„Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 16. nóvember 2024 19:44 Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands. EPA-EFE/STRINGER Åge Hareide var ánægður með 2-0 sigur Íslands gegn Svartfjallalandi. Leikplanið sem hann lagði upp með var ekki framkvæmanlegt við erfiðar vallaraðstæður en liðið sýndi sótti sigur með dugnaði og baráttu í seinni hálfleik. Hann hefur ekki úr mörgum varnarmönnum að velja í næsta leik en ætlar að finna út úr því vandamáli á morgun. „Stundum er fótboltinn skrítinn. Við áttum meira skilið úr síðasta verkefni en aðeins eitt stig gegn Wales. Í dag spiluðum við alls ekki vel, en börðumst vel í seinni hálfleik og varamennirnir breyttu leiknum,“ sagði Åge eftir leik. „Við höfum verið að æfa vel og lítum vel út en síðan mættum við í erfiðar aðstæður í dag. Gátum ekki spilað eins og við vildum spila, þurftum að leita í langa bolta og unnum ekki oft seinni boltann. Svartfellingar voru aggressívir og það var vel gert hjá strákunum að taka þrjú stig úr þessum mikilvæga leik,“ hélt hann svo áfram. Mikilvægur sigur og úrslitaleikur framundan Sigurinn setur upp úrslitaleik fyrir Ísland gegn Wales næsta þriðjudag upp á annað sæti í Þjóðadeildarriðlinum. „Þetta var gríðarmikilvægur leikur fyrir okkur og gefur okkur tækifæri til að enda í öðru sæti. Við vitum að við getum veitt Wales leik og verðum að sýna það á útivelli núna.“ Óvissa með Aron og Logi í banni Åge mun þurfa að gera breytingar á liðinu í þeim leik. Aron Einar Gunnarsson fór meiddur af velli og staðan á honum er óljós fyrir leikinn á þriðjudag. Víst er þó að Logi Tómasson verður ekki með þar sem hann fékk gult spjald í dag og mun taka út leikbann. „Leiðinlegt fyrir Aron því hann hefur litið vel út á æfingum alla vikuna. Hann veitir öðrum innblástur og það er það sem ég er að leita að. En Victor kom vel inn, hann er traustur og sterkur varnarmaður,“ sagði Åge og greindi frá því að hann væri ekki viss hvort Aron gæti tekið þátt í leiknum gegn Wales á þriðjudag. „Því miður missum við Loga út í næsta leik. Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun,“ sagði Åge að lokum. Viðtalið við Åge má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan. Næsti landsleikur Íslands verður gegn Wales ytra á þriðjudaginn. Útsending og upphitun hefst á Stöð 2 Sport klukkan 19:15. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Sjá meira
„Stundum er fótboltinn skrítinn. Við áttum meira skilið úr síðasta verkefni en aðeins eitt stig gegn Wales. Í dag spiluðum við alls ekki vel, en börðumst vel í seinni hálfleik og varamennirnir breyttu leiknum,“ sagði Åge eftir leik. „Við höfum verið að æfa vel og lítum vel út en síðan mættum við í erfiðar aðstæður í dag. Gátum ekki spilað eins og við vildum spila, þurftum að leita í langa bolta og unnum ekki oft seinni boltann. Svartfellingar voru aggressívir og það var vel gert hjá strákunum að taka þrjú stig úr þessum mikilvæga leik,“ hélt hann svo áfram. Mikilvægur sigur og úrslitaleikur framundan Sigurinn setur upp úrslitaleik fyrir Ísland gegn Wales næsta þriðjudag upp á annað sæti í Þjóðadeildarriðlinum. „Þetta var gríðarmikilvægur leikur fyrir okkur og gefur okkur tækifæri til að enda í öðru sæti. Við vitum að við getum veitt Wales leik og verðum að sýna það á útivelli núna.“ Óvissa með Aron og Logi í banni Åge mun þurfa að gera breytingar á liðinu í þeim leik. Aron Einar Gunnarsson fór meiddur af velli og staðan á honum er óljós fyrir leikinn á þriðjudag. Víst er þó að Logi Tómasson verður ekki með þar sem hann fékk gult spjald í dag og mun taka út leikbann. „Leiðinlegt fyrir Aron því hann hefur litið vel út á æfingum alla vikuna. Hann veitir öðrum innblástur og það er það sem ég er að leita að. En Victor kom vel inn, hann er traustur og sterkur varnarmaður,“ sagði Åge og greindi frá því að hann væri ekki viss hvort Aron gæti tekið þátt í leiknum gegn Wales á þriðjudag. „Því miður missum við Loga út í næsta leik. Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun,“ sagði Åge að lokum. Viðtalið við Åge má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan. Næsti landsleikur Íslands verður gegn Wales ytra á þriðjudaginn. Útsending og upphitun hefst á Stöð 2 Sport klukkan 19:15.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Sjá meira