Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Kjartan Kjartansson skrifar 20. nóvember 2024 12:30 Marine Le Pen í dómshúsi í París þar sem fjársvikamál á hendur henni og 24 öðrum félögum Þjóðfylkingarinnar var tekið fyrir fyrr í þessum mánuði. Vísir/EPA Marine Le Pen, leiðtogi hægriöfgaflokksins Þjóðfylkingarinnar í Frakklandi, sakar saksóknara um að reyna að dæma hana til pólitísks dauða í fjársvikamáli á hendur henni. Þá hótar hún því að fella minnihlutastjórn Michels Barnier. Saksóknarar krefjast þess að Le Pen verði bannað að gegna opinberu embætti í fimm ár og verði dæmd í fimm ára fangelsi fyrir hennar þátt í meintum fjárdrætti Þjóðfylkingarinnar. Flokkurinn er ákærður fyrir að nota styrk frá Evrópusambandinu sem átti að fjármagna starf hans á Evrópuþinginu til þess að reka starfsemi flokksins í Frakklandi. Le Pen líkti þessu við pólitískan dauðadóm í viðtali í vikunni. Yrði hún fundin sek yrði orðspor hennar varanlega laskað jafnvel þótt hún fengi niðurstöðunni síðar hnekkt með áfrýjun. Dómur í málinu spillti fyrir væntanlegu framboði hennar til forseta árið 2027. „Þetta er algerlega svívirðileg refsing sem er ekki aðeins vandamál fyrir réttarríkið heldur einnig fyrir lýðræðið,“ sagði Le Pen sem sakaði saksóknara um að valda friðrofi. Þá hótaði Le Pen því að fella ríkisstjórn Barnier forsætisráðherra sem þarf að reiða sig á hlutleysi Þjóðfylkingarinnar á þingi. Hún sagðist telja að fjárlagafrumvarp Barnier tæki ekki nægilegt tillit til sjónarmiða flokks hennar um innflytjendur og framfærslukostnað almennings. Fyrirhuguð skattahækkun á rafmagn væru dropinn sem fyllti mælinn. „Forgangsmál okkar voru ekki að hækka skatta á einstaklinga eða frumkvöðla, ekki að láta ellilífeyrisþega borga og að skera kerfisbundið niður útgjöld ríkisins,“ sagði Le Pen sem ætlar að funda með Barnier í næstu viku. Stjórmálaskýrendur telja að málaferlin gegn Le Pen og Þjóðfylkingunni gætu flýtt áformum hennar um að fella ríkisstjórnina, að því er kemur fram í frétt Reuters. Frakkland Erlend sakamál Evrópusambandið Tengdar fréttir Meirihluti Frakka telur lýðræðið ekki virka Flestir svarendur skoðanakönnunar í Frakklandi sögðust telja að lýðræðið virkaði ekki og fjórðungur sagði að það væri ekki besta stjórnskipulagið sem völ væri á. Meira en helmingur svarenda sagði að það þyrfti „sterkt vald“ til að halda uppi lögum og rétti í landinu. 24. október 2024 08:29 Stóð af sér vantrauststillögu Vantrauststillaga franskra þingmanna á hendur Michel Barnier, forsætisráðherra Frakklands, var felld á þinginu í gær. Emmanuel Macron Frakklandsforseti skipaði Barnier forsætisráðherra í sumar en fyrir liggur að meirihlutastuðningur við Barnier er afar viðkvæmur á þinginu. 9. október 2024 13:56 Mest lesið Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Fleiri fréttir Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Sjá meira
Saksóknarar krefjast þess að Le Pen verði bannað að gegna opinberu embætti í fimm ár og verði dæmd í fimm ára fangelsi fyrir hennar þátt í meintum fjárdrætti Þjóðfylkingarinnar. Flokkurinn er ákærður fyrir að nota styrk frá Evrópusambandinu sem átti að fjármagna starf hans á Evrópuþinginu til þess að reka starfsemi flokksins í Frakklandi. Le Pen líkti þessu við pólitískan dauðadóm í viðtali í vikunni. Yrði hún fundin sek yrði orðspor hennar varanlega laskað jafnvel þótt hún fengi niðurstöðunni síðar hnekkt með áfrýjun. Dómur í málinu spillti fyrir væntanlegu framboði hennar til forseta árið 2027. „Þetta er algerlega svívirðileg refsing sem er ekki aðeins vandamál fyrir réttarríkið heldur einnig fyrir lýðræðið,“ sagði Le Pen sem sakaði saksóknara um að valda friðrofi. Þá hótaði Le Pen því að fella ríkisstjórn Barnier forsætisráðherra sem þarf að reiða sig á hlutleysi Þjóðfylkingarinnar á þingi. Hún sagðist telja að fjárlagafrumvarp Barnier tæki ekki nægilegt tillit til sjónarmiða flokks hennar um innflytjendur og framfærslukostnað almennings. Fyrirhuguð skattahækkun á rafmagn væru dropinn sem fyllti mælinn. „Forgangsmál okkar voru ekki að hækka skatta á einstaklinga eða frumkvöðla, ekki að láta ellilífeyrisþega borga og að skera kerfisbundið niður útgjöld ríkisins,“ sagði Le Pen sem ætlar að funda með Barnier í næstu viku. Stjórmálaskýrendur telja að málaferlin gegn Le Pen og Þjóðfylkingunni gætu flýtt áformum hennar um að fella ríkisstjórnina, að því er kemur fram í frétt Reuters.
Frakkland Erlend sakamál Evrópusambandið Tengdar fréttir Meirihluti Frakka telur lýðræðið ekki virka Flestir svarendur skoðanakönnunar í Frakklandi sögðust telja að lýðræðið virkaði ekki og fjórðungur sagði að það væri ekki besta stjórnskipulagið sem völ væri á. Meira en helmingur svarenda sagði að það þyrfti „sterkt vald“ til að halda uppi lögum og rétti í landinu. 24. október 2024 08:29 Stóð af sér vantrauststillögu Vantrauststillaga franskra þingmanna á hendur Michel Barnier, forsætisráðherra Frakklands, var felld á þinginu í gær. Emmanuel Macron Frakklandsforseti skipaði Barnier forsætisráðherra í sumar en fyrir liggur að meirihlutastuðningur við Barnier er afar viðkvæmur á þinginu. 9. október 2024 13:56 Mest lesið Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Fleiri fréttir Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Sjá meira
Meirihluti Frakka telur lýðræðið ekki virka Flestir svarendur skoðanakönnunar í Frakklandi sögðust telja að lýðræðið virkaði ekki og fjórðungur sagði að það væri ekki besta stjórnskipulagið sem völ væri á. Meira en helmingur svarenda sagði að það þyrfti „sterkt vald“ til að halda uppi lögum og rétti í landinu. 24. október 2024 08:29
Stóð af sér vantrauststillögu Vantrauststillaga franskra þingmanna á hendur Michel Barnier, forsætisráðherra Frakklands, var felld á þinginu í gær. Emmanuel Macron Frakklandsforseti skipaði Barnier forsætisráðherra í sumar en fyrir liggur að meirihlutastuðningur við Barnier er afar viðkvæmur á þinginu. 9. október 2024 13:56