„Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Smári Jökull Jónsson skrifar 18. nóvember 2024 07:00 Heimir Hallgrímsson mátti horfa upp á lærisveina sína tapa stórt á Wembley. Vísir Heimi Hallgrímssyni fannst ekki ástæða fyrir dómarann í leik Englands og Írlands að reka varnarmann Íra Liam Scales af velli. Hann sagði muninn á stöðu liðanna mikinn. Heimir Hallgrímsson horfði upp á lærisveina sína í írska landsliðinu í knattspyrnu tapa 5-0 gegn Englandi á Wembley í gær. Írar áttu í fullu tré við Englendinga í fyrri hálfleik og var augljóst á stórstjörnum enska liðsins að þeir voru pirraðir á gang mála. „Við vissum að það yrði erfitt að koma hingað á Wembley. Það virðist hafa verið of mikið að spila tíu gegn ellefu. Það var þetta sex mínútna brjálæði, þar sem við fengum þrjú mörk á okkur, sem var gríðarlega erfitt,“ sagði Heimir í viðtali eftir leik. Írar misstu mann af velli á 51. mínútu og í kjölfarið fylgdu þrjú mörk Englendinga á sex mínútna kafla. „Það var hægt að sjá það á andlitum leikmanna og viðbrögðum þeirra að það var mikið áfall andlega. Líkamlega var erfitt að spila einum færri en andlega var það held ég enn erfiðara í dag.“ Klippa: Heimir Hallgrímsson eftir tapið gegn Englandi Heimir var á því að seinna gula spjaldið hefði verið harður dómur og að dómarinn hefði átt að láta vítaspyrnudóminn nægja. „Þú færð á þig víti. Mér fannst ekki nauðsynlegt að gefa gult spjald, þeir fengu vítið og það var plús fyrir þá. Ég þekki kannski ekki reglurnar, kannski er hann að ræna þeim augljósu marktækifæri. Þeir fá vítið en ég sé ekki ástæðu til að gefa annað gult.“ Sagði England ætla sér að verða heimsmeistara en Íra reyna að komast á mótið Heimir sagðist þó geta tekið eitthvað jákvætt úr fyrri hálfleiknum og sagði muninn á stöðu írska og enska liðsins vera mikinn. „Vonandi getum við tekið það jákvæða með okkur. Það er aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap. Samt sem áður þá getur frammistaðan úr fyrri hálfleik gefið okkur eitthvað.“ „11 gegn 11 vörðumst við vel og gáfum ekki mörg færi á okkur. Þar erum við í augnablikinu og munurinn á okkur er að England vill verða heimsmeistari á meðan við viljum reyna að komast á mótið. Það er munurinn núna.“ Þjóðadeild karla í fótbolta Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Enski boltinn Fleiri fréttir Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Sjá meira
Heimir Hallgrímsson horfði upp á lærisveina sína í írska landsliðinu í knattspyrnu tapa 5-0 gegn Englandi á Wembley í gær. Írar áttu í fullu tré við Englendinga í fyrri hálfleik og var augljóst á stórstjörnum enska liðsins að þeir voru pirraðir á gang mála. „Við vissum að það yrði erfitt að koma hingað á Wembley. Það virðist hafa verið of mikið að spila tíu gegn ellefu. Það var þetta sex mínútna brjálæði, þar sem við fengum þrjú mörk á okkur, sem var gríðarlega erfitt,“ sagði Heimir í viðtali eftir leik. Írar misstu mann af velli á 51. mínútu og í kjölfarið fylgdu þrjú mörk Englendinga á sex mínútna kafla. „Það var hægt að sjá það á andlitum leikmanna og viðbrögðum þeirra að það var mikið áfall andlega. Líkamlega var erfitt að spila einum færri en andlega var það held ég enn erfiðara í dag.“ Klippa: Heimir Hallgrímsson eftir tapið gegn Englandi Heimir var á því að seinna gula spjaldið hefði verið harður dómur og að dómarinn hefði átt að láta vítaspyrnudóminn nægja. „Þú færð á þig víti. Mér fannst ekki nauðsynlegt að gefa gult spjald, þeir fengu vítið og það var plús fyrir þá. Ég þekki kannski ekki reglurnar, kannski er hann að ræna þeim augljósu marktækifæri. Þeir fá vítið en ég sé ekki ástæðu til að gefa annað gult.“ Sagði England ætla sér að verða heimsmeistara en Íra reyna að komast á mótið Heimir sagðist þó geta tekið eitthvað jákvætt úr fyrri hálfleiknum og sagði muninn á stöðu írska og enska liðsins vera mikinn. „Vonandi getum við tekið það jákvæða með okkur. Það er aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap. Samt sem áður þá getur frammistaðan úr fyrri hálfleik gefið okkur eitthvað.“ „11 gegn 11 vörðumst við vel og gáfum ekki mörg færi á okkur. Þar erum við í augnablikinu og munurinn á okkur er að England vill verða heimsmeistari á meðan við viljum reyna að komast á mótið. Það er munurinn núna.“
Þjóðadeild karla í fótbolta Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Enski boltinn Fleiri fréttir Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Sjá meira