Af hverju er San Marínó framar í röðinni en Ísland? Sindri Sverrisson skrifar 19. nóvember 2024 14:46 Íslenska landsliðið endar í 2. eða 3. sæti síns riðils í B-deild Þjóðadeildar en samkvæmt reglum UEFA er dýrmætara að vinna riðil í D-deild, varðandi að komast í HM-umspilið. Getty/Filip Filipovic Þrátt fyrir að hafa spilað í D-deild Þjóðadeildarinnar er San Marínó nær því en Ísland að komast varaleiðina inn í umspilið um sæti á HM í Norður-Ameríku 2026. Riðlakeppni Þjóðadeildar UEFA lýkur í kvöld, þegar Ísland mætir Wales í Cardiff. Keppnin virkar einnig sem varaleið inn í HM-umspilið en Ísland á ekki lengur raunhæfa möguleika á að fara þá leið. Aðeins fjögur sæti eru í boði í HM-umspilinu, í gegnum Þjóðadeildina, og samkvæmt ákvörðun UEFA þá skiptir meira máli fyrir lið að vinna sinn riðil, burtséð frá því í hvaða deild þau spila, en að enda ofarlega í heildarstöðutöflunni. Þó að Ísland vinni Wales í kvöld og endi í 2. sæti síns riðils í B-deild er það sem sagt hærra metið hjá UEFA að vinna sinn riðil í D-deild, eins og San Marínó tókst að gera með tveimur sigrum gegn Liechtenstein - sínum fyrstu alvöru sigrum í sögunni. SAN MARINO FINISH FIRST IN THE UEFA NATIONS LEAGUE D GROUP 1 AND HAVE SECURED PROMOTION!! 🇸🇲ANOTHER WIN VS. LIECHTENSTEIN AND THEIR FIRST THREE-GOAL GAME IN HISTORY!WHAT A MOMENT FOR THE 210TH RANKED TEAM IN FIFA 👏 pic.twitter.com/GnDxyQrJT6— ESPN FC (@ESPNFC) November 18, 2024 Undankeppni HM 2026 hefst á næsta ári og verður spilað í tólf 4-5 liða riðlum. Sigurlið hvers riðils kemst beint á HM en liðin tólf sem enda í 2. sæti fara í umspil. Þegar sú niðurstaða liggur fyrir bætast svo við fjögur lið í umspilið, út frá árangri í Þjóðadeildinni. Það verða lið sem unnu sinn riðil í Þjóðadeildinni, en urðu ekki í 1.-2. sæti í sínum riðli í undankeppni HM. Einu liðin sem eru nú þegar örugg um að minnsta kosti sæti í umspili eru því liðin fjögur sem unnu sinn riðil í A-deild; Portúgal, Frakkland, Þýskaland og Spánn. Hins vegar má slá því föstu að þau endi jafnframt í 1.-2. sæti síns riðils í undankeppninni og þá verður horft til sigurvegara riðlanna í B-deild, því næst C-deild og loks í D-deild ef þess þarf. Þessi lið hafa því, ásamt fleirum, forgang fram yfir Ísland um sætin fjögur í HM-umspili sem fást í gegnum Þjóðadeildina: Sigurlið í A-deild: Portúgal, Frakkland, Þýskaland, Spánn. Sigurlið í B-deild: (Tékkland/Georg/Albanía, ræðst í dag), England, Noregur, Tyrkland. Sigurlið í C-deild: Svíþjóð, Rúmenía, Norður-Írland, Norður-Makedónía. Sigurlið í D-deild: San Marínó, Moldóva. Leið Ísland inn á HM felst því í því að vinna sinn riðil í undankeppninni á næsta ári, eða þá að ná 2. sæti í sínum riðli í undankeppninni og komast áfram í gegnum umspilið sem fram fer í mars 2026. Dregið verður í undankeppni HM 13. desember. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Lars sendi kveðju til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Sjá meira
Riðlakeppni Þjóðadeildar UEFA lýkur í kvöld, þegar Ísland mætir Wales í Cardiff. Keppnin virkar einnig sem varaleið inn í HM-umspilið en Ísland á ekki lengur raunhæfa möguleika á að fara þá leið. Aðeins fjögur sæti eru í boði í HM-umspilinu, í gegnum Þjóðadeildina, og samkvæmt ákvörðun UEFA þá skiptir meira máli fyrir lið að vinna sinn riðil, burtséð frá því í hvaða deild þau spila, en að enda ofarlega í heildarstöðutöflunni. Þó að Ísland vinni Wales í kvöld og endi í 2. sæti síns riðils í B-deild er það sem sagt hærra metið hjá UEFA að vinna sinn riðil í D-deild, eins og San Marínó tókst að gera með tveimur sigrum gegn Liechtenstein - sínum fyrstu alvöru sigrum í sögunni. SAN MARINO FINISH FIRST IN THE UEFA NATIONS LEAGUE D GROUP 1 AND HAVE SECURED PROMOTION!! 🇸🇲ANOTHER WIN VS. LIECHTENSTEIN AND THEIR FIRST THREE-GOAL GAME IN HISTORY!WHAT A MOMENT FOR THE 210TH RANKED TEAM IN FIFA 👏 pic.twitter.com/GnDxyQrJT6— ESPN FC (@ESPNFC) November 18, 2024 Undankeppni HM 2026 hefst á næsta ári og verður spilað í tólf 4-5 liða riðlum. Sigurlið hvers riðils kemst beint á HM en liðin tólf sem enda í 2. sæti fara í umspil. Þegar sú niðurstaða liggur fyrir bætast svo við fjögur lið í umspilið, út frá árangri í Þjóðadeildinni. Það verða lið sem unnu sinn riðil í Þjóðadeildinni, en urðu ekki í 1.-2. sæti í sínum riðli í undankeppni HM. Einu liðin sem eru nú þegar örugg um að minnsta kosti sæti í umspili eru því liðin fjögur sem unnu sinn riðil í A-deild; Portúgal, Frakkland, Þýskaland og Spánn. Hins vegar má slá því föstu að þau endi jafnframt í 1.-2. sæti síns riðils í undankeppninni og þá verður horft til sigurvegara riðlanna í B-deild, því næst C-deild og loks í D-deild ef þess þarf. Þessi lið hafa því, ásamt fleirum, forgang fram yfir Ísland um sætin fjögur í HM-umspili sem fást í gegnum Þjóðadeildina: Sigurlið í A-deild: Portúgal, Frakkland, Þýskaland, Spánn. Sigurlið í B-deild: (Tékkland/Georg/Albanía, ræðst í dag), England, Noregur, Tyrkland. Sigurlið í C-deild: Svíþjóð, Rúmenía, Norður-Írland, Norður-Makedónía. Sigurlið í D-deild: San Marínó, Moldóva. Leið Ísland inn á HM felst því í því að vinna sinn riðil í undankeppninni á næsta ári, eða þá að ná 2. sæti í sínum riðli í undankeppninni og komast áfram í gegnum umspilið sem fram fer í mars 2026. Dregið verður í undankeppni HM 13. desember.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Lars sendi kveðju til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Sjá meira