„Það er hundleiðinlegt að tapa svona stórt“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. nóvember 2024 22:15 Arnór Ingvi Traustason var svekktur eftir alltof stórt tap í Wales í kvöld. Getty/Stefan Ivanovic/ Arnór Ingvi Traustason var svekktur eftir 4-1 tap íslenska liðsins á móti Wales í Þjóðadeildinni í kvöld. Hann talaði um óþarfa mörk Walesverja í fyrri hálfleiknum eftir að hafa komist yfir snemma leiks sem og færin sem fóru forgörðum í leiknum. „Við byrjuðum leikinn ótrúlega vel en ég veit ekki alveg hvað fór úrskeiðis í þessum tveimur mörkum. Það var óþarfi finnst mér að fara inn í hálfleikinn 2-1 undir,“ sagði Arnór Ingvi Traustason í samtali við Aron Guðmundsson eftir leikinn. „Svona er þetta. Við fáum fullt af tækifærum til að jafna og líka í stöðunni 1-1 fengum við tækifæri til að skora. Við nýtum ekki okkar færi,“ sagði Arnór. „Við reynum svo að fara ofar á völlinn en svona er fótboltinn. Annað hvort fellur þetta með þér eða ekki,“ sagði Arnór. Íslensku strákarnir töldu að Walesverjar hafi brotið á Valgeiri Lunddal Friðrikssyni í aðdraganda þriðja marksins. „Ég sá ekki brotið en ég treysti mínum liðsfélögum að þetta hafi verið brot. Ég sá ekki nákvæmlega hvað gerðist,“ sagði Arnór. Þessi úrslit voru sérstaklega súr af því að færin voru til staðar hjá íslenska liðinu í þessum leik. „Við sköpum helling og það á útivelli. Það segir eitthvað en að sama skapi fáum við ekkert út úr leiknum. Það gefur okkur ekkert. Það er hundleiðinlegt að tapa svona stórt,“ sagði Arnór. Hvernig horfir hann á þessa tvo leiki í þessum glugga. „Leikurinn úti var mjög erfiður á marga vegu. Við tökum þrjú stig þar sem var gríðarlega sterkt sem og að skora tvö mörk á mjög erfiðum útivelli,“ sagði Arnór. „Við komum hingað með fullt af sjálfstrausti, byrjuðum leikinn mjög vel og komust 1-0 yfir. Við nýtum ekki okkar færi og þeir gera það svo sannarlega,“ sagði Arnór. Íslenska liðið var einum sigri frá því að komast í umspil A-deildarinnar en nú tekur við umspil um að halda sér í B-deildinni. „Við getum ekkert gert í þessum A-deildar umspili akkúrat núna. Næsti leikur er upp á að halda okkur uppi í B-deild. Fókusinn fer á það núna og við ætlum að halda okkur í þessari deild. Við höfum sýnt það að við eigum heima í þessari B-deild og hvað þá A-deild líka. Það er bara áfram gakk,“ sagði Arnór. Klippa: „Óþarfi finnst mér að fara inn í hálfleikinn 2-1 undir“ Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Í beinni: FH - Valur | Botnliðið fær taplausa gesti Íslenski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Fleiri fréttir Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Í beinni: FH - Valur | Botnliðið fær taplausa gesti Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Sjá meira
„Við byrjuðum leikinn ótrúlega vel en ég veit ekki alveg hvað fór úrskeiðis í þessum tveimur mörkum. Það var óþarfi finnst mér að fara inn í hálfleikinn 2-1 undir,“ sagði Arnór Ingvi Traustason í samtali við Aron Guðmundsson eftir leikinn. „Svona er þetta. Við fáum fullt af tækifærum til að jafna og líka í stöðunni 1-1 fengum við tækifæri til að skora. Við nýtum ekki okkar færi,“ sagði Arnór. „Við reynum svo að fara ofar á völlinn en svona er fótboltinn. Annað hvort fellur þetta með þér eða ekki,“ sagði Arnór. Íslensku strákarnir töldu að Walesverjar hafi brotið á Valgeiri Lunddal Friðrikssyni í aðdraganda þriðja marksins. „Ég sá ekki brotið en ég treysti mínum liðsfélögum að þetta hafi verið brot. Ég sá ekki nákvæmlega hvað gerðist,“ sagði Arnór. Þessi úrslit voru sérstaklega súr af því að færin voru til staðar hjá íslenska liðinu í þessum leik. „Við sköpum helling og það á útivelli. Það segir eitthvað en að sama skapi fáum við ekkert út úr leiknum. Það gefur okkur ekkert. Það er hundleiðinlegt að tapa svona stórt,“ sagði Arnór. Hvernig horfir hann á þessa tvo leiki í þessum glugga. „Leikurinn úti var mjög erfiður á marga vegu. Við tökum þrjú stig þar sem var gríðarlega sterkt sem og að skora tvö mörk á mjög erfiðum útivelli,“ sagði Arnór. „Við komum hingað með fullt af sjálfstrausti, byrjuðum leikinn mjög vel og komust 1-0 yfir. Við nýtum ekki okkar færi og þeir gera það svo sannarlega,“ sagði Arnór. Íslenska liðið var einum sigri frá því að komast í umspil A-deildarinnar en nú tekur við umspil um að halda sér í B-deildinni. „Við getum ekkert gert í þessum A-deildar umspili akkúrat núna. Næsti leikur er upp á að halda okkur uppi í B-deild. Fókusinn fer á það núna og við ætlum að halda okkur í þessari deild. Við höfum sýnt það að við eigum heima í þessari B-deild og hvað þá A-deild líka. Það er bara áfram gakk,“ sagði Arnór. Klippa: „Óþarfi finnst mér að fara inn í hálfleikinn 2-1 undir“
Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Í beinni: FH - Valur | Botnliðið fær taplausa gesti Íslenski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Fleiri fréttir Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Í beinni: FH - Valur | Botnliðið fær taplausa gesti Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Sjá meira