„Við vissum að þetta yrði smá hark“ Smári Jökull Jónsson skrifar 16. nóvember 2024 19:11 Orri Steinn skoraði sitt fimmta landsliðsmark í kvöld. Vísir/Getty Orri Steinn Óskarsson kom Íslandi á bragðið í sigurleiknum gegn Svartfellingum í dag þegar hann skoraði á 74. mínútu. Hann var ánægður með mörkin tvö í síðari hálfleik eftir dapran fyrri hálfleik Íslands. Orri Steinn Óskarsson heldur áfram að skora fyrir íslenska landsliðið í knattspyrnu. Hann skoraði fyrra mark Íslands í 2-0 sigri á Svartfellingum í dag og var ánægður með sigurinn þegar Aron Guðmundsson ræddi við hann strax að leik loknum ytra. „Það voru ekki búin að koma mörg færi og við vissum svo sem að leikurinn yrði svona. Þetta er ekki góður völlur og aðstæðurnar ekki til fyrirmyndar, við vissum að þetta yrði smá hark. Þegar færin koma er mikilvægt að setja eitt eða tvö mörk og við gerðum það í lokin,“ sagði Orri Steinn en mark Orra kom á 74. mínútu og Ísak Bergmann Jóhannesson bætti öðru marki við undir lokin. Leikurinn var lítið fyrir augað lengst af og voru vallaraðstæður ekki að hjálpa leikmönnum að spila flottan fótbolta. Arnór Ingvi Traustason fagnar hér öðru marka íslenska liðsins.Vísir/Getty „Síðan auðvitað snýst það um hugarfarið okkar, hvernig við bregðumst við að eiga mjög dapran fyrri hálfleik. Við náðum ekki að fá mikið út úr honum og síðan að koma út í seinni hálfleik og ná aðeins meiri ró á spilið og stjórna leiknum betur. Við uppskárum tvö mörk fyrir það.“ Ísland er með sjö stig í þriðja sæti eftir sigurinn og er nú tveimur stigum á eftir Wales sem gerði markalaust jafntefli við Tyrki í kvöld. Ísland getur náð öðru sætinu vinni liðið sigur gegn Wales á þriðjudag. „Það var auðvitað mikilvægt að vinna, það var okkar verk í dag. Við þurfum auðvitað að treysta líka á að allt gangi vel hinu megin. Við gerðum okkar verk og síðan er bara að vona það besta.“ Aron Einar Gunnarsson fór meiddur af velli í leiknum í dag eftir tæplega tuttugu mínútna leik. „Auðvitað bara ömurlegt að sjá alla leikmenn meiðast og fara útaf. Sérstaklega með Aron því hann er leiðtoginn okkar og það er erfitt að koma í hans stað. Gulli kom frábærlega inn og spilað frábæran leik, það var geggjað að sjá viðbrögðin hans,“ sagði Orri Steinn að lokum. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Fleiri fréttir Halldór: Dómur af himnum ofan Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Mikael Breki: Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Sjá meira
Orri Steinn Óskarsson heldur áfram að skora fyrir íslenska landsliðið í knattspyrnu. Hann skoraði fyrra mark Íslands í 2-0 sigri á Svartfellingum í dag og var ánægður með sigurinn þegar Aron Guðmundsson ræddi við hann strax að leik loknum ytra. „Það voru ekki búin að koma mörg færi og við vissum svo sem að leikurinn yrði svona. Þetta er ekki góður völlur og aðstæðurnar ekki til fyrirmyndar, við vissum að þetta yrði smá hark. Þegar færin koma er mikilvægt að setja eitt eða tvö mörk og við gerðum það í lokin,“ sagði Orri Steinn en mark Orra kom á 74. mínútu og Ísak Bergmann Jóhannesson bætti öðru marki við undir lokin. Leikurinn var lítið fyrir augað lengst af og voru vallaraðstæður ekki að hjálpa leikmönnum að spila flottan fótbolta. Arnór Ingvi Traustason fagnar hér öðru marka íslenska liðsins.Vísir/Getty „Síðan auðvitað snýst það um hugarfarið okkar, hvernig við bregðumst við að eiga mjög dapran fyrri hálfleik. Við náðum ekki að fá mikið út úr honum og síðan að koma út í seinni hálfleik og ná aðeins meiri ró á spilið og stjórna leiknum betur. Við uppskárum tvö mörk fyrir það.“ Ísland er með sjö stig í þriðja sæti eftir sigurinn og er nú tveimur stigum á eftir Wales sem gerði markalaust jafntefli við Tyrki í kvöld. Ísland getur náð öðru sætinu vinni liðið sigur gegn Wales á þriðjudag. „Það var auðvitað mikilvægt að vinna, það var okkar verk í dag. Við þurfum auðvitað að treysta líka á að allt gangi vel hinu megin. Við gerðum okkar verk og síðan er bara að vona það besta.“ Aron Einar Gunnarsson fór meiddur af velli í leiknum í dag eftir tæplega tuttugu mínútna leik. „Auðvitað bara ömurlegt að sjá alla leikmenn meiðast og fara útaf. Sérstaklega með Aron því hann er leiðtoginn okkar og það er erfitt að koma í hans stað. Gulli kom frábærlega inn og spilað frábæran leik, það var geggjað að sjá viðbrögðin hans,“ sagði Orri Steinn að lokum.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Fleiri fréttir Halldór: Dómur af himnum ofan Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Mikael Breki: Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Sjá meira
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn