Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Kjartan Kjartansson skrifar 18. nóvember 2024 10:05 Ferskvatnsstaðan hefur rýrnað um það sem nemu rúmmáli Erie-vatns í Norður-Ameríku, ellefta stærsta stöðuvatns jarðar. Vísir/Getty Magn fersksvatns á jörðinni hefur ekki komist í fyrra horf eftir að það tók dýfu fyrir rúmum tíu árum samkvæmt gervihnattamælingum. Ekki er talið tilviljun að hnignun ferskvatnsforðans eigi sér stað þegar níu af síðustu tíu árum voru þau hlýjustu sem um getur. Mælingar GRACE-gervitungla bandarísku og þýsku geimstofnananna benda til þess að frá 2015 til 2023 hafi magn ferskvatns í vötnum, ám og grunnvatnsgeymum verið um 1.200 rúmkílómetrum undir meðaltali áranna 2002 til 2014. Greining alþjóðlegs hóps vísindamanna á gögnum GRACE bendir til þess að ferskvatnsstaðan hafi lækkað skyndilega í maí 2014 og haldist lág síðan. Lækkunin hófst með gríðarlegum þurrki í norðanverðri og miðri Brasilíu en í kjölfarið fylgdu þurrkar í Ástralasíu, Suður- og Norður-Ameríku, Evrópu og Afríku. Þegar einn áhrifamesti El niño-viðburður 20. aldarinnar hófst árið 2016 breytist veður- og úrkomumynstur um allan heim. Ferksvatnsstaðan náði sér þó ekki eftir að El niño slotaði, að því er kemur fram í rannsókn sem var birt í vísindaritinu Surveys in Geophysics og er sagt frá á vef NASA. Teikning af GRACE-gervitungli á braut um jörðu. Þau mæla sveiflur í þyngdarkrafti jarðar sem varpa ljósi á breytingar á vatnsstöðu á yfirborðinu og neðanjarðar.NASA/JPL-Caltech Boðberi þess sem koma skal? Þrátt fyrir að skæðari þurrkar séu ein afleiðinga hnattrænnar hlýnunar leiðir hún einnig til þess að andrúmsloftið geti borið meiri raka. Þannig getur úrkoma orðið ákafari þrátt fyrir að úrkomudögum fækki. Ef langur tími líður á milli rigninga þornar jarðvegur og þéttist þannig að hann tekur síður við vatni þegar loks rignir. „Vandamálið við aftakaúrkomu er að vatnið endar á því að renna af“ í staðinn fyrir að setjast og endurnýja grunnvatnsgeyma, að sögn Michael Bosilovich, veðurfræðings hjá NASA. „Hækkandi hiti eykur bæði uppgufun vatns af yfirborðinu í andrúmsloftið og getu andrúmsloftsins til þess að halda raka sem eyku tíðni og ákafa þurrks,“ segir Bosilovich. Matthew Rodell, vatnafræðing hjá NASA og einum höfunda greinarinnar, grunar að hnattræn hlýnun eigi sinn þátt í viðvarandi lágri ferskvatnsstöðu á jörðinni. Þrettán af þrjátíu verstu þurrkum sem GRACE hefur mælt hafa orðið frá því í janúar 2015. Fyrstu GRACE gervitunglunum var skotið á loft árið 2002. Þá eru níu af síðustu tíu árum þau hlýjustu frá því að mælingar hófust. „Við teljum ekki að þetta sé tilviljun og þetta gæti verið boðberi þess sem koma skal,“ segir Rodell. Vísindi Vatn Loftslagsmál Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fellaskóli vann Skrekk Lífið Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Fleiri fréttir Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Sjá meira
Mælingar GRACE-gervitungla bandarísku og þýsku geimstofnananna benda til þess að frá 2015 til 2023 hafi magn ferskvatns í vötnum, ám og grunnvatnsgeymum verið um 1.200 rúmkílómetrum undir meðaltali áranna 2002 til 2014. Greining alþjóðlegs hóps vísindamanna á gögnum GRACE bendir til þess að ferskvatnsstaðan hafi lækkað skyndilega í maí 2014 og haldist lág síðan. Lækkunin hófst með gríðarlegum þurrki í norðanverðri og miðri Brasilíu en í kjölfarið fylgdu þurrkar í Ástralasíu, Suður- og Norður-Ameríku, Evrópu og Afríku. Þegar einn áhrifamesti El niño-viðburður 20. aldarinnar hófst árið 2016 breytist veður- og úrkomumynstur um allan heim. Ferksvatnsstaðan náði sér þó ekki eftir að El niño slotaði, að því er kemur fram í rannsókn sem var birt í vísindaritinu Surveys in Geophysics og er sagt frá á vef NASA. Teikning af GRACE-gervitungli á braut um jörðu. Þau mæla sveiflur í þyngdarkrafti jarðar sem varpa ljósi á breytingar á vatnsstöðu á yfirborðinu og neðanjarðar.NASA/JPL-Caltech Boðberi þess sem koma skal? Þrátt fyrir að skæðari þurrkar séu ein afleiðinga hnattrænnar hlýnunar leiðir hún einnig til þess að andrúmsloftið geti borið meiri raka. Þannig getur úrkoma orðið ákafari þrátt fyrir að úrkomudögum fækki. Ef langur tími líður á milli rigninga þornar jarðvegur og þéttist þannig að hann tekur síður við vatni þegar loks rignir. „Vandamálið við aftakaúrkomu er að vatnið endar á því að renna af“ í staðinn fyrir að setjast og endurnýja grunnvatnsgeyma, að sögn Michael Bosilovich, veðurfræðings hjá NASA. „Hækkandi hiti eykur bæði uppgufun vatns af yfirborðinu í andrúmsloftið og getu andrúmsloftsins til þess að halda raka sem eyku tíðni og ákafa þurrks,“ segir Bosilovich. Matthew Rodell, vatnafræðing hjá NASA og einum höfunda greinarinnar, grunar að hnattræn hlýnun eigi sinn þátt í viðvarandi lágri ferskvatnsstöðu á jörðinni. Þrettán af þrjátíu verstu þurrkum sem GRACE hefur mælt hafa orðið frá því í janúar 2015. Fyrstu GRACE gervitunglunum var skotið á loft árið 2002. Þá eru níu af síðustu tíu árum þau hlýjustu frá því að mælingar hófust. „Við teljum ekki að þetta sé tilviljun og þetta gæti verið boðberi þess sem koma skal,“ segir Rodell.
Vísindi Vatn Loftslagsmál Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fellaskóli vann Skrekk Lífið Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Fleiri fréttir Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Sjá meira