Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Sindri Sverrisson skrifar 18. nóvember 2024 09:01 Pedri er fæddur og uppalinn á eyjunni Tenerife. Getty/Robbie Jay Barratt Það gerist ekki oft að spænska karlalandsliðið í fótbolta spili leik á Íslendinganýlendunni Tenerife en þannig verður það í kvöld. Það gerir leikinn sérstaklega spennandi fyrir einn af leikmönnum spænska liðsins. Spánn tekur á móti Sviss í kvöld í lokaumferð Þjóðadeildarinnar. Leikurinn hefur litla þýðingu þar sem Spánverjar hafa þegar tryggt sér efsta sæti 4. riðils A-deildarinnar, og Svisslendingar eru fallnir niður í B-deild. Leikurinn hefur hins vegar mikla þýðingu fyrir hinn 21 árs gamla Pedri, stórstjörnuna úr Barcelona sem leikur sinn þrítugasta A-landsleik í kvöld, og reyndar fleiri leikmenn spænska landsliðsins. Pedri er nefnilega fæddur á Tenerife og æfði með liðinu Tegueste, og hóf meistaraflokksferilinn með Las Palmas sem einnig er á Kanaríeyjum. Óhætt er að segja að Pedri hafi verið vinsæll á opinni æfingu spænska liðsins, eins og sjá má hér að neðan. 😍 ¡¡LOCURA por @pedri en Tenerife!!Si no es el día más feliz de esta chica, poco le falta.La afición más solidaria, volcada con una @SEFutbol que le ha devuelto el cariño con firmas y fotos.#VamosEspaña | #NationsLeague pic.twitter.com/KKRVfSZyXD— Selección Española Masculina de Fútbol (@SEFutbol) November 17, 2024 Pedri viðurkennir að hann hlakki sérstaklega til kvöldsins og að fá að spila á Tenerife. „Þetta fyllir mann stolti, og einnig Ayoze Perez og Yeremy Pino [báðir frá Kanaríeyjum]. Þetta verður mjög sérstakur leikur. Það er langt síðan að landsliðið hefur verið hérna svo að vonandi getum við gefið stuðningsmönnunum eitthvað til að gleðjast yfir. Ég er afskaplega ánægður með að vera hér,“ sagði Pedri á blaðamannafundi í gær. Hann hefur óneitanlega orðið var við mikinn áhuga hjá vinum og kunningjum: „Ég bað um marga miða á leikinn en mér tókst ekki að redda öllum þeim sem ég vildi. Ég bað um 45 miða,“ sagði Pedri. Leikur Spánar og Sviss hefst klukkan 20:45 að íslenskum tíma í kvöld og er sýndur á Vodafone Sport. Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Fleiri fréttir Halldór: Dómur af himnum ofan Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Mikael Breki: Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Sjá meira
Spánn tekur á móti Sviss í kvöld í lokaumferð Þjóðadeildarinnar. Leikurinn hefur litla þýðingu þar sem Spánverjar hafa þegar tryggt sér efsta sæti 4. riðils A-deildarinnar, og Svisslendingar eru fallnir niður í B-deild. Leikurinn hefur hins vegar mikla þýðingu fyrir hinn 21 árs gamla Pedri, stórstjörnuna úr Barcelona sem leikur sinn þrítugasta A-landsleik í kvöld, og reyndar fleiri leikmenn spænska landsliðsins. Pedri er nefnilega fæddur á Tenerife og æfði með liðinu Tegueste, og hóf meistaraflokksferilinn með Las Palmas sem einnig er á Kanaríeyjum. Óhætt er að segja að Pedri hafi verið vinsæll á opinni æfingu spænska liðsins, eins og sjá má hér að neðan. 😍 ¡¡LOCURA por @pedri en Tenerife!!Si no es el día más feliz de esta chica, poco le falta.La afición más solidaria, volcada con una @SEFutbol que le ha devuelto el cariño con firmas y fotos.#VamosEspaña | #NationsLeague pic.twitter.com/KKRVfSZyXD— Selección Española Masculina de Fútbol (@SEFutbol) November 17, 2024 Pedri viðurkennir að hann hlakki sérstaklega til kvöldsins og að fá að spila á Tenerife. „Þetta fyllir mann stolti, og einnig Ayoze Perez og Yeremy Pino [báðir frá Kanaríeyjum]. Þetta verður mjög sérstakur leikur. Það er langt síðan að landsliðið hefur verið hérna svo að vonandi getum við gefið stuðningsmönnunum eitthvað til að gleðjast yfir. Ég er afskaplega ánægður með að vera hér,“ sagði Pedri á blaðamannafundi í gær. Hann hefur óneitanlega orðið var við mikinn áhuga hjá vinum og kunningjum: „Ég bað um marga miða á leikinn en mér tókst ekki að redda öllum þeim sem ég vildi. Ég bað um 45 miða,“ sagði Pedri. Leikur Spánar og Sviss hefst klukkan 20:45 að íslenskum tíma í kvöld og er sýndur á Vodafone Sport.
Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Fleiri fréttir Halldór: Dómur af himnum ofan Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Mikael Breki: Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Sjá meira
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn