Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar 21. nóvember 2024 14:45 Einkavæðing almannarýmisins er í fullum gangi. Hægt og hljótt. Loftslagslausnarar í erlendum gullstrengjum panta upp land fyrir risavaxna vindmyllugarða. Lofa sveitastjórnum gleri fyrir gull. Aðrir kaupa upp jarðir smánaðrar bændastéttar til að rækta aflátsskóga. Laxeldismógúlar troða sér upp á byggðir sem vilja ekkert með þá hafa. Sumir bjóða sveitarfélögum prósentur í hagnaði til að liðka fyrir ákvörðunum skipulagsvaldsins. Líkt og að bjóða fólki prósentur af því að selja ömmu sína. Á jökulsporðum slást leiðsögumenn um rétt vinnuveitenda sinna til að selja aðgang að íshellum. Landeigendur rukka bílastæðagjöld við náttúruperlur án lagaheimilda. Fjárfestar byggja hálendishótel. Fjallkonan komin á Onlyfans. Þetta er stefnulaust samfélag. Það er okkur sjálfum að kenna. Við nennum ekki að hugsa fram í tímann. Þorum ekki að standa vörð um dýrgripi okkar. Setja græðginni mörk. Gera kröfu um að fá tíma til að ræða málin. Það vantar stefnu um vindorku. Stefnu um fiskeldi. Stefnu um gjaldtöku af ferðaþjónustu. Stefnu um landbúnað og landnýtingu. Stefnu um (erlend) uppkaup á almannarýminu. Nú eru kosningar. Þið sem nennið að hugsa og viljið vanda til verka. Gjaldið varhug við flokkum sem ætla að leysa allt strax. Það má vanda sig við ákvarðanir sem hafa áhrif á hag þjóðarinnar um langa framtíð. Höfundur er MSc í hagvísindum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Skoðun Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Sjá meira
Einkavæðing almannarýmisins er í fullum gangi. Hægt og hljótt. Loftslagslausnarar í erlendum gullstrengjum panta upp land fyrir risavaxna vindmyllugarða. Lofa sveitastjórnum gleri fyrir gull. Aðrir kaupa upp jarðir smánaðrar bændastéttar til að rækta aflátsskóga. Laxeldismógúlar troða sér upp á byggðir sem vilja ekkert með þá hafa. Sumir bjóða sveitarfélögum prósentur í hagnaði til að liðka fyrir ákvörðunum skipulagsvaldsins. Líkt og að bjóða fólki prósentur af því að selja ömmu sína. Á jökulsporðum slást leiðsögumenn um rétt vinnuveitenda sinna til að selja aðgang að íshellum. Landeigendur rukka bílastæðagjöld við náttúruperlur án lagaheimilda. Fjárfestar byggja hálendishótel. Fjallkonan komin á Onlyfans. Þetta er stefnulaust samfélag. Það er okkur sjálfum að kenna. Við nennum ekki að hugsa fram í tímann. Þorum ekki að standa vörð um dýrgripi okkar. Setja græðginni mörk. Gera kröfu um að fá tíma til að ræða málin. Það vantar stefnu um vindorku. Stefnu um fiskeldi. Stefnu um gjaldtöku af ferðaþjónustu. Stefnu um landbúnað og landnýtingu. Stefnu um (erlend) uppkaup á almannarýminu. Nú eru kosningar. Þið sem nennið að hugsa og viljið vanda til verka. Gjaldið varhug við flokkum sem ætla að leysa allt strax. Það má vanda sig við ákvarðanir sem hafa áhrif á hag þjóðarinnar um langa framtíð. Höfundur er MSc í hagvísindum.
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar