Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar 15. nóvember 2024 20:47 Þetta er grundvallarspurning sem allir íslendingar þurfa að gera upp við sig ásamt þeirri spurningu hvort byggð eigi yfir höfuð að haldast annars staðar en á suðvesturhorninu. Með ríkjandi borgríkisstefnu síðustu ára í boði Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna hefur það skilað 85% þjóðarinnar á eitt horn landsins. Framsóknarflokkurinn sem lýsir sér sem landsbyggðaflokki yfirgaf þá stefnu fyrir fjölda ára síðan, enda hefur það glögglega sýnt sig í landbúnaðarmálum og matvælaframleiðslu að þrátt fyrir Framsókn sem hefur verið með tögl og hagldir í þeim málum öll þessi ár hefur það skilað sér í lakari umgjörð bænda, fækkun í bændastéttinni og fleiri og fleiri bújarðir leggjast í eyði eða eru keyptar upp af fólki sem hefur ekki áhuga á búsetu eða þátttöku í samfélaginu. Þá má einnig geta þess að í tíð Framsóknar hefur innflutningur á matvælum aukist til muna og er nú orðinn um 43% allra matvæla sem við neytum. Þetta er skelfileg þróun og hefur öll orðið á vakt Framsóknar. Í ljósi þessa er því skoplegt að lesa hræðsluáróður sex framsóknarmanna gegn Miðflokknum í sameiginlegri grein á Vísi undir heitinu “Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda” sem þeir enda svo með orðunum “Við stöndum með bændum”. Einmitt, við höfum séð það undanfarin misserin er það ekki hvernig þeir standa með bændum? En þegar menn hafa ekkert annað í höndunum en gagnrýni á upplýsingaskort á glænýrri heimasíðu Miðflokksins og að Sigríður Anderssen nýr oddviti hafi aðrar skoðanir en flestir aðrir á málum landbúnaðar og blása það út sem sönnun þess að flokkurinn allur sé óvinur bænda opinberast aðeins eitt fyrir mér. Framsóknarflokkurinn er hræddur! Hræddur við þá staðreynd að það sé bara alls ekkert best að kjósa Framsókn! Þeir vita nefnilega upp á hár fyrir hvað Miðflokkurinn stendur. Við í Miðflokknum höldum ótrauð áfram að tala fyrir landsbyggða- og landbúnaðarmálum eins og við höfum gert. Innan okkar raða er öflugt landsbyggðafólk og bændur sem brenna fyrir málefnunum og mun sannarlega láta til sín taka fái það umboð til. Brýnast af öllu er að snúa við borgríkisþróuninni, efla og vernda innlenda matvælaframleiðslu með auknum og efldum innflutningstollum ásamt því að snúa við þeirri refsiskattaherferð sem hefur verið beint gegn landsbyggðinni allt of lengi og hert á veikingu byggða. Við þurfum flokk sem gerir það sem hann segist ætla að gera og gefa flokkum sem skýla sér ávallt bak við hlutlausa skoðanamiðju, frí. Höfundur skipar 3. sæti Miðflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágústa Ágústsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Landbúnaður Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Þetta er grundvallarspurning sem allir íslendingar þurfa að gera upp við sig ásamt þeirri spurningu hvort byggð eigi yfir höfuð að haldast annars staðar en á suðvesturhorninu. Með ríkjandi borgríkisstefnu síðustu ára í boði Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna hefur það skilað 85% þjóðarinnar á eitt horn landsins. Framsóknarflokkurinn sem lýsir sér sem landsbyggðaflokki yfirgaf þá stefnu fyrir fjölda ára síðan, enda hefur það glögglega sýnt sig í landbúnaðarmálum og matvælaframleiðslu að þrátt fyrir Framsókn sem hefur verið með tögl og hagldir í þeim málum öll þessi ár hefur það skilað sér í lakari umgjörð bænda, fækkun í bændastéttinni og fleiri og fleiri bújarðir leggjast í eyði eða eru keyptar upp af fólki sem hefur ekki áhuga á búsetu eða þátttöku í samfélaginu. Þá má einnig geta þess að í tíð Framsóknar hefur innflutningur á matvælum aukist til muna og er nú orðinn um 43% allra matvæla sem við neytum. Þetta er skelfileg þróun og hefur öll orðið á vakt Framsóknar. Í ljósi þessa er því skoplegt að lesa hræðsluáróður sex framsóknarmanna gegn Miðflokknum í sameiginlegri grein á Vísi undir heitinu “Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda” sem þeir enda svo með orðunum “Við stöndum með bændum”. Einmitt, við höfum séð það undanfarin misserin er það ekki hvernig þeir standa með bændum? En þegar menn hafa ekkert annað í höndunum en gagnrýni á upplýsingaskort á glænýrri heimasíðu Miðflokksins og að Sigríður Anderssen nýr oddviti hafi aðrar skoðanir en flestir aðrir á málum landbúnaðar og blása það út sem sönnun þess að flokkurinn allur sé óvinur bænda opinberast aðeins eitt fyrir mér. Framsóknarflokkurinn er hræddur! Hræddur við þá staðreynd að það sé bara alls ekkert best að kjósa Framsókn! Þeir vita nefnilega upp á hár fyrir hvað Miðflokkurinn stendur. Við í Miðflokknum höldum ótrauð áfram að tala fyrir landsbyggða- og landbúnaðarmálum eins og við höfum gert. Innan okkar raða er öflugt landsbyggðafólk og bændur sem brenna fyrir málefnunum og mun sannarlega láta til sín taka fái það umboð til. Brýnast af öllu er að snúa við borgríkisþróuninni, efla og vernda innlenda matvælaframleiðslu með auknum og efldum innflutningstollum ásamt því að snúa við þeirri refsiskattaherferð sem hefur verið beint gegn landsbyggðinni allt of lengi og hert á veikingu byggða. Við þurfum flokk sem gerir það sem hann segist ætla að gera og gefa flokkum sem skýla sér ávallt bak við hlutlausa skoðanamiðju, frí. Höfundur skipar 3. sæti Miðflokksins í Norðausturkjördæmi.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar