja sem ég orðið,“ sagði McTominay. „Ég er með frábært fólk í kringum mig sem hafa hjálpað mér og það er því mjög lítið stress í mínu lífi því ég á mjög góða fjölskyldu, stórkostlega vini og yndislega kærustu sem gera svo mikið fyrir mig,“ sagði McTominay. „Ég er mjög þakklátur fyrir þau öll. Það er ekki auðvelt að flytja til annars lands og ná að koma sér fyrir þar. Það hefur samt gengið mjög þægilega fyrir sig vegna þess hvernig ítalska fólkið hefur hjálpað mér. Það skiptir ekki máli hvað mig vantar, þau eru alltaf til taks. Ég er þeim líka mjög þakklátur,“ sagði McTominay. Napoli hefur unnið átta af tólf leikjum sínum í ítölsku deildinni og er með eins stigs forskot á toppi Seríu A. Manchester United er í þrettánda sæti í ensku úrvalsdeildinni með fjóra sigra í ellefu leikjum. Scott McTominay has spoken out about his decision to leave Man United for Napoli in the summer...😲🗣️ “It was a huge decision for me and my family and my friends. At times like that in your life you just have to say, ‘Do I want to do it? Absolutely,’ and go for it. There’s no… pic.twitter.com/msyFUZcVLr— OneFootball (@OneFootball) November 15, 2024 Enski boltinn Mest lesið Hættur aðeins þrítugur Golf Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti Fleiri fréttir Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Sjá meira
United seldi þennan 27 ára miðjumann til Napoli. Hann hefur skorað þrjú mörk í tíu leikjum og Napoli situr í toppsæti ítölsku deildarinnar. McTominay ræddi þá ákvörðun að yfirgefa United, félagið sem hann hafði spilað fyrir síðan hann var sex ára gamall. „Augljóslega var þetta stór ákvörðun, það er engin leið til að líta fram hjá því. Þetta var risastór ákvörðun fyrr mig, fjölskyldu mína og vini mína,“ sagði Scott McTominay í viðtali við The Times. „Það kemur að tímapunkti á þínum ferli þar sem að þú þarft að spyrja sjálfan þig: Viltu gera þetta? Algjörlega var svarð og þá er bara að láta vaða. Það er engin ástæða til að líta til baka. Ég hef aldrei séð eftir neinu í mínu lífi eða á mínum ferli. Það hefur ekkert breyst,“ sagði McTominay. „Ég vil ná árangri á mínum ferli og vil finna krefjandi áskoranir sem hjálpa mér að verða bæði besti fótboltamaðurinn sem ég get verið og besta manneskja sem ég orðið,“ sagði McTominay. „Ég er með frábært fólk í kringum mig sem hafa hjálpað mér og það er því mjög lítið stress í mínu lífi því ég á mjög góða fjölskyldu, stórkostlega vini og yndislega kærustu sem gera svo mikið fyrir mig,“ sagði McTominay. „Ég er mjög þakklátur fyrir þau öll. Það er ekki auðvelt að flytja til annars lands og ná að koma sér fyrir þar. Það hefur samt gengið mjög þægilega fyrir sig vegna þess hvernig ítalska fólkið hefur hjálpað mér. Það skiptir ekki máli hvað mig vantar, þau eru alltaf til taks. Ég er þeim líka mjög þakklátur,“ sagði McTominay. Napoli hefur unnið átta af tólf leikjum sínum í ítölsku deildinni og er með eins stigs forskot á toppi Seríu A. Manchester United er í þrettánda sæti í ensku úrvalsdeildinni með fjóra sigra í ellefu leikjum. Scott McTominay has spoken out about his decision to leave Man United for Napoli in the summer...😲🗣️ “It was a huge decision for me and my family and my friends. At times like that in your life you just have to say, ‘Do I want to do it? Absolutely,’ and go for it. There’s no… pic.twitter.com/msyFUZcVLr— OneFootball (@OneFootball) November 15, 2024
Enski boltinn Mest lesið Hættur aðeins þrítugur Golf Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti Fleiri fréttir Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Sjá meira