Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. nóvember 2024 11:01 Ralf Schumacher starfar sem álitsgjafi um Formúlu 1 fyrir Sky í Þýskalandi. getty/Vince Mignott Sergio Pérez, ökumaður Red Bull, hefur gagnrýnt hómófóbísk ummæli föður síns um Ralf Schumacher. Ökuþórinn fyrrverandi kom út úr skápnum fyrr á þessu ári. Antonio Pérez Garibay, faðir Pérez, lét niðrandi ummæli um kynhneigð Schumacher falla í hlaðvarpi. Hann var þá að svara ummælum Schumacher um að Pérez myndi missa sæti sitt hjá Red Bull. „Fyrir það fyrsta er ég ekki sammála neinu sem hann sagði,“ sagði Pérez við Sky Sports, aðspurður um ummæli pabbans. „Ég held að hann hafi gert mistök í þessu tilfelli. Ég deili ekki skoðun hans að neinu leyti en á sama tíma stjórna ég ekki því sem pabbi minn segir. Ég stjórna bara því sem ég segi. Það er mikilvægt fyrir íþróttina að það sem gerist á brautinni verði alltaf eftir á brautinni. Þannig sé ég þetta og við ættum alltaf að setja gott fordæmi.“ Fyrr á þessu ári greindi Schumacher frá því að hann væri í sambandi með manni. Hann var áður giftur Coru Brinkmann í fjórtán ár. Saman eiga þau soninn David sem er einnig ökumaður eins og pabbinn og föðurbróðurinn, Michael. Ralf Schumacher tók þátt í 180 keppnum í Formúlu 1 á árunum 1997-2007 og vann sex. Í færslu á Instagram sagðist Ralf Schumacher ekki vera reiður út í pabba Pérez. Þá sagði hann ennfremur að hann myndi einnig standa við bakið á syni sínum eins og pabbi Pérez gerði þótt hann myndi beita annarri aðferð við það. Akstursíþróttir Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Körfubolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Antonio Pérez Garibay, faðir Pérez, lét niðrandi ummæli um kynhneigð Schumacher falla í hlaðvarpi. Hann var þá að svara ummælum Schumacher um að Pérez myndi missa sæti sitt hjá Red Bull. „Fyrir það fyrsta er ég ekki sammála neinu sem hann sagði,“ sagði Pérez við Sky Sports, aðspurður um ummæli pabbans. „Ég held að hann hafi gert mistök í þessu tilfelli. Ég deili ekki skoðun hans að neinu leyti en á sama tíma stjórna ég ekki því sem pabbi minn segir. Ég stjórna bara því sem ég segi. Það er mikilvægt fyrir íþróttina að það sem gerist á brautinni verði alltaf eftir á brautinni. Þannig sé ég þetta og við ættum alltaf að setja gott fordæmi.“ Fyrr á þessu ári greindi Schumacher frá því að hann væri í sambandi með manni. Hann var áður giftur Coru Brinkmann í fjórtán ár. Saman eiga þau soninn David sem er einnig ökumaður eins og pabbinn og föðurbróðurinn, Michael. Ralf Schumacher tók þátt í 180 keppnum í Formúlu 1 á árunum 1997-2007 og vann sex. Í færslu á Instagram sagðist Ralf Schumacher ekki vera reiður út í pabba Pérez. Þá sagði hann ennfremur að hann myndi einnig standa við bakið á syni sínum eins og pabbi Pérez gerði þótt hann myndi beita annarri aðferð við það.
Akstursíþróttir Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Körfubolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira