Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Kjartan Kjartansson skrifar 18. nóvember 2024 10:05 Ferskvatnsstaðan hefur rýrnað um það sem nemu rúmmáli Erie-vatns í Norður-Ameríku, ellefta stærsta stöðuvatns jarðar. Vísir/Getty Magn fersksvatns á jörðinni hefur ekki komist í fyrra horf eftir að það tók dýfu fyrir rúmum tíu árum samkvæmt gervihnattamælingum. Ekki er talið tilviljun að hnignun ferskvatnsforðans eigi sér stað þegar níu af síðustu tíu árum voru þau hlýjustu sem um getur. Mælingar GRACE-gervitungla bandarísku og þýsku geimstofnananna benda til þess að frá 2015 til 2023 hafi magn ferskvatns í vötnum, ám og grunnvatnsgeymum verið um 1.200 rúmkílómetrum undir meðaltali áranna 2002 til 2014. Greining alþjóðlegs hóps vísindamanna á gögnum GRACE bendir til þess að ferskvatnsstaðan hafi lækkað skyndilega í maí 2014 og haldist lág síðan. Lækkunin hófst með gríðarlegum þurrki í norðanverðri og miðri Brasilíu en í kjölfarið fylgdu þurrkar í Ástralasíu, Suður- og Norður-Ameríku, Evrópu og Afríku. Þegar einn áhrifamesti El niño-viðburður 20. aldarinnar hófst árið 2016 breytist veður- og úrkomumynstur um allan heim. Ferksvatnsstaðan náði sér þó ekki eftir að El niño slotaði, að því er kemur fram í rannsókn sem var birt í vísindaritinu Surveys in Geophysics og er sagt frá á vef NASA. Teikning af GRACE-gervitungli á braut um jörðu. Þau mæla sveiflur í þyngdarkrafti jarðar sem varpa ljósi á breytingar á vatnsstöðu á yfirborðinu og neðanjarðar.NASA/JPL-Caltech Boðberi þess sem koma skal? Þrátt fyrir að skæðari þurrkar séu ein afleiðinga hnattrænnar hlýnunar leiðir hún einnig til þess að andrúmsloftið geti borið meiri raka. Þannig getur úrkoma orðið ákafari þrátt fyrir að úrkomudögum fækki. Ef langur tími líður á milli rigninga þornar jarðvegur og þéttist þannig að hann tekur síður við vatni þegar loks rignir. „Vandamálið við aftakaúrkomu er að vatnið endar á því að renna af“ í staðinn fyrir að setjast og endurnýja grunnvatnsgeyma, að sögn Michael Bosilovich, veðurfræðings hjá NASA. „Hækkandi hiti eykur bæði uppgufun vatns af yfirborðinu í andrúmsloftið og getu andrúmsloftsins til þess að halda raka sem eyku tíðni og ákafa þurrks,“ segir Bosilovich. Matthew Rodell, vatnafræðing hjá NASA og einum höfunda greinarinnar, grunar að hnattræn hlýnun eigi sinn þátt í viðvarandi lágri ferskvatnsstöðu á jörðinni. Þrettán af þrjátíu verstu þurrkum sem GRACE hefur mælt hafa orðið frá því í janúar 2015. Fyrstu GRACE gervitunglunum var skotið á loft árið 2002. Þá eru níu af síðustu tíu árum þau hlýjustu frá því að mælingar hófust. „Við teljum ekki að þetta sé tilviljun og þetta gæti verið boðberi þess sem koma skal,“ segir Rodell. Vísindi Vatn Loftslagsmál Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Sjá meira
Mælingar GRACE-gervitungla bandarísku og þýsku geimstofnananna benda til þess að frá 2015 til 2023 hafi magn ferskvatns í vötnum, ám og grunnvatnsgeymum verið um 1.200 rúmkílómetrum undir meðaltali áranna 2002 til 2014. Greining alþjóðlegs hóps vísindamanna á gögnum GRACE bendir til þess að ferskvatnsstaðan hafi lækkað skyndilega í maí 2014 og haldist lág síðan. Lækkunin hófst með gríðarlegum þurrki í norðanverðri og miðri Brasilíu en í kjölfarið fylgdu þurrkar í Ástralasíu, Suður- og Norður-Ameríku, Evrópu og Afríku. Þegar einn áhrifamesti El niño-viðburður 20. aldarinnar hófst árið 2016 breytist veður- og úrkomumynstur um allan heim. Ferksvatnsstaðan náði sér þó ekki eftir að El niño slotaði, að því er kemur fram í rannsókn sem var birt í vísindaritinu Surveys in Geophysics og er sagt frá á vef NASA. Teikning af GRACE-gervitungli á braut um jörðu. Þau mæla sveiflur í þyngdarkrafti jarðar sem varpa ljósi á breytingar á vatnsstöðu á yfirborðinu og neðanjarðar.NASA/JPL-Caltech Boðberi þess sem koma skal? Þrátt fyrir að skæðari þurrkar séu ein afleiðinga hnattrænnar hlýnunar leiðir hún einnig til þess að andrúmsloftið geti borið meiri raka. Þannig getur úrkoma orðið ákafari þrátt fyrir að úrkomudögum fækki. Ef langur tími líður á milli rigninga þornar jarðvegur og þéttist þannig að hann tekur síður við vatni þegar loks rignir. „Vandamálið við aftakaúrkomu er að vatnið endar á því að renna af“ í staðinn fyrir að setjast og endurnýja grunnvatnsgeyma, að sögn Michael Bosilovich, veðurfræðings hjá NASA. „Hækkandi hiti eykur bæði uppgufun vatns af yfirborðinu í andrúmsloftið og getu andrúmsloftsins til þess að halda raka sem eyku tíðni og ákafa þurrks,“ segir Bosilovich. Matthew Rodell, vatnafræðing hjá NASA og einum höfunda greinarinnar, grunar að hnattræn hlýnun eigi sinn þátt í viðvarandi lágri ferskvatnsstöðu á jörðinni. Þrettán af þrjátíu verstu þurrkum sem GRACE hefur mælt hafa orðið frá því í janúar 2015. Fyrstu GRACE gervitunglunum var skotið á loft árið 2002. Þá eru níu af síðustu tíu árum þau hlýjustu frá því að mælingar hófust. „Við teljum ekki að þetta sé tilviljun og þetta gæti verið boðberi þess sem koma skal,“ segir Rodell.
Vísindi Vatn Loftslagsmál Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Sjá meira